Ekkert gekk upp....
Hæ kæru vinir
Í gær var versti dagurinn okkar síðan við tókum við. Jæja kannski ekki versti en okkur leið alla vegna þannig. Það var ekkert að ganga upp í eldhúsinum hjá henni Louhna sem er yfirkokkur hérna. Maturinn var að koma út tveim til þremur tímum og seint og það vantað smjör, brauð, lax, og ég veit ekki hvað. Endaði á að ég sprakk við hana eftir að einn gestur sem hafði fengið grænmetisúpu "ældi". Fullyrtii að það væri eitthvað kjöt í súpunni. Spurði Louhnu hvort það gæti verið. Nei, Karen gerði súpuna í gær og hafði sagt Louhnu að þetta væri grænmetissúpa. Í GÆR, öskraði ég á hana. er þetta ekki súpa dagsins. það voru einungis tvö borð sem voru ánægð í gær, restinn var hundóánægð og við þurftum að taka matinn af reikningnum þeirra. Höfum tapa ca 2000 Rand í gærkvöldi á þessu og ekki bara það, heldur hefur orðspor okkar beðið alvarlegan hnekk. ég helti mér yfir Louhnu. Fór svo yfir það með henni hvort allt væri til í morgunmatinn. NEI, þá vantaði appelsínusafa og hitt og þetta. Og ekki hafði hún athugað að biðja neinn um að kaupa þetta. Fyrstu gestir í morgunmat klukkan sjö og vantar fullt til að gefa þeim morgunmat og allar búðir lokaðar til 8.
Jæja morgunmaturinn reddaðist nú allveg. Við áttum fund með Louhnu í morgun þar sem hún var lækkuð í tign úr yfirkokki í aðstoðarkokk og Karen fær sömu meðferð þegar hún kemur á morgun. Þetta er bara ekki hægt. Ég fór yfir lagerstöðunu með henni og ruglið sem hefur átt sér í innkaupum er þvílíkt mess. Ohh, liggur við að maður fari bara að gráta. Henni var tilkynnt það að við treystum henni og okkur líkaði ekki "attitudið" hennar. Alltaf í fílu, ókurteis við þjónana og hún hefði ekkert frumkvæði þótt það væri búið að gefa henni allt frelsi í heiminum til að kaupa hvað sem hún vildi i hráefnum, bókum og að gera nýja matseðla. Jæja ég er búinn að vera með henni í allan dag að undibúa kvöldið, sjá til þess að nóg sé til af öllu. Súpa og pasta kvöldsins sé skrifuð þar sem þjónarnir geta lesið það. Svo er ég búinn að vera með henni að undirbúa matinn. Sjá til þess að allt sé gert rétt. Þetta hefur gegnið svo vel og Louhna hefur jafnvel virkað ánægðari en ég hef séð hana áður. E.t.v þurfti þetta til þess að ná virðingu hennar. Hún er búinn að vera spyrja mig er þetta í lagi, viltu að gera þetta öðruvísi og svo framvegis. hef trú á að þetta komi allt til með að ganga upp. Verst bara að þetta tekur tíma af mér á skrifstofunni sem ég hafði nú alls ekki of mikið af. Alla vegna hafa allir gestir verið í skýjunum í kvöld með matinn og þjónustuna. Held jafnvel að eina vandamálið hafi verið að Louhna vann of hratt. réttirnir voru til á 10 - 25 mínutum frá því að pöntunin kom inn í eldhús. Merkilegt samt að þessi tvö borð sem voru ánægð gáfu ekkert þjórfé, en flestir þessara óánægðu gesta gáfu þjónunum þjórfé með þeim orðum að það væri fyrir þau og ekki eldhúsið.
það var nú ekki nóg með að eldhúsið virkaði ekki. Einn gestur kvartaði yfir fúkkalykt í herberginu þannig að ég færði hann í annað herbergi. Þar var ekkert heitt vatn þannig að ég þurfti að ræsa út Piparann okkar sem kom strax og lagaði þetta. Þá virkaði ekki kaffivélin í herberginu, það vantað borðlampana (höfðu verið teknir inn á veitingastaðinni og hafði nátturlega gleymt því) og svo vantaði ruslafötu líka. Oh boy, þetta er never ending story.
Góðar fréttir
Í gær réðum við loksins bílstjóra til að keyra og hann kemur til með að keyra allar ferðir nema tvo eftirmiðdaga í viku sem kemur til með að gefa okkur þvílíkt frelsi.
Svona er nú lífið hérna. Maður vaknar eldsnemma á morgnanna við fuglasöng. Svo röltir maður niður á hótel og heldur að allt sé í lagi þanngað til einhver krísan byrjar. Við erum nú samt að verða betri og betri að leysa þessar krísur án þess að taka það of mikið inn á okkur. Erum alla vegna báðir aftur mjög stoltir af hótelinu okkar og veitingastaðnum. á morgun verðum við með jólamat heima fyrir allt starfsfólkið okkar. það verður spennandi að sjá hvernig það fer.....
Í gær var versti dagurinn okkar síðan við tókum við. Jæja kannski ekki versti en okkur leið alla vegna þannig. Það var ekkert að ganga upp í eldhúsinum hjá henni Louhna sem er yfirkokkur hérna. Maturinn var að koma út tveim til þremur tímum og seint og það vantað smjör, brauð, lax, og ég veit ekki hvað. Endaði á að ég sprakk við hana eftir að einn gestur sem hafði fengið grænmetisúpu "ældi". Fullyrtii að það væri eitthvað kjöt í súpunni. Spurði Louhnu hvort það gæti verið. Nei, Karen gerði súpuna í gær og hafði sagt Louhnu að þetta væri grænmetissúpa. Í GÆR, öskraði ég á hana. er þetta ekki súpa dagsins. það voru einungis tvö borð sem voru ánægð í gær, restinn var hundóánægð og við þurftum að taka matinn af reikningnum þeirra. Höfum tapa ca 2000 Rand í gærkvöldi á þessu og ekki bara það, heldur hefur orðspor okkar beðið alvarlegan hnekk. ég helti mér yfir Louhnu. Fór svo yfir það með henni hvort allt væri til í morgunmatinn. NEI, þá vantaði appelsínusafa og hitt og þetta. Og ekki hafði hún athugað að biðja neinn um að kaupa þetta. Fyrstu gestir í morgunmat klukkan sjö og vantar fullt til að gefa þeim morgunmat og allar búðir lokaðar til 8.
Jæja morgunmaturinn reddaðist nú allveg. Við áttum fund með Louhnu í morgun þar sem hún var lækkuð í tign úr yfirkokki í aðstoðarkokk og Karen fær sömu meðferð þegar hún kemur á morgun. Þetta er bara ekki hægt. Ég fór yfir lagerstöðunu með henni og ruglið sem hefur átt sér í innkaupum er þvílíkt mess. Ohh, liggur við að maður fari bara að gráta. Henni var tilkynnt það að við treystum henni og okkur líkaði ekki "attitudið" hennar. Alltaf í fílu, ókurteis við þjónana og hún hefði ekkert frumkvæði þótt það væri búið að gefa henni allt frelsi í heiminum til að kaupa hvað sem hún vildi i hráefnum, bókum og að gera nýja matseðla. Jæja ég er búinn að vera með henni í allan dag að undibúa kvöldið, sjá til þess að nóg sé til af öllu. Súpa og pasta kvöldsins sé skrifuð þar sem þjónarnir geta lesið það. Svo er ég búinn að vera með henni að undirbúa matinn. Sjá til þess að allt sé gert rétt. Þetta hefur gegnið svo vel og Louhna hefur jafnvel virkað ánægðari en ég hef séð hana áður. E.t.v þurfti þetta til þess að ná virðingu hennar. Hún er búinn að vera spyrja mig er þetta í lagi, viltu að gera þetta öðruvísi og svo framvegis. hef trú á að þetta komi allt til með að ganga upp. Verst bara að þetta tekur tíma af mér á skrifstofunni sem ég hafði nú alls ekki of mikið af. Alla vegna hafa allir gestir verið í skýjunum í kvöld með matinn og þjónustuna. Held jafnvel að eina vandamálið hafi verið að Louhna vann of hratt. réttirnir voru til á 10 - 25 mínutum frá því að pöntunin kom inn í eldhús. Merkilegt samt að þessi tvö borð sem voru ánægð gáfu ekkert þjórfé, en flestir þessara óánægðu gesta gáfu þjónunum þjórfé með þeim orðum að það væri fyrir þau og ekki eldhúsið.
það var nú ekki nóg með að eldhúsið virkaði ekki. Einn gestur kvartaði yfir fúkkalykt í herberginu þannig að ég færði hann í annað herbergi. Þar var ekkert heitt vatn þannig að ég þurfti að ræsa út Piparann okkar sem kom strax og lagaði þetta. Þá virkaði ekki kaffivélin í herberginu, það vantað borðlampana (höfðu verið teknir inn á veitingastaðinni og hafði nátturlega gleymt því) og svo vantaði ruslafötu líka. Oh boy, þetta er never ending story.
Góðar fréttir
Í gær réðum við loksins bílstjóra til að keyra og hann kemur til með að keyra allar ferðir nema tvo eftirmiðdaga í viku sem kemur til með að gefa okkur þvílíkt frelsi.
Svona er nú lífið hérna. Maður vaknar eldsnemma á morgnanna við fuglasöng. Svo röltir maður niður á hótel og heldur að allt sé í lagi þanngað til einhver krísan byrjar. Við erum nú samt að verða betri og betri að leysa þessar krísur án þess að taka það of mikið inn á okkur. Erum alla vegna báðir aftur mjög stoltir af hótelinu okkar og veitingastaðnum. á morgun verðum við með jólamat heima fyrir allt starfsfólkið okkar. það verður spennandi að sjá hvernig það fer.....
0 Comments:
Post a Comment
<< Home