Wednesday, October 19, 2005

Ritstjórinn og reglustrikan

Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Ég vaknaði snemma (alltof snemma, eða löngu áður en birti. Var með kvíða tilfinningu og leið ekki vel. Hlít að hafa sofnað aftur, en vaknaði samt um hálf átta leitið. Byrjaði á því að fá mér eina róandi. Kveið svolítið fyrir fundinum með ritstjóranum sem við hottum um hálf ellefu í dag. Hún kom og var strax með stæla. Byrjaði á því að henda kvittanabókinni sinni á borðið og kvarta yfir því að við hefðum ekki greitt nokkra mánuði þangaði til fyrir mánuði síðan og þess vegna hefði hún ályktað að við vildum ekki blaðið. Ég sagði henni að hún hefði ályktað rangt og við hefðum orðið mjög fúlir. Hún byrjaði srax að malda í móin og þá skellti ég á hana að þrátt fyrir það að hún hefði verið skólastjóri í kvennaskóla, þá gæti hún ekki notað reglustrikuna á okkur og slegið okkur á hendina. Þá byrjaði hú að segja okkur hvað hún væri gömul (70+) og að þetta væri nú eins manns fyrirtæki og að maðurinn hennar væri svo lasinn að hún gæti ekkert gert og ekkert farið. Ég sagði henni strax að mér væri alveg sama hvað hún væri gömul, hversu veikur maðurinn hennar væri og hvað þetta væri erfitt. ÞÚ NOTAR EKKI REGLUSTRIKUNA Á OKKUR.

Hún varð eiginlega alveg brjáluð og ég reyndar líka, veit ekki hvernig þetta hefði farið ef Bói hefði ekki getað liðkað aðeins fyrir okkur báðum. Hún varð hvítari en barnapúður og ég skalf eins og hrísla. Þetta var ekki notarlegt. Náðum eins konar samkomulagi..... Svo sagðist hún vera að skrifa grein um afmælið okkar og það þyrfti að velja mynd. Vildi ekki að ég kæmi en Bói mætti koma og velja þessa mynd. Þá sagði ég henni að ef hún gæti ekki átt samskipti við mig þá þyrftum við bara alls ekki að eiga nein samskipti. Í fyrsta lagi þá mætti Bói ekki gera neitt og í öðru lagi þá væri þetta ekki hans deild, heldur mín. Fatta ekki alveg enn hverngi Bói náði að róa okkur bæði en honum tókst það.

Við röltum svo til ritstjórans seinna í dag til að velja mynd. Brosti og kjaftaði eins og ekkert hefði gerst (þetta er það sem ég á erfiðast með að þola og gera í SA). Gekk svakalega vel og það hefði enginn trúað því að við hefðum verið eins og stálin stinn fyrr um daginn. Hún náði meira að segja að brosa og segja okkur að hypja okkur út þegar við vorum búnir. Búið að taka soldið á.

Reyndum að ná í Jenný, Brian eða Volgu til að komast aðeins í burtu, en enginn heima. Enduðum heima hjá Marise og Neil sem var eiginlega bara fínt. Áttum mjög góða stund með með þeim. Var meira að segja boðið að borða með þeim. Grill í gangi og fleiri gestir að koma, þ.a.m Volga. Ákváðum nú samt að hypja okkur á hótelið okkar. Mikið búið að vera bókað og mikið að gera á miðvikudegi sem er óvanalegt.

Loana kallaði allt í einu á mig rétt um það bil sem fyrsti rétturinn var að fara út og sagðist vera veik og vildi fara á spítalann í Caledon. Sagðist vera með svipaða verki og seinast þegar ég keyrði hana þangað og þá var það bara milli rifja gigt. Bói var æstur í að keyra hana en ég sló á hendina á honum og sagði honum að það mætti hann ekki. Hringdi í Gleði sem kom með annan kokk stuttu seinna (ég reddaði hlutunum á meðan) og svo tók hún Loana og fór með hana á spítalann í Caledon. Gleði sleppti sér aðeins þar yfir því hvað þær þurftu að bíða lengi eftir þjónustu. Kom í ljós að Loana er með of háan blóðþrýsting og þarf að vera það yfir nótt. Búið að breyta vaktaplaninu á morgun og ég vona og elskurnar mínar, biðjið fyrir henni Loana um betri heilsa. Finnst svo vænt um þessa kellu, (eins mikið og eg hef hatað hana) Hún er frábær bara soldið seintekin.

Kvöldið hefur alla vegna gengið vel og eiginlega er ég bara hissa hvað það er búið að vera mikið að gera. Átti ekki von á því. Never mind. Sendi Bóa heim í háttinn áðan. Það er ennþá 8 manna borð sem er víst ekki auðvelt. Staffið er hérna ennþá og ég þarf að keyra það heim á eftir.

Hvernig er það annars, engin komment á heimasíðuna www.greytonlodge.com Ef ég fæ ekki komment.þá fer ég að rukka áskriftargjald af Greyton Lodge sápunni........

0 Comments:

Post a Comment

<< Home