Sunday, December 25, 2005

Gleðileg Jól

Hér hafa nú svosem ekki verið mikil jól hjá okkur. Við erum líklega eini staðurinn í Greyton sem er eitthvað jólalegur, enda höfum við skreitt mikið að íslenskum sið. Það var pakkað í mat hérna í gærkvöldi. Ég fékk þessa geggjuðu hugmynd um að smíða lest og láta lestina koma fulla af mat í stað þess að vera með hlaðborð. Ami var í 2 daga að smíða lestina og Wany var svo einn dag að mála hana. Þetta voru nú bara þrjú borð á hjólum sem var smíðað utan um þannig að leit út eins og lest. Svo keyrðu kokkarnir lestina út úr eldhúsinu með matinn. Þetta var mjög skemmtilegt og gerði mikla stemmingu. Við vorum bunir að gera fólk í Greyton mjög forvitið. Við auglýstum í blaðinu hérna “kemur jólalestin til Greyton? Allt getur gerst á GL!” Það var búið að spyrja okkur og allt starfsfólkið í þaula, en við höfum verið þögulir sem gröfin og sagt fólki að það þarf bara að koma og sjá hvað gerist hérna.

Svo kom Greyton Band, með trompeta, harmonikkur, gítara og ég veit ekki hvað. Mikil stemming og maturinn var mjög góður. Allt saman gekk vel upp og Bói fór í jólasveina búninginn og sagði sögur af íslensku jólasveinunum. Ferdi spilaði og Karen tróð upp og söng. Það voru tveir voða stoltir sem fóru í háttinn um miðnætti í gær. Svo er núna aðal dagurinn. Hádegismatur verður fullur staður hjá okkur, lestin mun keyra aftur, hattar og sprengjur og væntanlega mikil stemming.

Takk öll sem hafa hringt. Hef því miður ekki haft tíma til að svara öllum tölvupóstum, en Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól elskurnar mínar, vonandi fenguð þið kveðjuna frá mér í gær, hringi á morgun eða hinn þegar um hægist hjá ykkur.Jóladagur, brjálað rok og rólegheit, nú á bara að glugga í bækur og gjafir, og fara svo í hangiketið i kvöld, ekki sama aksjónin hér á þessum bæ.Gangi ykkur vel og farið vel með ykkur
knus og kram Hafdís

12:16 pm  
Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jol strakar,sorry hvað eg hef verið lelegur að senda ykkur kveðju,en sit herna nuna feitur og pattaralegur a nattfötunum að reyna
koma mer i að svara posti og senda kveðjur,töff þetta með lestina,,,,
hja mer er allt mjög rolegt og gott
maður orðinn enhvað svo raðsettur og buinn að koma ser svo þægileg fyrir.
Takk straka fyrir allt það sem er liðið og eg vona að nyja arið verði ykkur gott xoxoxoxoxoxoxoxoo
bestu kveðjur Joi

6:43 am  
Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól elskurnar þótt nú sé nokkuð liðið frá sjálfum jóladeginum. Afskaplega ójólalegt hér eins og flestir hafa væntanlega sagt ykkur, rok og rigning. Við Lízella fórum í Grafarvogskirkjugarð á aðfangadagskvöld til að kveikja á kerti hjá Erni Washington, en þar vorum við nú bara nærri foknar um koll og ekki hélst blessaður loginn eftir að við höfðum kveikt á þessu stóra kerti inni í bílnum. Maður er bara úrvinda eins og tilheyrir eftir að hafa verið með matarveislur 3 daga í röð :) he he, svo spyrja allir: ,,Hafðirðu það ekki gott um jólin?" En, þetta er gaman og gefur lífinu gildi. Maður hefur alla vega einhvern til að bjóða í veislu, hugsið ykkur ef enginn vildi vera með manni um jólin!!! Allt gott svosem hér nema hvað einn vinur Lízellu er meira genginn af göflunum en ég var ´99! Ég hringdi a.m.k. ekki í fólk til að svívirða það, þið eruð vitni að því, ekki satt!!!??? Knús og margir kossar frá Önnu Kristine.

11:34 am  

Post a Comment

<< Home