Monday, March 14, 2005

Meiri þjófnaðir

Frú Gleði var veik í dag þannig að ekki var hægt að halda starfsmannafundinn í dag. Frestasta væntanlega fram yfir ráðstefnu. Ekki hægt að hafa slæman móral meðan allt er í húfi að hlutirnir gangi upp. Stóð reyndar Leann (búið að skíra hana Frú Þrjósku) að þjófnaði (eða gleymsku). Hún tók einn svaladrykk af barnum í gær þegar hún var að fara heim og skrifaði hann ekki. Það verður tekið á því þegar hún mætir næst!

Erum búin að vera í allan dag að tæma ráðstefnusalinn. Það var svo ótrúlega mikið dót þar sem við Bói höfum safnað í gegnum árin. Bækurnar fóru á bókasafnið sem stendur nú loksins undir nafni og svo fór fullt af myndum og speglum inn í hin og þessi herbergi. Fullt af dóti upp á háaloft, upp á Park street, upp í "maintainance" herbergi og ég veit ekki hvert. Ráðstefnu herbergið er að verða tilbúið aftur.

Gilitrutt fer í herbergi 20 að strauja og að geyma allt línið og þá verður þetta allt tilbúið einum degi fyrir ráðstefnuna. Ég kláraði að gera auglýsingaskilit fyrir ferðamálaráð hér í bæ í dag og sagði að nú værum við loksins orðnir tilbúnir og stoltir af staðnum okkar og nú mættu þær fara að mæla með okkur. Var mjög stoltur þegar hú tók niður auglýsingaskiltið frá Post house (aðal keppnisaðilinn okkar) og sagði að það mætti nú taka eldspýtu og kveikja í þeim stað. Þau myndu alla vegna ekki mæla með honum.. Því miður eru við ennþá með gömlu bæklingana og þvílíkur munur sem við sáum þegar ég var að lýsa því fyrir þeim hvað allt væri breytt. Það eru næstum allar myndirnir og upplýsingarnar í bæklingunum úreltar. Bað þau um að segja að þetta væri nýr staður sem víkingar (blody vikings) ræku.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home