Wednesday, December 29, 2004

Nú er ég þreyttur

Hér er búið að vera mjög mikið að gera. 10 til 15 borð á hverju kvöldi og slatti líka í hádegismat. Eldhúið er komið á ystu nöf og getur ekki höndlað þetta. Þrátt fyrir að ég sé þar og Bói að þjóna. Réttirnir geta tekið rúman klukkutíma að koma og þá verða gestirnir óánægðir og Bói er á fullu að reyna að tala þá til. Flestir gestirnir eru nú samt mjög ánægðir og við erum að fá mjög jákvæð ummæli frá mörgum.

Jafnvel talað um endurreysn staðarins sem var þekktur fyrir rúmum tíu árum sem besti veitingastaður á svæðinu þótt víðar væri leitað. Þetta er samt að verða of mikið. Við erum báðir orðnir mjög þreyttir, þrátt fyrir að við höfum gaman a þessu. Þetta er bara ....jæja besta að hætta þessu tuði.

Jóhanna og vinkona hennar koma um miðja janúar og þá minnkar nú aðeins álagið á okkur. svo kemur Ragna vinkona í janúar líka og tekur alla starfsmennina okkar í sálfræðitíma til að þjappa þeim enn betur saman. vonandi tekur hún okkur líka á bekkinn. Hlökkum mikið til að fá hana.

fórum með Þrumu til dýralæknis í dag. Bói hafði áhyggjur af því að hún væri komin með "tick fever" Þetta eru lítil skorkvikindi sem leggjast á menn og dýr og gera mann mjög alveralega veikan og drepa oft hunda ef þeim er ekki sinnt. Við erum búnir að vera á fullu að taka "tick" af henni. Mjög erfitt þar sem þær fara undir húðina ef þær eru ekki teknar strax af. Búnir að banna Þrumu að fara í garðinn hjá okkur á Park Street þar sem hann er fullur af ticks. Þetta virðist vera árstími þar sem þær eru að klekjast út og ráðast á allt.

Við erum núna að ganga frá og förum vonandi heim fljótlega. Höfum ekki borðan enn, en eldum okkur núðlur þegar við komum og hrinjum svo í rúmið. Góða nótt

0 Comments:

Post a Comment

<< Home