Sunday, October 31, 2004

30 October 2004

Núna um helgina er "Rose Festival" þannig að við erum með sérstakan matseðil í tilefni hátíðarhaldanna. Við erum farin að vera nokkuð örugg með okkur hérna og finnst að við séum að ná tökum á rekstrinum. Fullt eftir en þetta er svona að mjakast í rétta átt. Alla seinustu viku er ég meira og minna búinn að vera læstur inn á þessari litlu skrifstofu holu hérna. Finnst það ekki sérlega skemmtilegt, en það þarf víst að sinna rekstrinum við aðstæður sem er ekki mjög góðar. Og netsambandið hérna er hægara en hægt, alltaf að frjósa og æji ég nenni ekki að tala um það.

Fór á markaðinn í gær og það var allt troðfullt af fólki vegna hátíðarhaldanna. Það var mjög gaman, en minnti samt eiginlega á troðninginn niðrí bæ á 17. júni eða Kringluna eftir kl 5 á föstudögum. fór á blómasýninguna sem var mjög gaman. Þar hafði verið keppni um fallegustu rósina, og svo var fullt af blómaskreitingum. Guðmundur hefði haft mjög gaman af því, en hann verður víst að láta sér nægja myndirnar sem ég tók.

Við Jóhanna ákváðum í gær eftir hádegi að við ætluðum að vera í fríi. Fengum okkur í glas hérna á hótelinu, en svo allt í einu lennti ég í því að taka á móti gestum og sinna þeim. Ekki mjög smart að eigandi sé tippsí að vinna. Maríus (Duty Manager) hafði farið að keyra starfsfólkið heim og sækja kvöldvaktina og gleymdi að sjá til þess að einhver gæti gert þetta. (þetta er endalaus akstur fram og til baka að keyra starfsfólkið, meira um það seinna) Þetta reddaðist nú allt saman. Við Jóhanna ákváðum að fara til Jenny í drinkiepoo eins og það er kallað herna. Dvöldum góða stund þar og skemmtum okkur mjög vel. Fórum síðan á Central barinn á Greyton Hótel. Ömulegur bar og þetta er ekki rekið sem hótel lengur. Spjölluðum aðeins við eigandan þar og kærustuna hans. Fórum svo að skoða rúm sem eru til sölu hjá fólki sem er að flytja og vill losna við tvö rúm. Þau voru mjög falleg bæði og við ákváðum því að ræða aðeins betur við þau seinna í dag.

Komum svo hérna á hótelið okkar og þar voru Marise og Neil að fá sér drinkiepoo í garðinum okkar. Spjölluðum við þau og fengum okkur að borða af glæsilega matseðlinum sem var settur saman í tilefni hátíðarhaldanna í bænum. Það er ágæt heimasíða með upplýsingum um bæinn og hvað er í gangi. Slóðin er: www.greyton.net Endilega tékkið á því. Fórum snemma að sofa og vöknuðum snemma eins og vanalega hérna.

Það er mjög heitt í dag Líklega nálægt 30 gráðum. Nokkrir gestir búnir að vera í hádegismat þannig að það gengur all vel. Smá starfsmanna bögg. Charlene sem er þjónn og vinnur líka í reception hringdi með afsökun og sagðist ekki geta komið. Sagði að dóttir hennar hefði fengið asma og hún hefði þurft að fara til Cape Town með hana til að fá úða eitthvað dót. Þetta er nátturlega bara lygi. Hún var með dóttirina sem 3 eða 4 í fegurðarsamkeppni í gærkvöldi og svo hefur hún bara farið að djamma eftir það og nennti ekki í vinnuna. Ég sagði henni að ef henni þætti vænt um starfið sitt þá skyldi gjöra svo vel að koma eins fljótt og hún gæti. Næsta sjúkrahús er í Caledon sem er hálftíma akstur og því hefði hún ekki átt að þurfa að fara til Cape Town. Hún býr með foreldrum sínum og tveim fullorðnum systkinum sem gætu hæglega sinnt barninu. Charlene er eina fyrirvinnan í fjölskyldunni og þess vegna ætti hún að passa aðeins betur upp á starfið sitt. Hún er nú samt ágæt. Við köllum hana frú Gulltönn okkar á milli vegna þess að hún er með svo mikið gull í framtönnunum. Ég kem til með að spjalla svolítið alvarlega við hana þegar hún kemur.

Gunni og Jóhanna eru búin að vera alveg meirháttar hjálp hérna. Þau reka veitingastaðinn algerlega fyrir okkur og standa sig mjög vel. Ég var að segja þeim að koma sér í burtu í alla vega einn dag. Þau þurfa á því að halda að komast eitthvað frá Greyton, skemmta sér smá og losna við að hanga með þessu "gamla" fólki sem við umgöngust hérna. Þau eru að spá í að fara eitthvað á morgun. Jæja má ekki vera að þessu lengur í bili

1 Comments:

Blogger Ása Hildur said...

Æði að sjá að síðan er að fara í gang. Endilega haltu áfram að blogga elsku brói.

12:32 am  

Post a Comment

<< Home