Saturday, October 23, 2004

23 október 2004

Vaknaði í morgun klukkan 6 eins og oftast. Ótrúlegt hvernig líkamsklukkan hefur breyst hérna hjá manni. Maður fer snemma að sofa og er yfirleitt vaknaður um leið og það birtir og fuglarnir byrja að syngja. Fór í sturtu, fékk mér kaffi, setti létt klassíska músik í botn (til að vekja Gunna og Jóhönnu), settist út með kaffið mitt og bók. Hugleiddi svo í góðan tíma. Þetta er búin að vera yndislegur dagur. Fórum til Caledon að versla og kaupa meira "Frelsi" inn á símann minn. Er víst búinn að vera að hringja allt of mikið heim. Hittum Hermann og Philipus, sem voru að versla inn fyrir Jómfrúar lunch´inn á morgun.

Einn gestur tékkaði sig út snemma í morgun. Gat ekki sofið vegna þess að gormur í rúminu stakst í gegnum dýnuna og meiddi hann. Þetta er blaðamaður sem var í ókeypis gistingu vegna þess að hann ætlar að skrifa um hótelið. Djísus, segi nú ekki annað. Ég ætla að hringja í hann á eftir og segja honum að það verði komin ný rúm í öll herbergin í næsta mánuði. Vonandi getur þetta orðið skemmtilegt upphaf af grein.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home