kokkur í víking
Ég missti þolinmæðina í gær við kokkinn okkar, hana Karen og las yfir henni all alvarlega. Hún gleymdi að gera hvítlauksbrauðið sem átti að fara með pasta rétt og var að skipa þjóni að gera það þegar ég kom inn í eldhús. Ég bara sprakk og það varð dýrkeypt fyrir mig. Hún var nefnilega á tvöfaldri vakt sem þýðir að hún er að vinna til klukkan tvö, fer svo heim og kemur aftur um sex. Ég keyrði hana heim (eins og allt annað starfsfólk sem maður þarf að keyra mörgum sinnum á dag. Meira um það seinna) ég spurði hana á leiðinni hvort hún héldi að gestirnir væru ánægðir með að fá brauðið þegar þeir værum meira en hálfnaðir með pastað. NEI. Svo spurði ég hana hvort hún héldi að gestirnir myndu panta þennan rétt aftur eða yfirleitt vilja koma hingað aftur. NEI Og svo spurði ég hana hvort hún héldi að hún fengi eitthvað þjórfé. NEI
Hún hringdi svo um fjögur leitið og lagði inn skilaboð um að hún væri veik. Djísus kræst. Ég fór heim til hennar um sex leitið. Barði á dyr og glugga og beið þar svo í 15 mínutur og ekki sást hún. Hitti bróðir hennar sem vissi ekkert um hana.
Jæja, hún kom ekki, og þá voru góð ráð dýr. Enginn kokkur í eldhúsinu og hinn kokkurinn ekki einu sinn í bænum. Ég gerði smá lagfæringar á matseðlinum, tók út fiskinn og bernaissósuna og svo bara lét ég vaða í þetta. Það hefur aldrei verið eins fullt hjá okkur og þetta kvöld. Var meira sega dúkað upp borð í bókasafninu okkar (já það er komið bókasafn og setustofa þar sem gamli Royal barinn var). Ég eldaði, strút og steikur og hamborgara (sem átti ekki að gera) fyllt lamb, blinis med laxi og ég veit ekki hvað. Fékk einn þjóninn, Rene til að vera aðstoðarmaður og hún var góð. sem betur fer, veit ekki hvernig þetta hefði getað gengið annars. Hún gerði meira segja einn grænmetisrétt (sem átti ekki að gera heldur) fyrir einn gest og allt gekk þetta upp, svei mér þá. Maturinn passadi kannski ekki alveg við matseðilinn en flestir voru mjög ánægðir og hrósuðu matnum. Þetta var nú eldskírnin mín í víkingaeldhúsinu.
Ekki var það nú auðveldara hjá Bóa. Allt í einu bilaði vatnslögn í einu herberginu og gestirnir voru ekki ánægðir (endalaus vandamál með rafmagn og pípulagnir sem er vonandi að leysast, enda er pípari búinn að vera að vinna hérna í rúman mánuð) Svo kláraðist klakinn (frú Gulltönn gleymdi að undirbúa barinn, blessunin. Hún fékk yfirhalningu líka) Þannig að Bói þurfti að fara að keyra eftir klökum. Svo var alls konar annað vesen í gangi að auki sem er of langt mál að segja frá, þannig að hann var alveg búinn eftir kvöldið.
Karen (kokkurinn) kom svo í morgun og vildi vita hvort hún ynni ennþá hjá okkur. Baðst afsökunar en sagðist hafa verið veik. Haugalygi, sögðum við. Við spurðum hana hvað væri eiginlega að og hún sagði að við værum svo kröfuharðir og alltaf að kvarta. Við sögðum henni að vissulega værum við kröfuharðir, en þess þarf líka. erum búnir að bíða eftir frumkvæði frá kokkunum allt of lengi. Þær hefðu aldrei verið eins vel borgaðar (þjórfé hefur aldrei verið eins ´hátt og í þessum mánuði), fengu frelsi til að kaupa hvað sem er, bækur og ég ég veit ekki hvað, sen svo kemur ekkert frumkvæði frá þeim. Bla. bla. bla já ég get haldið endalaust áfram. Hún alla vegna lofaði bót og betrum ef hún gæti haldið starfinu sínu. Þannig að nú er hún á fullu að undirbúa kvöldið. Hjúkk !
Ég var svo þreyttur þegar ég kom heim eftir að hafa keyrt starfsfólkið heim, að ég grét og grét. Fannst þetta allt í einu vera bara "to much" og svo kveið mér fyrir morgundeginum að auki. Hvort ég yrði nú hlekkjaður við potta og pönnur það sem eftir er. Hef svo sem ekkrt á móti því að elda og reyndar bara gaman af því, en þá er það líka mínir réttir a´la Villi og það er mikill munur á því.
Byrjaði í morgun á því að gráta svolítið meira og vorkenna mér. Tók mig svo saman og við Bói fórum að leita að öllum kokkabókunum okkar og svo ætlaði ég að fara að útbúa nýjan matseðil fyrir kvöldið. Karen kom ákkurat þegar við vorum að þessu þannig að við þurftum ekki að halda áfram með þetta. Gvöð hvað ég er feginn. Nú ætlum við Bói að fara og fá okkur drinky poo og slaka á svolítið og reyna að losa þessu spennu sem byggðist upp í gær. erum búnir að redda manni til að keyra starfsfólkið okkar í dag, þannig að vonandi getum við verið í fríi allan seinnipartinn.
Hún hringdi svo um fjögur leitið og lagði inn skilaboð um að hún væri veik. Djísus kræst. Ég fór heim til hennar um sex leitið. Barði á dyr og glugga og beið þar svo í 15 mínutur og ekki sást hún. Hitti bróðir hennar sem vissi ekkert um hana.
Jæja, hún kom ekki, og þá voru góð ráð dýr. Enginn kokkur í eldhúsinu og hinn kokkurinn ekki einu sinn í bænum. Ég gerði smá lagfæringar á matseðlinum, tók út fiskinn og bernaissósuna og svo bara lét ég vaða í þetta. Það hefur aldrei verið eins fullt hjá okkur og þetta kvöld. Var meira sega dúkað upp borð í bókasafninu okkar (já það er komið bókasafn og setustofa þar sem gamli Royal barinn var). Ég eldaði, strút og steikur og hamborgara (sem átti ekki að gera) fyllt lamb, blinis med laxi og ég veit ekki hvað. Fékk einn þjóninn, Rene til að vera aðstoðarmaður og hún var góð. sem betur fer, veit ekki hvernig þetta hefði getað gengið annars. Hún gerði meira segja einn grænmetisrétt (sem átti ekki að gera heldur) fyrir einn gest og allt gekk þetta upp, svei mér þá. Maturinn passadi kannski ekki alveg við matseðilinn en flestir voru mjög ánægðir og hrósuðu matnum. Þetta var nú eldskírnin mín í víkingaeldhúsinu.
Ekki var það nú auðveldara hjá Bóa. Allt í einu bilaði vatnslögn í einu herberginu og gestirnir voru ekki ánægðir (endalaus vandamál með rafmagn og pípulagnir sem er vonandi að leysast, enda er pípari búinn að vera að vinna hérna í rúman mánuð) Svo kláraðist klakinn (frú Gulltönn gleymdi að undirbúa barinn, blessunin. Hún fékk yfirhalningu líka) Þannig að Bói þurfti að fara að keyra eftir klökum. Svo var alls konar annað vesen í gangi að auki sem er of langt mál að segja frá, þannig að hann var alveg búinn eftir kvöldið.
Karen (kokkurinn) kom svo í morgun og vildi vita hvort hún ynni ennþá hjá okkur. Baðst afsökunar en sagðist hafa verið veik. Haugalygi, sögðum við. Við spurðum hana hvað væri eiginlega að og hún sagði að við værum svo kröfuharðir og alltaf að kvarta. Við sögðum henni að vissulega værum við kröfuharðir, en þess þarf líka. erum búnir að bíða eftir frumkvæði frá kokkunum allt of lengi. Þær hefðu aldrei verið eins vel borgaðar (þjórfé hefur aldrei verið eins ´hátt og í þessum mánuði), fengu frelsi til að kaupa hvað sem er, bækur og ég ég veit ekki hvað, sen svo kemur ekkert frumkvæði frá þeim. Bla. bla. bla já ég get haldið endalaust áfram. Hún alla vegna lofaði bót og betrum ef hún gæti haldið starfinu sínu. Þannig að nú er hún á fullu að undirbúa kvöldið. Hjúkk !
Ég var svo þreyttur þegar ég kom heim eftir að hafa keyrt starfsfólkið heim, að ég grét og grét. Fannst þetta allt í einu vera bara "to much" og svo kveið mér fyrir morgundeginum að auki. Hvort ég yrði nú hlekkjaður við potta og pönnur það sem eftir er. Hef svo sem ekkrt á móti því að elda og reyndar bara gaman af því, en þá er það líka mínir réttir a´la Villi og það er mikill munur á því.
Byrjaði í morgun á því að gráta svolítið meira og vorkenna mér. Tók mig svo saman og við Bói fórum að leita að öllum kokkabókunum okkar og svo ætlaði ég að fara að útbúa nýjan matseðil fyrir kvöldið. Karen kom ákkurat þegar við vorum að þessu þannig að við þurftum ekki að halda áfram með þetta. Gvöð hvað ég er feginn. Nú ætlum við Bói að fara og fá okkur drinky poo og slaka á svolítið og reyna að losa þessu spennu sem byggðist upp í gær. erum búnir að redda manni til að keyra starfsfólkið okkar í dag, þannig að vonandi getum við verið í fríi allan seinnipartinn.
4 Comments:
Ég skil þig vel með þolinmæðina, hefði gert það sama, óþolandi svona sofandi sauðir.þetta fólk er ekki vant neinum kröfum, er það?.
En Villi minn gott að gráta smá, og vera svo bara duglegur á eftir, "Öll él birta upp um síðir" mundu það.
Gaman að fá að fylgjast með hjá ykkur.
Kveðja
Esther
Halló elskurnar okkar mikil ósköp eru æa að ganga?? En ég kem nú í janúar og gunnar í febrúar ég bara get ekki beðið framm í janúar ég bara verð að komast til ykkar elskurnar mínar og þá líka getið þið farið að slaka á því ég skil svo vel hversu miklu álagi þið eruð undir.
En annars er bara allt gott að fretta af okkur Gunnari staðan á spítalanum er bara eins frá degi til dags og ekkert að frétta þaðan..
En ástar og sakknaðar kveðjur frá okkur og þið vitið hversu mikilar kv. Jóhanna Maggý og Gunnar
Sael Esther
Ja, tad jafnast ekkert vid sma grat til ad losa um spennuna. Tetta var einmitt tad sem Fru Gledi sagdi: Fardu eitthvad og grattu bara, ter lidur betur a eftir.
Elsku Johanna og Gunni.
Hofum saknad ykkar mikid og hlokkum til ad fa ykkur aftur hingad ut. Truma sendir jolakvedjur til foreldra sinna, sen hun er liklega buin ad steingleyma. Hun er ordin mjog haend ad Boa. Hann minnir hana samt stodugt a ad hun se nu einungis stupdottir. Bestu jolakvedjur til Trains. Okkar hugur er med honum a tessum erfidu timum. Og svo ad sjalfsogdu bestu jola kvedjur til ykkar beggja og fjolskyldna ykkar.
Sælir elsku kallarnir mínir, ósköp ætlar þetta að verða erfiður skóli hjá ykkur í landinu...ég skellti mér á skeljarnar og sendi smá bænir til hans sem ræður öllu,kannski það hjálpi eitthvað. Sit í skötufnyk af sjálfri mér á Þorláksmessunótt,að gera síðasta tossalistann yfir það sem á eftir að gera fyrir þessa helgi...svei mér þá ef maður ætti ekki bara að eyða næstu jólum hjá ykkur, jólum með engum pökkum, engri skötu,engu frosti,engu #stressi#,hmmm....
Ástirnar mínar gleðileg jól og megi Guð og gæfan gefa ykkur farsælt komandi ár...Jói biður að heilsa
Ykkar Hafdís
Post a Comment
<< Home