Tuesday, December 07, 2004

7. desember 2004

Tókst loksins ad koma myndunum inn a bloggið. Var auðveldara en ég hélt. Hér gengur allt sinn vanagang, vesen med starfsmannamál eins og alltaf. Nú er hún Aunt Ellen (sem er í uppvaskinu) med svo mikla lungnaverki. Hún er búinn að vera ad halda utan um rifbeinin á sér og borið sig illa, sem er ólikt henni vegna þess ad hún er ein af þessum sem er alltaf á fullu. Hún neitaði að fara til læknis vegna þess ad hún er hrædd vid lækna. Okkur tókst loks ad pína hana i dag og Guðmundur er núna med henni i skoðun. Vonandi er þetta ekkert alvarlegt, vegna þess að Aunt Ellen er einn af uppáhalds starfsmönnunum okkar hérna. Svolitið vidkvæm og hefur átt erfiða ævi. Hún hefur sagt upp nokkrum sinnum eftir að við tókum við og hlaupið i burtu grátandi vegna þess að einhver hefur sagt eitthvað ljótt vid hana eða verid ókurteis. Við erum nú samt alveg búnir ad læra á þessi köst hennar og náum henni alltaf. Hún á eiginmann sem lemur hana og elsti sonur hennar er i fangelsi eftir ad hafa brotist inn hjá Brian. Ekki gott. Miðsonurinn hefur eitthvad verið i glæpum og rugli og nú lítur út fyrir að yngsti sonurinn sem er 9 ára sé að stefna á sömu braut. Þetta er ekki audvelt fyrir hana, hún sem er svo góð kona. Hún er köllud Aunt vegna þess að það er heiðurstitill, ekki vegna þess að hún sé elst eða eitthvad þannig. Hún er alveg tannlaus og gengur oft um med "Dior" slæðu á hausnum. Hún er jafngömul og ég, en litur út fyrir ad vera miklu eldri. Hún hefur ábyggilega verið mjög falleg og gæti sjálfsagt orðið það aftur ef hú fengi tennur, blessunin.

Ami sem er viðhaldsmaðurinn okkar, med verkefnalista sem verður bara lengri og lengri med hverjum deginum sem líður, er lika tannlaus. Hann er lika einn af okkar traustustu og bestu starfsmönnum. Hann hjólar i vinnuna a hverjum degi eda hleypur. Er að æfa sig undir marathon. Bædi hann og Aunt Ellen munu fá falskar tennur frá okkur sem sérstakan bónus vid fyrsta tækifæri. Svona ungt folk sem lítur út eins og gamalmenni vegna tannleysis.

Guðmundur var ad koma rétt í þessu með Aunt Ellen til baka. Sem betur fer var þetta bara þvagfærasýking sem hún fékk lyf við. Hún ætti að skána mjög fljótt sagði læknirinn.

Erum í smá basli med gáminn. Það leit út fyrir i morgun að við þyrftum að fara til Cape Town og sýna þar vegabréfin okkar og innflytjendaleyfid (sem er loksins komid). Jenny hringdi i morgun og það vill svo vel til ad systursonur hennar vinnur hjá þessu skipafélagi hérna og hann sér einmitt um svona mál. Hann er núna á fullu ad reyna ad redda þessu og fá gáminn sendan hingað til Greyton. Svona getur nú skrifræðið verið erfitt hérna stundum. Og alltaf kemur einhver vinur okkar hérna okkur til hjálpar. Við erum blessaðir med góðum vinum.

Annars er allt bara gott. Heilsan er komin í gott lag hjá mér fyrir utan smá augnvesen, sem er trúlega bara ofnotkun a linsum og þreytu. Hvíli mig á linsunum i bili og vonandi lagast þetta þá.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home