Wednesday, August 17, 2005

Kjötbollur, snjór og ungabarn

Her er maður búin að vera á fullu í bókhaldinu og lítill tími fyrir neitt annað. Kokkaði reyndar eitt kvöld, en ekki svo sem mikið að gera annars. Bókhaldið er ekki það skemmtilegasta verð ég að segja, en þetta mjakast áfram.

Allt hefur nú gengið sinn vanagang hérna og lítið um uppákomur. Það snjóaði í fjöllin í gær eða var það í fyrradag......Var mjög hlýtt í gær en skítakuldi og rigning í dag. Indý og Nicklas voru hérna í tvo daga. Mjög skemmtilegt fólk og gaf okkur mikla nærinugu. Þau héldu svo af stað í gærmorgun til Hermanus og Stellenboch. Indy er bara í eina viku i SA, en Nicklas fer til Johannesarborgar á ráðstefnu að vinna.

Svo er innrásin að byrja hjá víkingunum. Sossa að koma 23 þessa mánaðar, Kristján að koma 4 september og Stebbi bróðir 7 September. Hlökkum mikið til. Vonandi verður bókhaldið búið áður en þau koma svo maður hafi nú einhvern tíma með þeim.

Já, stærstu fréttirnar í dag eru þær að Gulltönn eignaðist lítinn dreng í dag um þrjú leitið. Gaman að allt gekk vel og að hún hafði fyrir því að láta okkur vita. Karen kokkur var nú ekki neitt að hafa fyrir því að láta okkur vita, en hún eignaðsit dreng fyrir ca mánuði síðan.

Pantaði mér kjötbollur í kvöldmat. Týpískar íslenskar (Danskar) kjötbollur skv. uppskrift tengdó. Þegar ég setti gaffalinn í þær hrundu þær í sundur og urðu að kássu. Veit ekki alveg hvað gerðist en ég fór inn í eldhús með þetta. Bæði Loana og Diana eru að vinna og ég sýndi þeim þetta. Þær voru báðar hálf kindalegar. Jæja ég fékk kjötbollur 20 mínútum seinna sem voru bara í góðu lagi. Þegar ég kom svo með diskinn inn í eldhús þá voru þær eitt spurningarmerki og vildu vita hvort þetta hefði verið í lagi. Sem það var. Svo byrjaði Loana að tala um að fyrri skamturinn hefði ekki verið gerður rétt, það hefði verið notað brauð í farsið (sem á ekki að vera skv. tengdó). Ég sagði já, en hver gerði þetta. Það eru bara tveir kokkar að vinna hjá okkur núna og þær eru báðar á vakt núna. Önnur þeirra gerði þessar bollur og hún heitir annað hvort Loana eða Diana. Finnið bara útúr því sjálfar. Finnst þið hafa reddað þessu fljótt og fegin að ég fékk þetta en ekki gestur hjá okkur. Held ég fari að panta svona óvænta rétti bara til að tékka á því að allt sé gert rétt.

Setti heimasíðuna í gang í dag með graphískum hönnuði. Vonandi geta þau unnið soldið hratt til þess að koma þessu í loftið. Hún er svo innilega úrelt heimasíðan okkar. Það er vonlaust að sýna meira að segja bæklingana okkar gömlu, það er ekkert eins og þegar við tókum við. Staðurinn þekkist hreinlega ekki.

Jæja, essgunar, lífið er nú annars bara gott þessa dagana hérna og sem betur fer lítið af óvæntum uppákomum. Er á meðan er. 7-9-13 og bank bank undir borð. Love and leave you.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er nú með betri fyrirsögnum sem ég hef séð á frásögn:,,Kjötbollur, snjór og ungabarn"!!! Alltaf gaman að kíkja í heimsókn til ykkar á bloggið og sjá hvað er að gerast hjá ykkur. Vorkenni þér reyndar að standa í bókahaldsstússi, sjáðu bara hvað gerðist eftir að ég starfaði í bókhaldi Eimskipafélagsins. Allt í gróða! Færðu bara allt debet megin eins og ég gerði, það verður svo miklu skemmtilegri útkoma... :) Íslenska veðrið skiptir um ham án nokkurrar viðvörunar, annaðhvort er hávetur hér eða sumar. Nú er að minnsta kosti sól og frekar hlýtt. Svo getur snjóað á morgun eins og hjá ykkur.
Kossar og knús, Anna Kristine.

4:17 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ Gússý aftur:) en hvað er gaman að heyra fregnirnar með litlu prinsana...eg bið fyrir hamingjuóskum til Gulltannar...og auðvitað Karenar ef þið hittið hana einhvern timan, og Villi þú verður bara að kenna þeim stöllum almennilega hvernig eigi að gera kjötbollur...eða biðja Bóa um að gera eitt sem aldrei bregst...chicken tai:) knús knús...hey já get eg ekki farið með pakkan til einhverns af öllu þessu liði sem er að koma til ykkar, svona til að ekkert klikki hjá póstinum? hummm..love and leave you, kveðja Gússý

1:38 am  

Post a Comment

<< Home