Saturday, September 17, 2005

Suurbrak

Hæ essgunar

Fórum til Swellendam i fyrradag með bókhaldið til endurskoðandans. Notuðum ferðina í leiðinni og fórum til Suurbrak sem er önnur elsta trúboðsstöðin í SA á eftir Genadendal (þar sem meiri hluti starffólksins okkar býr). Leigðum okkur hús rétt fyrir utan bæinn. Mjög fallegt þarna, húsið var við á og ekki hús nálægt. Næstum eins og Heiðarhvammur, en að sjálfsögðu með öllum þægindum fyrir utan rafmagn. Fórum á eina veitingastaðinn sem er þarna. Joy var búin að bóka borð fyrir okkur. Fengum okkur Booboeti, sem er SA réttur, mjög gott. Það var búið að setja þessa einu rauðvínsflösku sem var til á staðnum í kæli þannig að við fengum ískallt rauðvín með matnum. Nammi, namm........

Fórum svo daginn eftir til Barrydale í morgunmat, og héldum svo heim á leið. Enda margt að gera, tónleikar o.s.frv. Það var nú ekki mikil mæting og kvöldið var rólegt. Svo rólegt að við ákváðum að tékka á samkeppninni og fórum á Greyt-on-Main að snæða. Það er nú alltaf gaman að sjá hvernig er að ganga annars staðar. Það voru engir gestir. Urðum fyrir miklum vonbrigðum með matinn. Hann var mjög góður. Shit, áttum ekki von á þvi.

Í dag er enn einn dýrðardagurinn í Greyton. Sólin skín og þægilegt hitastig. Erum með brúðkaup í garðinum á eftir. Reyndar bara 10 manns, en það er alltaf gaman að fá brúðkaup. Athöfnin fer fram í garðinum undir Wisteriunni sem er kominn í blóma. Verður mjög fallegt og svo snæða þau úti. Það er reyndar enginn kokkur á vakt núna, Rachel er lasin, en Loana kemur um 2 þannig að þetta ætti nú að vera í lagi. Hún var búin að undirbúa flest í gær.

Komment á komment:

Takk Gússý fyrir myndirnar og bréfin. Við höfðum öll mjög gaman af þessu og staffið sendir bestu þakkir og kveðjur. Þú ert alltaf velkominn að sitja með okkur hérna í garðinum.

Palli minn; ef þú ert vinnufælinn þá er það allt í lagi. Allir aðrir sem hafa komið hingað hafa tekið aðeinst til hendinni vegna þess að þá hefur langað til þess. Þetta eru ekki þrælabúðir ef þú heldur það og að sjálfsögðu má borga og sleppa því að vinna, þó okkur finnist betra að fá borgað og vinnuna líka. Stefán er búin að vera mjög duglegur og á núna bara eftir ca 15 stóla. Þá eru allir stólarnir orðnir eins og nýir. Stefan keyrði staffið um daginn. Þau voru frekar óörugg vegna þess að hann var ekki alveg með það á hreinu að vera vinstra megin. Það kemur angistarsvipu á þau ef þeim er sagt að hann ætli að keyra, veit ekki alveg hvers vegna........Reyndar miklu meiri angistarsvipur þegar Kristalettan segist ætla að keyra.

Námskeiðin hans Kristjáns ganga mjög vel og allir þjónarnir eru í skýjunum yfir því. Þau eru þyrst í fróðleikinn og vilja læra og læra. Sjáum framfarir nú þegar hjá þeim.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halló elskurnar mínr er búin að vera á leiðinni að láta í mér heyra alltof lemgi búið að vera brjálað að gera síðan ég koma heim á klakan. Byrjaði srtax á fullu að vinna á Oliver og það er bara rosalega mikið að gera.. Þruma er komin og mikil ósköp var gott að fá hana við erum búnar að labba saman uppá helgarfell og Keili og ýmsar ferðir í fallegri íslenskri nátturu.. Ástar kveðjur til allra á GL og ég hringi nú til ykkar bráðlega bestu kv frá Gunna og hafið það sem best kv. Jóhanna Maggý

11:25 am  

Post a Comment

<< Home