Monday, February 06, 2006

Henriettu framhaldsagan

Hér gengur lífið sinn vanagang, Jæja kannski ekki alveg enda er ég að vinna meira en ég hef gert nokkru sinnum áður´, eins og það hafi nú ekki verið nóg fyrir. Það er ekki auðvelt að sinna 3 störfum, en það er nú samt merkilegt hvað þetta gengur allt vel. Staffið er á fullu að sinna mér og passa upp á að ég éti og fari mér ekki að voða í of mikilli stjórnun og vinnu. Ég finn stuðningin þeirra á marga vegu og það eru litlu atriðin sem skipta svo miklu máli. Ég er búinn að vera á fullu í bókhaldinu þessa dagana og hef unnið langt fram á kvöld eins og tímar hafa leyft vegna annarra verkefna. Það er víst að koma að VSK uppgjöri fyrir des og jan og svo þarf ég víst hvort eð er að koma með þessar tölur fyrir fasteignasalana.

Hún er búin að vera hérna nokkrum sinnum fasteignasalinn að lýsa yfir áhuga og alvöru þessara “tilvonandi” kaupanda. Hefur verið að þrýsta á mig að fá einhverjar tölur um veltu / kostnað og þ.h. sem ég hef nú ekkert verið of viljugur að gefa, enda erum við ekki að selja fyrirtæki sem er með einhvern gróða. Við höfum eytt öllum gróða í endurbætur og nýjan tækjabúnað, ásamt fl. Þannig að við myndum í raun og veru vera að selja möguleika, en ekki veltu tölur. Eins mikið og við höfum eytt í þetta í markaðsetningu og endurbætur, þá er þetta að sjálfsögðu bandvitlaus tími að selja á. Það hefur verið u.þ.b. 30 % aukning á mánuði seinustu 4 mánuði sem segir manni hversu mikið þessi fjárfesting getur átt eftir að skila sér.

Svo komu hinir fasteignasalarnir líka í dag að skoða pleisið. Ekki auðvelt að sýna þeim allt vegna þess að við viljum ekki láta það berast út að við séum að selja og alls ekki má staffið fá veður af þessu. Þeir voru nokkur bjartsýnir á að þeir myndu geta selt þetta á ca 6 mánuðum, en það er náttúrlega sölu kjaftæði, segja þeir þetta ekki allir. Þeir eru samt mjög faglegir og eru sérhæfðir í sölu á litlum hótelum og gistiheimilum, þannig að það er kannski bara eins gott að sjá til.

Henriettu Vlugter framhaldssagan:
Derreck Turner er búin að vera í reglulegu sambandi við mig til að láta mig vita hvernig málin þróast. Hann átti fund með ferðamálaráði þar sem hann sagði þeim hvað væri í gangi. Þau báðu hann um að bíða aðeins með þennan undirskrifarlista og í staðinn myndu þau senda einhvern til að reyna að koma vitinu fyrir Henríettu og útskýra fyrir henni hvað hún væri að koma sér í slæm mál með þessari framkomu og að hún gæti átt það á hættu að vera hrakin úr bænum. Hún var hrakin frá Franshoek þar sem hún bjó áður, vegna þess að hún hafði þar gert öllum lífið leitt með eilífum kvörtunum undan hávaða, kvartaði meira að segja yfir kirkjuklukkunum þar. Ég ætti að fara að heyra frá Derreck fljótlega um framhaldið.

Ég hef verið að reyna að vera duglegur að kýkja í heimsókn til vina okkar hérna í bænum og hef komist til Jennýar og Marisar. Ekki merkilegt afrek. Ætlaði að fara til Volgu í dag og halda upp á með henni að hún er búin að selja húsið sitt, en hún þurfti að afboða, þannig að ég fór bara í mína reglulegu leggju og svo beint í bókhaldið sem ég verð væntanlega í eitthvað fram eftir kvöld. Sakna Gullsins míns og er frekar einmana, en reyni að drekkja mér í vinnu svo ég sé nú ekki mikið að hugsa um það. Var ég búin að gefa ykkur símann hjá Bóa, ef ekki þá er númerið 846 2567. Love and leave you.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bara svona rétt að láta þig vita af einu setti af leynilesurum sem eru stundum að fylgjast með ykkur þó að við höfum ekki látið frá okkur heyra fyrr. Gangi þér vel að höndla þetta einn Villi minn og baráttukveðjur til þín Bói:)
Vinarkveðjur Óskar og Halla

6:40 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ honey, einhvern veginn tókst mér að missa af Henriettu málinu og sýnist ég hafa misst af miklu. Takk fyrir að setja númerið hans Guðmundar, þá getur maður hringt í hann. Þú ert hetja að vera þarna einn elskan mín. Knús og kossar frá Önnu Kristine.

11:10 am  

Post a Comment

<< Home