Tuesday, May 31, 2005

Venjulegur dagur í lífi okkar

Ég vakna yfirleitt eða losa svefn uppúr fimm, Næ stundum að dotta aðeins til að ganga sjö. Um hálf átta fer ég að ná í staffið sem býr í þorpinu handan við hæðina eða í Genadendal sem er um 10 mínútur akstur í burtu. Þarf yfirleitt alltaf að bíða eftir Gleði og Frekju. Þær eru alltaf soldið seinar, laga á sér hárið eða eitthvað. Hvað veit ég. Hárið er allavegna mikð mál hjá þeim enda allar með mjög gróft hár og þær eyða miklum tíma í að slétta það.

Svo kemur maður hingað og byrjað að hjálpa þeim að undrbúa morgunmat eða maður hellir bara upp á kaffi fyrir sjalfan sig og kannski gestina lika, Svo fær maður kaffið sitt og nokkrar sígó með. Svo fer maður með að skrá hvað voru margir að borða í gær. Áríðandi að halda statistík! Svo tékkar maður á tölvupóstum og svarar ef eitthvað hefur komið. Þetta er nú ekki eins og á Tower þar sem 98 % af öllum fyrispurnum og bókunum komu í gegnum netið, Ætli það sé ekki ca 10% í gegnum netið hérna og samt er okkur sagt að heimasíðan okkar sé sú vinsælasta í Greyton.

Svo fer maður í bankaviðskiptin. Greiða reikninga og nóg er nú af þeim. Bíllinn var tilbúinn í dag: Vegna þess hvað það var dýrt að fá orginal varahluti, og ekki fannst notað, þá var hluturinn smíðaður fyrir okkur. Sluppum frekar ódýrt en samt var þetta dýrt fyrir blanka hóteleigendur. Þurfti svo að fara til Caledon, að ná í peninga fyrir launum. Gott að geta farið á okkar bíl og reykt á leiðinni. Skilaði í leiðinni gas brennara sem hefur verið notaður til að gera Creme Brulee (það besta sem er til í heiminum, homemade hjá okkur) Fékk nýjan og svo var hápúnkturinn að fara í bakaríið og kaupa sér nýtt rúnnstykki til að narta í á leiðinni heim.

Kom um eitt leitið heim og þá var Jóhanna í heimsókn. Mátti ekki vera að því að tala við hana lengi. Náðum samt að skoða Moggann saman með viðtalinu. Ingveldur sendi okkur eintak. Kærar þakkir. Fór svo í bókhaldið. Erum alltof langt á eftir og ég er núna á fullu að færa það inn, Tölvan sem við höfðum fært það inn á brann yfir og allt var glatað. Þurfti því að byrja upp á nýtt. Er langt kominn með mars. Og þegar hann er búinn getum við farið með allt draslið til endurskoðandans okkar sem gengur frá þessu fyrir okkur..

Vann til Þrjú,en þá var ég orðinn þreyttur. Bói hafði reyndar vaknað snemma líka, aldrei þessu vant. Við höfum skipt alveg um rithma. Ég vakna snemma og hann seint. Skrítið. Hann var búinn að vera sð dúlla í garðinum í allan dag. Jæja ég fór að leggja mig um þrjú leitið. Setti á spólu. Var einhvern tíma svo duglegur að taka upp sjónvarpið heima. Innsetningarræðan hana Óla forseta og svo einhver leiðinleg mynd. Var ekkert sifjaður svo ég dreif mig bara niður á hótel. Sat þá ekki Bói úti (ca. 6) í hífandi roki). Ég pantaði mér mat strax, enda mjög svangur eftir að hafa einungis fengið rúnnstykkið í Caledon. Horfði svo á Weakest Link með Anne Robertson. Uppáhaldsprógrammið mitt. Svo komu gestir og þá þurfti maður að flýja út. Svona er það nú að vera ennþá reykingarmaður. Það er reyndar ekkert svo kallt ennþá. Ca 18 gráður en frekar hvasst. Sit samt í skjóli.

Það eru tvö borð inni. Seinustu tvo daga hefur ekki verið einn einasti gestur þannig að við bjóðum þá velkomna. Bói er hlaupandi út og inn til þess að sjá til þess að allir séu ánægðir. Það er bara einn þjónn á vakt og það er nú svosem alveg nóg með einungis tvö borð. Svo keyri ég staffið heim á eftir og vonandi komust við nægilega snemma heim til þess að kveikja upp í arninum. Það er nefnilega farið að kólna aðeins og húsin héra eru nú ekki byggð eins og heima. Engin einangrun og fáir ofnar. Erum nú samt með tvo rafmagnsofna hjá okkur og arinn þannig að það verður nú ekki mjög kallt hjá okkur. Það var drullukuldi þegar ég vaknaði í morgun, en hitnaði mjög fljótt þegar sólin kom upp um hálf níu.

Við hittum ekki margt fólk hérna fyrir utan gesti. Eigum samt fullt af stuðningsfólki en því mður höfum við ekki mikinn tíma til að hitta aðra (eða þeir ekki okkur) Söknum þess soldið. Höfum það samt alveg yndislegt saman bara tveir og ástin blómstrar hjá okkur.

Jæja, held að borðin séu að verða búin að borða og staffið fer að bíða fljótlega. Ætla því að drífa mig að hlaða þessu til ykkar (og það telkur nú tímann sinn með einföldum símalínum hérna), áður en ég tek staffið heim.

Love and leave you

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sælir strákar, það er líklega kominn tími til að maður láti heyra aðeins í sér... Við Palli fylgjumst vel með þessu ævintýri ykkar og það er fastur liður hjá okkur að lesa saman hvað á daga ykkar drífur, svona eins og þegar maður hlustaði á óskalög sjúklinga í gamla daga :o Íslenska sumarið er aaaaaalveg að koma og Palli gerir ekkert annað en að bera inn mold þessa dagana, enda hefur gripið hann gríðarlegur áhugi á blómrækt hérna á svölunum að annað eins hefur ekki sést hérna í ofanverðum Laugardal. Jafnvel grasagarðurinn stenst illa samanburðinn! Ég er að spá í að fjárfesta mér í sveðju svo ég geti rutt mér leið út úr þessum frumskógi þegar líður á sumarið. Erum annars bara ofsalega hressir og miklu stuði í.

Gaman að heyra að hlutirnir eru alltaf að ganga betur og betur. Go girls!!!

kv. Frosti

8:55 pm  

Post a Comment

<< Home