Sunday, March 13, 2005

Þjófnaðir og leiðindamál

Hér hafa verið að koma upp þjófnaðir sem er mjög alvarlegt mál. Byrjaði með því að laununum hennar Smjörlíkis var stolið. Svo fór matur að hverfa úr eldhúsinu, kökur og sætindi. Svo hurfu dýr sólgleraugu sem Jóhanna á af barnum. Einhver gaf í skyn að hann hefði séð einn þjóninn ganga um með þessi dýru sólgleraugu þegar hún væri ekki að vinna. Þetta er mjög slæmt. Það lítur út fyrir að það sé (ekki Gulltönn) fröken Fyndin. Þurfum að komast til botns í þessu. Svo er bent á Harold og sagt að hann hafi stolið laununum hennar Smjörlíkis. Tökum þetta fyrir á starfsmanna fundi á morgun. get ekki sagt að ég hlakka til. Gefum einn séns að gleraugunum sé skilað, annars verður þetta tilkynnt til lögreglunnar. Það er bara ekki hægt að hafa svona óheiðarleika í gangi og þetta verður að stoppa.

Við erum búnir að vera á fullu seinustu daga að undirbúa ráðstefnu sem verður hjá okkur á miðvikudag. Þurftum að laga nokkur herbergi og tæma ráðstefnusalinn sem hefur verið notaður sem geymsla og þvottahús. Það er ekki auðvellt vegna þess að það er svo mikið þar af alls konar drasli, sem þarf að koma fyrir einhverstaðar. Erum búinir að koma upp bókahyllunum í bókasafnið okkar þannig að nú getum við loksins farið að tala um að þetta sé bókasafn.

Annars gengur lífið sinn vanagang hérna. Heilsan er að komast í lag hjá Bóa, eftir að hafa fengið flensu og svo bakverki. Flensan er farin en bakið er enn eitthvað að bögga hann. Það er farið að hausta hérna og kólna. Veturinn er farin að síga inn og sum tré eru búin að missa öll lauf. Skrítið að það sé að vora á Íslandi þegar það er að hausta hérna.

Love and leave you

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gaman að sjá myndir. Varð samt hálf flökurt af matarmyndunum. Ekki af því að þær væru ekki girnilegar sko, ég er bara að jafna mig á gubbupest :(
Er ekki málið að næla sér í almennilegt starfsfólk af þessum Plum stað sem er að loka?
Við vorum að horfa á myndina Mr. Johnson sem gerist í afríku 1923 og við hlógum mikið - þetta virtist bara vera tekið í Greyton í dag ;) Starfsfólkið var ekkert að stela, fékk bara "lánað fyrirfram" og aðalrétturinn var hnetusúpa - nokkrar hnetur í heitu vatni... svona eins og naglasúpa :)
Annars eru bara allir bissí og við ætlum að kíkja á Halasýninguna um næstu helgi.
Kveðja
Palli

12:43 am  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að sjá myndir. Varð samt hálf flökurt af matarmyndunum. Ekki af því að þær væru ekki girnilegar sko, ég er bara að jafna mig á gubbupest :(
Er ekki málið að næla sér í almennilegt starfsfólk af þessum Plum stað sem er að loka?
Við vorum að horfa á myndina Mr. Johnson sem gerist í afríku 1923 og við hlógum mikið - þetta virtist bara vera tekið í Greyton í dag ;) Starfsfólkið var ekkert að stela, fékk bara "lánað fyrirfram" og aðalrétturinn var hnetusúpa - nokkrar hnetur í heitu vatni... svona eins og naglasúpa :)
Annars eru bara allir bissí og við ætlum að kíkja á Halasýninguna um næstu helgi.
Kveðja
Palli

12:43 am  
Blogger SOS.SA said...

Góð hugmynd með starfsfólkið af Plum. Held reyndar að það sé ekkert betra. Þær gáfumst gersamlega upp á því að hafa litað starfsfólk og voru því eingöngu með hvíta í vinnu sem kostar miklu, miklu meira. Eina sem var virkilega gott þar var kokkurinn sem tekur ca 10.000 ISK á tímann og er þar að auki eigandinn þar. Þær hafa reyndar boðið okkur að kaupa allt dótið þeirra og líklega eigum við eftir að kíkja á það. Eldhúsið þeirra var alla vegna nýtt og mjög glæsilegt opið eldhús þar sem gestirnir sáu kokkana elda.
Erum enn ekki komnir með hnetusúpu á seðilinn, en þurfum greinilega að tékka á þessari mynd. Bestu skemmtum á Hala sýningunni og endilega berðu þeim bestu kveðjur frá Fílamanninum sem er núna í Afríku og verður þar um ókomna framtíð.

Farðu vel mið þig og láttu þér batna, Bestu kveðjur til Frosta.

4:06 pm  

Post a Comment

<< Home