Tuesday, July 19, 2005

Tveimur börnum færra

Jæja, það kostaði þetta bræðiskast mitt. Silvia og Smjörlíki eru báðar hættar. Og við segjum nú bara, farið hefur fé betra! Erum fegnir að vera lausir við þær báðar. Kölluðum Lounu a vakt þrátt fyrir að hún ætti að vera í fríi í gærkvöldi. Hún varð fjúkandi íll þegar hún sá kjötbollu/hamaborgara bréfið frá mér. Ég sagði henni að ég væri ekki að kvarta yfir henni. Ég hefði skrifað þessi bréf til þess að lýsa því hvernig mér leið að geta ekki fengid rétta hádegismat og ekki heldur réttan kvöldmat samkvæmt seðli. Hún róaðist við það og sagði mér að hún hefði haldið að við værum búnir að breyta stærðinni á kjötbollunum og þar af leiðandi taldi hún að þetta væru kjötbollur en ekki hamborgarar. Ég sagði henni að þetta væru mjög eðlileg mistök, sérstaklega vegna þess að hún vissi ekki að Lovísa hefði verið að kenna hinum kokkunum að búa til hamborgara sem væru forsteiktir og geymdir í frysti. Hún var alveg sátt við mig og allir voru vinir. Hversu lengi sem það nú varir.

Sendiherra Afríku, Benedikt Ásgeirsson kom í heimsókn til okkar í gær. Það er gaur hérna sem er æstur í að verða ræðismaður og Benedikt var hérna að hitta hann. Alltaf gaman að hitta landa, þó svo að hann stoppaði ekki nema í 2 tíma.

Lovísa fór svo inn í eldhús að kenna Loana að gera þessa "Burger King" hamborgara. Loana er nú alltaf til í að læra og var alveg sammála því að þetta væru miklu betri borgarar. Það virðist vera mjög erfitt að fá almennilega hamborgara hérna og sama hvað við höfum reynt að kenna þeim að gera þá, hefur það bara ekki tekist sem skyldi. Lovísa er mjög vön að kenna starfsfólkinu sínu og hefur náð að kenna öllu okkar eldhússtaffi að gera bestu hamborgara í SA.

Bói er búinn að vera inn í eldhúsi í allan dag. Endurskipuleggja ísskápana og frystana. Merkja allt og telja skv. tékklistum sem við Lovísa útbjuggum. Nú ætti að verða auðveldara að finna hlutina. Fórnuðum litla ísskápnum okkar og hann er núna notaður undir sósur í eldhúsinu. Við notuðum hann nú eiginlega einungis fyrir gos og klaka fyrir vodka drykkina okkar. Verðum líklega bara að bera með okkur jafnóðum, það sm við ætlum að drekka. Þetta er nú ekki stór fórn ef það hjálpar til að skipuleggja eldhúsið betur. Ég er búinn að vera að laga til á skrifstofunni minni. Það var allt fullt af víni útum allt og maður átti erfitt með að komast inn á skrifstofuna. Ótrúlegt hvað mér tókst að koma þessu öllu snyrtilega fyrir.

Eldhúshlekkirnir skella svo á mér í kvöld, þar sem við erum einum kokki færra. Hef svosem ekki miklar áhyggjur. Maður er orðinn svellkaldur að kokka. Aðalatriðið er UNDIRBÚNINGUR OG SKIPULAGNING. Eins og Bói hefur verið að vinna í dag, hef ég ekki miklar áhyggjur af því.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halló, halló, Reykjavík calling! Tölvusambandið hjá mér er yfirleitt ekki virkt, veit ekki hvers vegna. Hef ekki getað lesið bloggið frá ykkur fyrr en núna. Vona að það sé allt í sómanum þrátt fyrir að börnunum hafi fækkað um tvær! Er Gabríel ekki fallegasti drengurinn í SA??? Jú, vissi það. Knús til ykkar allra, Anna Kristine.

10:05 pm  

Post a Comment

<< Home