Veturinn er að koma
Sit hérna úti rétt rúmlega klukkan átta að morgni. Skítkalt, það fór niður i núll gráður í nótt. Bíllinn var allur hrímaður og ég þurfti að skafa. Það er nú samt heiðskírt, þannig að þegar sólin kemur, þá hlýnar fljótt. Hilca-Ann er að dúka borðin í garðinum. Grasið er allt frosið, þannig að það er næstum eins og að labba á snjó. Hún þarf næstum að skafa af borðunum. Hún er ótrúlega dugleg oftast, en þetta fannst mér nú samt hámark dugnaðarins hjá henni, enda ekki mjög líklegt að einhver komi og vilji morgunmat úti núna. Núna er bara beðið eftir að snjórinn komi í fjöllin. Það er víst mikið aðdráttarafl í því, vegna þess að fólk sér ekki snjó hér oft. Því er reiknað með að fólk þyrpist hingað til að sjá hann þegar (og ef) hann kemur.
Það er búið að vera svakalega rólegt að gera hjá okkur. Varla sést gestur og við höfum lokað klukkan átta og keyrt staffið heim. Það verður nú samt eitthvað að gera um helgina en svo verður næsta vika mjög róleg líklega. Svo erum við með tvær ráðstefnum í röð þannig að þá verður mikið að gera. Hlakka til, vegna þess að það kemur svona einhver leti í mann (og staffið líka) þegar það er svona lítið að gera.
Búið að vera rottu og músa faraldur hérna. Það er eins og þær komist allsstaðar inn. Samt er búið að eitra og eitra og það eru gildrur útum allt. Það eru nú samt vísbendingar um að þessu sé að linna. Get ekki sagt hvaða, gæti fælt fólk frá þvi að koma. Við erum að hugsa um að fá okkur reykbombur og svæla restina út. Þurfum þá að loka í tvo daga. Gæti nú svosem verið ágætt fyrir okkur Bóa, vegna þess að þá komust við kannski í burtu í smá frí. Ætlum nú samt að sjá aðeins til í nokkra daga, áður en við ákveðum að gera það.
Erum á fullu að tæma ráðstefnu salinn, eina ferðina enn. Svo á að þrífa hann hátt og lágt. Höfum notað staffið í að þrífa mjög vel núna þegar svona rólegt er. Eldhúsið er allt að koma til. Það var nú ekki mjög gott ástand þar. Staffið virðist ekki hafa mikið frumkvæði að alvarlegum þrifum, nema því se sagt til.
Þarf líka að fara til Caledon að ná í peninga fyrir launum og versla inn fyrir eldhúsið. Höfum haft öll innkaup í lágmarki og því pantað lítið frá birgjunum okkar. Gleði er búin að vera veik alla vikuna. Er með slæmt asma kast. Asmi er ótrúlega algengur hérna, sérstaklega hjá litaða fólkinu. Ekki kannski skrítið miðað við hvernig þau búa. Fæst hafa þau heitt vatn eða einhverja ofna, þannig að það verður skítkalt inni hjá þeim. Oft á morgnanna þegar maður fer að ná í staffið, sér maður fólk fyrir utan hjá sér að kveikja upp eld til að hlýja sér. Það er sorglegt að sjá þessa fátækt hérna hjá þessu fólki. Þau eru á ótrúlega lágum launum og öll rafmagnstæki kosta það sama eða meira hérna en á Íslandi. Tókum eftir þessu þegar við byrjuðum að endurnýja öll rúmin og línið hjá okkur. Þetta var eiginlega allt dýrara en þegar við versluðum allt fyrir Tower á sínum tíma á Íslandi. Virðist vanta alla samkeppni á þessu hérna.
Er orðinn loppinn á höndunum og get því ekki skrifað meira í bili. Love and leave you.
Það er búið að vera svakalega rólegt að gera hjá okkur. Varla sést gestur og við höfum lokað klukkan átta og keyrt staffið heim. Það verður nú samt eitthvað að gera um helgina en svo verður næsta vika mjög róleg líklega. Svo erum við með tvær ráðstefnum í röð þannig að þá verður mikið að gera. Hlakka til, vegna þess að það kemur svona einhver leti í mann (og staffið líka) þegar það er svona lítið að gera.
Búið að vera rottu og músa faraldur hérna. Það er eins og þær komist allsstaðar inn. Samt er búið að eitra og eitra og það eru gildrur útum allt. Það eru nú samt vísbendingar um að þessu sé að linna. Get ekki sagt hvaða, gæti fælt fólk frá þvi að koma. Við erum að hugsa um að fá okkur reykbombur og svæla restina út. Þurfum þá að loka í tvo daga. Gæti nú svosem verið ágætt fyrir okkur Bóa, vegna þess að þá komust við kannski í burtu í smá frí. Ætlum nú samt að sjá aðeins til í nokkra daga, áður en við ákveðum að gera það.
Erum á fullu að tæma ráðstefnu salinn, eina ferðina enn. Svo á að þrífa hann hátt og lágt. Höfum notað staffið í að þrífa mjög vel núna þegar svona rólegt er. Eldhúsið er allt að koma til. Það var nú ekki mjög gott ástand þar. Staffið virðist ekki hafa mikið frumkvæði að alvarlegum þrifum, nema því se sagt til.
Þarf líka að fara til Caledon að ná í peninga fyrir launum og versla inn fyrir eldhúsið. Höfum haft öll innkaup í lágmarki og því pantað lítið frá birgjunum okkar. Gleði er búin að vera veik alla vikuna. Er með slæmt asma kast. Asmi er ótrúlega algengur hérna, sérstaklega hjá litaða fólkinu. Ekki kannski skrítið miðað við hvernig þau búa. Fæst hafa þau heitt vatn eða einhverja ofna, þannig að það verður skítkalt inni hjá þeim. Oft á morgnanna þegar maður fer að ná í staffið, sér maður fólk fyrir utan hjá sér að kveikja upp eld til að hlýja sér. Það er sorglegt að sjá þessa fátækt hérna hjá þessu fólki. Þau eru á ótrúlega lágum launum og öll rafmagnstæki kosta það sama eða meira hérna en á Íslandi. Tókum eftir þessu þegar við byrjuðum að endurnýja öll rúmin og línið hjá okkur. Þetta var eiginlega allt dýrara en þegar við versluðum allt fyrir Tower á sínum tíma á Íslandi. Virðist vanta alla samkeppni á þessu hérna.
Er orðinn loppinn á höndunum og get því ekki skrifað meira í bili. Love and leave you.
1 Comments:
það var yndislegt að heyra í þér, hringi fljótlega aftur...en...
sambandi við mýsnar þá er eitt sem þær þola engan veginn, það er laukurinn af blóminu keisarakróna,
fritillaria imperialis,lulea maxima.
Brytja þennan lauk og dreifa honum, þetta hefur svínvirkað allstaðar sem ég hefi heyrt um, m.a. er sumarbústaðurinn i Hvassahrauninu algjörleg músafrír eftir að þau brytjuðu niður 2-3 lauka, kannski virkar þetta eitthvað...sakar ekki að prufa ef þú kemst yfir svona lauk??
konan í köngulóarhúsin....hh
Post a Comment
<< Home