Sunday, January 22, 2006

Annað áfall

Hér hefur verið mikið að gera (eins og vanalega). Bói fékk hjartsláttartruflnir fyrir 4 dögum síðan um miðja nótt og ég fór í Sjúmakker uniformið og keyrði hann á spítalann í Somerset West. Vorum því miður ekki með neinn bíl enda Bimminn í yfirhalningu, Búinn að vera frekar bilaður og full þörf á almennilegri viðgerð. Ég hringi í Marise um miðja nótt og bað um bílinn þeirra sem þau komu með strax og svo var bara keyrt eins hratt og ég komst til Somerset West á Spítalann. Bói var lagður inn strax og fór í aðgerð daginn eftir. Það var þrætt og kom í ljós að það voru búnar að vera örvefja gróningar inn í leggnum sem var græddur inn seinast. Það var græddur annar minni leggur inn í hinn og blásið út úr annarri æð sem leit ekki vel út. Hann náði fljótt bata og leið strax betur. Var útskrifaður strax daginn eftir og kom heim. Þarf að vera á lyfjum sem fyrirbyggja höfnun næstu 6 mánuði og það voru lyfin sem hann varð svo veikur af. (engin orka og ekkert úthald). Hann hefur verið mun betri en heilsan er ekki góð. Ætla að reyna að senda hann til Íslands. Þetta er ekki bara erfitt tilfinningarlega, heldur andlega og sérstaklega fyrir hann. Hófý er sem betur fer hérna sem hefur verið mikill stuðningur. Stefnum á að hann fari heim með henni. Lovísa er að koma og verður hérna í 3 mánuði þannig að það verður góður stuðningur fyrir mig. Ég hef það reynar ótrúlega gott, er góður til heilsunnar og líður eiginlega bara ágætlega, þrátt fyrir allt. Hef samt svo miklar áhyggjur af ástinni minni að eiginlega vil ég bara að hann komi sér á klakann og inn í íslenska heilbrigðiskerfið. Höfum ekki efni á fleiri aðgerðum.

Afsakið allar matar myndirnar sem ég setti inn. Er á fullu að hanna nýjan bækling fyrir hótelið og þetta var auðveldasta leiðin til að koma myndum til hans. Jagúar er hérna á fullu og allt er að ganga súper vel 7-9-13. Ráðstefnur framundan og mikið að gera.

Gleði er mætt til vinnu, búin að vera skrítin, enda margt breyst síðan hún var hérna áður en hún veiktist. Átti samtal við hana tveim dögum eftir að hún mætti til vinnu þar sem hún sagði að henni fyndist hún ekki vera velkomin. Ég sagði henni að það væri kjaftæði, enda átti ég starfsmannafund eftir að Bói fór á spítalann og byrjaði á að bjóða hana velkomna og að GL hefði ekki verið sami staður án hennar. Ætlaði ekki að taka þátt í meðvirkni með henni aftur. Gert það alltof oft áður. Hún grét, en ég sagði henni að hún væri velkomin aftur, en ekki sem stjóri. Skrifastofan var öll verið í rugli þegar hún veiktist og að hún skyldi hafa fengið taugaáfall þegar Bói hringdi í hana útaf ráðstefnu sem átti að vera daginn eftir og það var ekki til pappír um hana og að hún skyldi hafa hugleitt sjálfsvíg og að maðurinn hennar kæmi og hótaði Bóa vegna þess að hún væri með allar upplýsingar í höfðinu, en ekkert á pappír væri bara ekki nógu gott. Allt er gott sem endar vel. Hún alla vegna verður ekki stjóri hér lengur og lækkar í launum. Vil samt halda henni hérna enda er hún mjög góð, bara höndlar ekki alla þessa ábyrgð

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elskurnar mínar, það er svo erfitt að lesa þetta verandi svona langt frá ykkur. Guð minn góður hvað ég vona að allt fari vel. Það verður erfitt fyrir þig Villi minn þegar Guðmundur fer heim, en ef Lovísa verður hjá þér verður auðvitað allt auðveldara. Það er alltof mikið álag á ykkur, stanslaust og sér ekki enn fyrir endann á þessu. Gangi ykkur vel elskurnar. Knús og kossar frá Önnu Kristine.

4:03 pm  
Anonymous Anonymous said...

Elsku elsku strákar mínir jee minn eini ég fékk nú bara sjokk við að lesa þetta.. en mikið ROSALEGA hlakka ég nú þá til að fá að hitta þig bói minn ef þú átt eftir að hafa tíma þegar þú kemur heim ég hreynlega hoppaði upp úr sófanum þegar ég las þetta ;) En elsku Villi gott að Lovísa verði hjá þér þá á meðan hún vetir þér góðan styrk.. Og flottar myndirnar sem þú varst að sitja inn Villi ég varð nú bara svöng við að skoða þetta.. en er pakkinn ykkar komin ég sennt hann reyndar á þorláksmessu biðst velvirðingar á því en ég vona nú að hann sé kominn til ykkar!!! Love you a lot and a lot knúsið hvorn annan frá mér kv Jóhanna Maggý og Gunnar Már og Þruma

11:27 pm  
Anonymous Anonymous said...

Það var famelíudinner hjá ömmu Dreka, kjötsúpa með öllu þegar Anna hans Harðar sagði fréttirnar, að Guðmundur stjúpbróðir/sonur væri að koma heim í einhvern tíma, það er auðvitað frábært, en vildi samt að heimkoman væri vegna einhvers annars en hjartavesens...en mikið óskaplega verð ég glöð að sjá þig elsku kallinn minn, og elsku Villi vona að þitt hjarta sé nógu sterkt til að standa vaktina, en auðvitað frábært að Lovísa sé að koma til þín....
Stend á haus í flutningum, en hlakka til að halda kjötsúpuveislu, og Anna Kristine, þér verður að sjálfsögðu boðið líka..Ástarkveðja
Hafdís

12:03 am  
Anonymous Anonymous said...

Eins og þið sjáið er hugur vina ykkar hjá ykkur og við vonum að hlýir straumar frá okkur berist alla leið og hafi læknandi áhrif. Þið lofið okkur að fylgjast vel með heilsu ykkar beggja. Og Villi minn, þú manst að byrgja bara ekkert inni þegar ástin þín fer í heilsubótardvöl á Íslandi, bara gráta eins og þig lystir því tárin lækna. Og en sætt að fá boð í kjötsúpuveislu á Netinu! Takk elsku Hafdís! Þú veist að minnsta kosti hvar ég bý :) !!!
knús og kossar
Anna Kristine.

11:44 am  
Anonymous Anonymous said...

já það birtir upp um síðir alveg máttu bóka það. En ég segi nú bara ekki grenja ifir þessu það leisir ekki neitt heldur harka þetta af þer og bera þig vel. það er ekkert mál að fara í einhvern aumingja gír og sjálfsvorkun. bara stattu eins og maður uppúr þessu eins og klettur og gangi þer vel ekki er verra að biðja guð um stirk. hann hlustar halelúja. Baráttu kveðja .maggi ps. var að koma frá islandi og þar áttum við góða stund saman ég skúli og skari og söknuðum þín og reindum meir að segja að hringja en ekkert gekk en verðum bara að fara að hittast og hafa fjör !!!! lífið er svo stutt.

2:42 pm  
Anonymous Anonymous said...

ja lifid er svo stutt ad eg skellti mer til tekklands og sit nuna a hoteli i karlovy vary med Birnu og vid erum bara ad fila ad lata dekra vid okkur i heitum bodum og nuddi svona a lifid ad vera bara gott. Vona ad tu nair tokum a thessu og farir ad sja ljosid.Amen

6:13 pm  

Post a Comment

<< Home