Monday, May 30, 2005

Bóa blogg

Jæja,þetta er nú svo að ef maður byrjar, þá einhvern veginn heldur maður áfram.... Fyrst kvörtunardeildin ;mamma og pabbi, þið ætluðuð að hringja næst, heyrði síðast í ykkur 2 mars..., Súsanna og Bylgja, ég hringdi um áramótin.... vonandi er allt gott að frétta af ykkur öllum ? Sakna þess að heyra ekkert í neinum ykkar.Var Moggaviðtalið o.k.? Takk til allra sem nenna að “kommentera” á síðuna.Pabbi , reikna með símtali fljótlega...

Það var eins og við manninn mælt, eftir bloggið í gær (Takk Hafdís) mætti ekki bara Jenny í dag í Jennypú, mikið hefur þessi kona stórt hjarta. Villi er að hvíla sig fyrir kvöldið og ég í “eftirliti”. Gærkvöldið á veitingastaðnum var ótrúlegt. Fröken frekja var í því líkum ham að ég held að lengsta biðin eftir mat hafi nánast verið 15 mínútur. Stundum er þetta í ökkla eða eyra. Öll borð upptekin nema eitt 4 manna borð sem pantað var af hvítri enskri kerlingu sem var hér á föstudagskvöld líka, fyrrverandi framkvæmdastjóra á hótelinu okkar. Hún kom á tónleikana, varð full, fór á veitingastaðinn og var í lagi þar til vínið steig henni til höfuðs og öskraði á Anne þjóninn okkar að hún ætti að druslast til að sinna starfinu sínu, ÞIÐ (í meiningunni, LITAÐA PAKK) eruð þvílíkt ömurleg, vitið ekkert um þjónustu og bla, bla, bla..Hefði ekkert skipt mér af þessu, nema af því að hún öskraði svo allir gætu heyrt (...og allt snérist þetta um EINA súpuskeið sem ekki var fjarlægð fra borðinu...!!!!) Allt annað var óaðfinnanlegt, matur o.sv.frv.. Endaði á því að ég kom að borðinu, spurði hvort allt væri í sómanum, hún sagði mér þá að við yrðum að “þjálfa” starfsfólk okkar betur. Ég svarað henni þá að samkvæmt minni ensku kunnáttu þjálfaði maður dýr sbr.hunda og hesta, Anne væri einn af okkar bestu þjónum en hún væri velkomin að degi til ef hún hefði metnað fyrir okkar hönd til að mennta starfsfólk okkar betur en við hefðum gert. Vissi alltaf að kella myndi ekki koma aftur, enda höfum við ekkert við svona gesti að gera.. Skrítið hvað áfengi gerir sumum. Fékk afsökunarbeiðni í morgun frá fólki sem sat við sama borð og hún...og skammaðist sín fyrir hennar hönd. Varð glaður að heyra að til er fólk hér með blygðunarkennd.

Hér gisti einn þekktasti salli Suður Afríku (sálfræðingur) um helgina og Ragna mín því líkt frík... endaði ásamt Gulltönn við “Tékk át” á því að þurfa að hlusta á hann syngja söng um páskaliljur og annað, vissi ekki hvert Gulltönn ætlaði, en við létum okkur hafa þetta. Grenjuðum svo úr hlátri þegar hann var farinn.

Jæja elsku öll þið sem hafið hringt (Kristján, Hófý og Ragna ) TAKK. Þið sem eigið eftir að hringja (00 27 28 254 9800 ) hlakka til að heyra í ykkur. Lof and líf jú.Guðmundur.

Voðalega var þetta stutt blogg eins og ég er búinn að vera lengi að þessu....komment sérlega vel þegin...

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Nei nei hvad er ad sja i fyrradag tegar eg kom i kaffi ta sagdiru mer ad tu hefdir bloggad og tad tvisar a svo stuttum tima er mjog stollt af ter Boi minn ;) LOTS OF LOVE se ykkur i drinke poo i eftir middaginn...

9:35 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskurnar mínar, gaman að fá aðeins þína rödd Guðmundur, Villi verið svo duglegur að blogga. Mér finnst nú svolítið upplífgandi að heyra að sálfræðingar leyfi sér að vera skrýtnir í suður afríku, við hér heima reynum að fela það eins og við getum. Hvernig er það eru ekki öll fyrirtæki í Greyton að safna pening til að geta fengið þennan frábæra sálfræðing sem vann sér svo gótt orðspor á Greyton Lodge til sín sem fyrst. Sakna ykkar í vorinu hér heima, er stundum næstum hálfnuð upp tröppurnar(alla vega í huganum) til ykkar þegar ég átta mig á fjarlægðinni. Gangi ykkur vel áfram, var æði að heyra í ykkur í símanum. Ragna

12:42 pm  

Post a Comment

<< Home