Monday, September 19, 2005

Ónýtt vín

Brúðkaupið gekk svona ljómandi vel. Hádegismaturinn varð að kvöldmat og þau voru í skýjunum. Þau höfðu komið með sitt eigið vín og við rukkuðum tappagjald. Nokkuð algengt hérna. Nema, allt hvítvínið þeirra hafði verið sett í frystikistuna til að kæla það. Þau skyldu eftir allt vínið og ætluðu að sækja það daginn eftir. Þjónarnir gleymdu hins vegar að taka það úr frystikistinnu þannig að þegar það fannst daginn eftir voru allir tapparnir komnir langleiðina út. Magga í eldhúsinu minnti Ginu og Hilca-Ann á vínið tvisvar, en samt tóku þær það ekki úr frystinum. Gulltönn var á vakt og hún gleymdi því líka. Þetta var dýrkeypt vegna þess að verðið á þessu víni er meira en öll veislan þeirra kostaði. Ég var svo reiður að ég eiginlega jafnaði mig ekki allan daginn og treysti mér varla til að ræða við staffið. Þegar þau komu að ná í vínið útskýrði Bói fyrir þeim hvað hafði gerst og bauðst til að borga þeim vínið. Þau tóku þessu mjög vel og hlógu bara. Báðu um gistingu út á þetta eina helgi, sem var nú bara sjálfsagt. Þurfum að ræða betur við Gulltönn og þessa tvo þjóna um þetta og fyrirbyggja að svona lagað gerist aftur.

Við fórum til Jenny í gær í drinkie poo, sem er alltaf jafn notarlegt. Svo var þetta bara rólegt kvöld. Við erum búnir að vera að vinna í matseðlinum með Kristjáni og ætlum okkur að breyta honum öllum. Hann er orðinn og langur og það er kominn tími á breytingar. Smá bókhaldsvinna í dag og svo vonandi eitthvað meira uppbyggjandi og skemmtilegt. Bói og Kristján fóru í bæjarferð að kaupa nýjan bakaraofn. Gekk ekki nógu vel að baka nýjar kökur sem við vorum að prófa í ofninum okkar, enda er hann mjög lúinn. Ekki séns að vita hvað hann er heitur og það eru engar stillingar lengur á honum. Veit ekki hvernig kokkarnir okkar hafa farið að því að baka í honum, en þær hafa getað það. Virðast reyndar geta allt með þessum tækjabúnaði sem er hérna.

Gaman að heyra að Þruma er komin úr einangrunni og hefur aðlagast. Það er mikið spurt um hana og hvernig þetta hefur allt gengið. Jenny og Hermann senda kveðjur til ykkar, Jóhanna og Gunnar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home