Thursday, December 08, 2005

Mikið að gera

Hér er allt búið að vera á haus. Klára herbergin, þrífa ráðstefnusalinn, undirbúa ráðstefnuna sem er í gangi núna. Allt hefur gegnið mjög vel og meira að segja halaal (múslimamatur, sem ég keypti í Somerset West) maturinn er að virka. Diskar og hnífapör hafa verið í saltbaði og beðið fyrir þeim og nýjar pönnur og pottar voru keyptir. Þetta er stórt mál hjá múslimum. Ekkert svínakjöt eða óhreinn matur má koma nálægt matnum þeirra. Loana var ekki mjög hrifin en Wanie sem er múslimi ráðlagði og allt er að ganga vel. Klukkan er að ganga tíu og þau eru núna fyrst að koma í kvöldmat. Verður sjálfsagt seint kvöld.....Gleði kom um sex leitið í dag með Gabriel og tilkynnti okkur ða hún væri á leiðina í aðgerð. Væri með æxsli við þvagblöðruna og það þyrfti að skera til að fjarlægja og rannsaka hvort það væri góðkynja eða illkynnja. Ekki góðar fréttir og hún var mjög döpur. Við alla vegna sögðum henni að slaka bara á og taka hvern dag eins og hann kæmi og ekki að ákveða neitt. Nú þyrfti maður bara að hafa opin huga og taka hlutum eins og þeir gerast. Á við fleiri......... Við alla vegna förum á hnén að biðja fyrir betri heilsu fyrir hana og fleiri.........

Erum búnir að vera í skrifstofu tiltekt í nokkra daga núna og erum að komast að ýmsu sem við vissum ekki, eins og t.d. hvað margir veikindadagar sumir hafa tekið, hversu mörg lán (fyrirfram greiðslur) hafa verið teknar og greiddar tilbaka o.s.frv. Þarna er margt óhreint korn í koddanum......... og mikil óreiða.

Fengum nýja símstöð í dag, er ekki alveg að virka ennþá, en símvirkinn kemur á morgun og vonandi lagar hann allt sem að er þá. Svo er það píanóið sem var orðið frekar falskt. Búið að vera að stilla það í dag, og svo átti að setja ný hjól undir það svo það yrði auðveldara að rúlla því út. Klukkan 5 í fimm var það á bakinu inn í Galleríi vegna þess að stillingarmaðurinn hafði ekki getað sett nýju hjólin á það og Ami og Jacko voru að fara. Ég dreif þá alla vegna að stað til að setja hjólin undir aftur og reisa það upp svo að hægt yrði að spila á það. Falski klarinettu spilarinn kemur svo seinna og setur önnur hjól (vonandi) undir það.

Set hérna inn nokkrar myndir af herbergjunum sem við höfum verið að vinna í. Erum ekki búnir og egium langt í land ennþá, en þetta er alla vegna byrjun. Hvað finnst ykkur?

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá segi ég nú bara þetta er allveg rosalega flott hjá ykkur strákar hlakka til að koma næst í heimsókn og sjá breytingarnar með berum augum og tjörnina. Hafið það sem allra allra best elskurnar mínar, hugsa mikið til ykkar og fer á hnén fyrir góðri heilsu handa ykkur öllum og bata kveðjur til Gleði ;) kv Jóhanna Maggý

2:14 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskurnar mínar...langt síðan ég hefi sent ykkur nokkrar línur...
auðvitað er allt á fullu í jólajólum hjá manni og þegar maður ætlar líka að taka eitt stykki hús í nefið með lillaputta á hinni hendinni er ekki von á að mikill tími sé afgangs...En annar ætla ég að byrja á að senda kveðju áfram til ykkar, frá henni Nennu, hitti hana á tónleikum í dag í Laugardalshöllinni, íslensku dívurnar,ágætt alveg, en vantaði alla jólasemningu, jólatónleikar verða bara ða vera í kirkju til að ná fram hátíðleikanum....allaveganna bað Nenna fyrir svakalega góða kveðju til ykkar...
Ég væri nú alveg til í að gista í hvaða herbergi sem er á myndunum nema þá kannski helst í skrímslinu eins og þið segið..maður þyrfti nú örugglega 2 róandi áður en maður sofnaði, þetta er mikið rómantískt og huggulegt að sjá, en spennandi áð sjá eftir breytingar...
Íslendingar eignuðust alheimsfegurðardrottningu í dag, Unnur Birna, dóttir Unnar Steinson, fyrrverandi ferðamálafulltrúi Stykkishólms.. var kosin Ungfrú Heimur í Kína í dag, allir íslendingar duldið stoltir held ég þó þeir fussi út í annað út af fegurðarsamkeppnum.
Annars er allt þetta að fína hér, hér er vorveður, rigning og hlýtt og rok, aðeins dimmara,það birtir bara ekkert allan daginn...Pólítíkin söm við sig, stjórnin fær hvern dóminn á sig á fætur öðrum þar sem þeir eru sakaðir um vanhæfni, eða hafa verið að segja fólki upp ólöglega, eða ekki haft leyfi til hins eða þessa... en allir sitja þeir sem fastast þessar elskur og engin er að gera neitt rangt...þvílíkt molbúasamfélag sem við lifum við.
Nú er bara beðið eftir "the return of Jón Baldvin" ætli hann eigi bara ekki að redda öllu og Bryndís með!!Skruppum aðeins í Smáralindina og keyptum 3 jólagjafir, ekki slæmt á laugardagskveldi kl. hálftíu um kveld, fáir á ferli, allir búnir á því og komnir heim í sófann nema við og nokkrar hræður,fínn tími.
Farið vel með ykkur elskur og passið hjarta og sál...hugsa til ykkar alla daga, fer bráðum að muna eftir að taka upp tólið og heyra í ykkur.'Astarkveðja Hafdís
Einnig kveðja frá Soffíu og Möggu í Grænum markaði

10:23 pm  

Post a Comment

<< Home