Sorry essgunar
Búin að vera alltof upptekinn til ad blogga. Bókahaldshelkkirnir eru komir á og nú að loksins að drífa í að gera allt. Ekki auðvelt, þarf að slá inn alla reikninga og öll útgjöld síðan í Október. Mikið vatn hefur nú runið til sjávar síðan þá og margir af reikningunum orðnir ósýnilegir. Jæja, ætla ekki að kvart svosem mikið meir yfir því, þó ég hafi alls ekki gaman af því og skrifstofan er ísköld, og blessaða dádýrið (uppstoppaður haus) starir á allan tíman og spyr; hvernig lennti ég hérna. Ég spyr nú svosem sömu spurninga.
Jæja, nýjir leikarar í Greyton Lodge sápuóperunni. Howard er byrjaður sem garðyrkjumaður. Veit ekki hvort hann endist. Margrét í elshúsinu spurði mig um daginn hvernig mér litist á hann. Sagðist ekki vita mikið um hvernig hann væri enda væri ég lokaður inn á skifstofu með dádýrinu. Hún sagði þá að það væri ekki nóg að hafa flottann rass ef manni væri skítsama um vinnuna og vildi bara djamma. Vinnan kemur fyrst. Hún er nú líklega af öllu okkar starfsfólki sú allra duglegasta og skemmtilegsta líka.
Margrét í hreingerningunum er búin að vera frá vinnu i nokkrar vikur. Maðurinn hennar kyppti olnboganum úr lið á henni, það er víst heimilisofbeldi þar og hún verður í burtu í nokkrar vikur á meðan. Gilitrutt er alls ekki að standa sig. Rita systir hennar er búin að vera með henni og var reyndar í staðin fyrir hana þegar hún var í sumarfríi. Rita stóð sig mjög vel og var önnum kafin við strauborðið allan daginn. Núna þegar Gilitrutt systir er mætt, höfum við staðið hana trekk í trekk að því að vera í pásu fyrir utan herbergin að reykja. Já þetta er bara svona. Gina (Virginia) er að standa sig mjög vel og fékk eitt af hæsta þjórfénu sem hefur fengist hérna af einu borði 333 rand, sem var næstum 40% af reikningum. Þetta er mjög óvanalegt. Ef eitthvad þjórfé er gefið þá er það kannski 5 % og þykir bara fínt.
Staffið er mjög duglegt að spyrjast fyrir um vini okkar og fjölskyldu sem hafa verið hérna hjá okkur. Þótti vænt um kveðjurnar frá Hófý, Lovísu og Hrefnu. Eru alltaf að spyrja hvenær Lovísa og Reyndar Hófý líka komi. Er ekki viss um að þeim hlakki til að fá Kristalettuna. Gætum verið búnir að hræða þjónana með því að hann ætli að kenna þeim alvöru þjonustu. Þær segja nú samt að þeim hlakki til, en hvað veit ég?
Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur þessa helgi. Appletiser er búinn að vera með ráðstefnu sem endaði í gær. Guði sé lof fyrir allar þessar ráðstefnur sem ég hef farið á. Veit nákvæmlega hvernig fólk vill hafa það á ráðstefnum. Svo er þetta annasöm helgi hjá okkur í bókunum. Indy (skólasystir Bóa úr Hólminum) er að koma á morgun með manninum sínum. Svo kemur Sossa 23 ágúst og Kristalettan 4 Sept. Hlökkum mikið til að hitta venjulegt fólk, sem við getum spallað við um heima og geima.
Vorum með vínsmökkun um daginn heima og buðum Marise og Neil og Volga. Höfðum 12 flöskur að smakka. Þetta var nú ekki bara dykkja, Þetta var vinna. Maður þarf jú að þekkja vínin sem maður er að bjóða gestum hérna. Já ég meina það. Hef þurft að fara á borð eftir borð að útskýra hvernig vínin eru (takk, Kristján fyrir allan fróðleikin um vín) og hjálpa þeim að velja.
Takk Anna Kristine fyrir að senda okkur ræðuna um Venus. Snerti okkur mikið og þótti vænt um að þú skildir senda hana. Gvöð, verð víst að hlaupa í eldhúsið, það er allt á haus.
Jæja, nýjir leikarar í Greyton Lodge sápuóperunni. Howard er byrjaður sem garðyrkjumaður. Veit ekki hvort hann endist. Margrét í elshúsinu spurði mig um daginn hvernig mér litist á hann. Sagðist ekki vita mikið um hvernig hann væri enda væri ég lokaður inn á skifstofu með dádýrinu. Hún sagði þá að það væri ekki nóg að hafa flottann rass ef manni væri skítsama um vinnuna og vildi bara djamma. Vinnan kemur fyrst. Hún er nú líklega af öllu okkar starfsfólki sú allra duglegasta og skemmtilegsta líka.
Margrét í hreingerningunum er búin að vera frá vinnu i nokkrar vikur. Maðurinn hennar kyppti olnboganum úr lið á henni, það er víst heimilisofbeldi þar og hún verður í burtu í nokkrar vikur á meðan. Gilitrutt er alls ekki að standa sig. Rita systir hennar er búin að vera með henni og var reyndar í staðin fyrir hana þegar hún var í sumarfríi. Rita stóð sig mjög vel og var önnum kafin við strauborðið allan daginn. Núna þegar Gilitrutt systir er mætt, höfum við staðið hana trekk í trekk að því að vera í pásu fyrir utan herbergin að reykja. Já þetta er bara svona. Gina (Virginia) er að standa sig mjög vel og fékk eitt af hæsta þjórfénu sem hefur fengist hérna af einu borði 333 rand, sem var næstum 40% af reikningum. Þetta er mjög óvanalegt. Ef eitthvad þjórfé er gefið þá er það kannski 5 % og þykir bara fínt.
Staffið er mjög duglegt að spyrjast fyrir um vini okkar og fjölskyldu sem hafa verið hérna hjá okkur. Þótti vænt um kveðjurnar frá Hófý, Lovísu og Hrefnu. Eru alltaf að spyrja hvenær Lovísa og Reyndar Hófý líka komi. Er ekki viss um að þeim hlakki til að fá Kristalettuna. Gætum verið búnir að hræða þjónana með því að hann ætli að kenna þeim alvöru þjonustu. Þær segja nú samt að þeim hlakki til, en hvað veit ég?
Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur þessa helgi. Appletiser er búinn að vera með ráðstefnu sem endaði í gær. Guði sé lof fyrir allar þessar ráðstefnur sem ég hef farið á. Veit nákvæmlega hvernig fólk vill hafa það á ráðstefnum. Svo er þetta annasöm helgi hjá okkur í bókunum. Indy (skólasystir Bóa úr Hólminum) er að koma á morgun með manninum sínum. Svo kemur Sossa 23 ágúst og Kristalettan 4 Sept. Hlökkum mikið til að hitta venjulegt fólk, sem við getum spallað við um heima og geima.
Vorum með vínsmökkun um daginn heima og buðum Marise og Neil og Volga. Höfðum 12 flöskur að smakka. Þetta var nú ekki bara dykkja, Þetta var vinna. Maður þarf jú að þekkja vínin sem maður er að bjóða gestum hérna. Já ég meina það. Hef þurft að fara á borð eftir borð að útskýra hvernig vínin eru (takk, Kristján fyrir allan fróðleikin um vín) og hjálpa þeim að velja.
Takk Anna Kristine fyrir að senda okkur ræðuna um Venus. Snerti okkur mikið og þótti vænt um að þú skildir senda hana. Gvöð, verð víst að hlaupa í eldhúsið, það er allt á haus.
2 Comments:
Halló elskur.
Smá ferð var farin í Hólminn í gær, danskir dagar og viti menn, þeir höfðu náð að fá hann evruvísíon kappann ljúfa, Jakob Sveistrup (?) eða eitthvað svoleiðis til aðkoma og syngja nokkur lög, svo það var ákveðið að bruna af stað með uppáhaldssoninn og hans kærustu í smábíltúr. Útbjó þessar líka frábæru samlokur til að taka með,ciabatta brauð smurt með góðri sósu, svo..kjúlli,ruccola kál, beikon tómatar og gúrkur nammi namm, settumst svo niður í skjóli hjá Berserkjahrauninu í gammalli rétt og veltum okkur í þúfum með misjafnlega þroskuðum bláberjum.. horfðum svo á Jakob hinn danska syngja við mikla múgæsingu ungra meyja, töltum aðeins um bæinn og söfn og keyrðum svo heim eftir velheppnaðan dag...Ídag var svo sund í grenjandi rigningu og náttúrulegt rigningarhöfuðnudd í heitapottinum..góður sunnudagur...
Miss jú og Guðmundur þú varst á hverri þúfu þarna í hrauninu nálægt ´Nátthaga.....
Hafdís
Jiiii hvað það er langt síðan eg hef komist í að lesa síðuna ykkar elsku Villi og Bói:) þannig eru nu málin hér á klakanum að ég er bara á haus í vinnu og hef ekki stigið feti út fyrir bæinn síðan eg kom frá ykkur, en undur og stórmerki gerðust í dag þegar mín settist niður með allar filmurnar (sem var by the way heill haugur ;) ) og lét setja allt á disk og stóð svo bara við prentarann og maulaði út myndum frá minni kæru AFRÍKU! Nú er eg sem sagt buin að kaupa umslög sem eg set myndirnar í handa öllu starfsfólkinu og hef í hyggju að geta klárað pakkan eftir helgina:=) eg er rosa spennt að senda ykkur þetta og hugsanlega finnið þið óvæntan glaðning í kassanum hí hí hí:) Eins gott að þetta komist til ykkar ...ég er alveg komin með rosa vöðva á handleggina af öllu klippiríinu. Rosa gaman að sjá myndirnar af litla afabarninu ykkar og ég veit að þið hafið skemmt ykkur konunglega saman...eins og ykkur einum er lagið ahahahaha...jæja hef þetta ekki lengra að sinni bið aðm heilsa öllum rosa vel og bið fyrir extra knús til Louhnu og Margenique (svona an þess að hinir sjai til...þær eru svo mikið uppáhalds sko) en auðvitað eiga allir að fá rosa mikið af knúsum og faðmlögum frá mér ..og þið verðið að faðma hvorn annan frá mér líka, Gangi ykkur allt i haginn og eg er viss um að nu fer allt að rúlla hjá ykkur á fullu, heyri í ykkur fljótlega, knús ykkar Gússý!!!
Post a Comment
<< Home