Tuesday, June 07, 2005


Hér vex allt. Það má ekki spýta útúr sér ávaxtastein, þa vex upp tré. Þetta er gömul spíta sem var sett niður til að styðja við aðrar plöntur. Hún er allt í einu farinn að lifna við og sprotar að koma útúr henni. Þetta er land gnægtra! Posted by Hello

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Yndislegar myndir, ekki skrýtið að Guðmundur garðálfur vilji bara dansa í garðinum sínum með fuglunum. Farið vel með ykkur.
Ragna

3:10 pm  
Anonymous Anonymous said...

jedúddamía, þetta er ótrúlegt og þvílíkur munur, maður stendur út í búð og glápir á rósabúnt hvort maður eigi að splæsa á sig, fyrir 7oo kallinn..., ekki væri amalegt að hafa svona hjá sér...fór í grasagarðinn um helgina, allt frekar seint að taka við sér, kom leiðinlegt kuldakast, sem m.a. gekk frá blómunum á öllum rhododendrunum í laugardalnum...kirsuberjatréið mitt hætti við og gaf upp öndina eftir góða byrjun...sniff sniff. Nú fyrst er Heiðmörkin að verða vel blá, en fjöll eru ennþá með gulan lit, en tún að verða fagurgræn.Haustveður í dag, rok undir Hafnarfjallinu og rigning, oj bara, það væri ekki amalegt að sitja núna í garði í Greyton og eta sítrónur...bless i bili og ástarkveðjur Hafdís

7:26 pm  
Anonymous Anonymous said...

Frábært að sjá myndir frá ykkur. Þetta var sko ekki svona flott á "blómaleiðinni" hans Ingólfs Guðbrands þegar ég var þarna á ferð (um haust/páska)
Palli

12:54 am  

Post a Comment

<< Home