Tuesday, October 18, 2005

Staðreyndir fyrir allar Gróur á Leyti sem vitna í þessa síðu

Fórum upp á vestur ströndina til Veldrif (God´s Window) að vinna í heimasíðunni. Þetta var alveg fimm tíma akstur, þannig að ég var nú ansi lúinn þegar við komum þangað enda erfiðir vegir yfir fjöll, slæmir malarvegir og ég veit ekki hvað, og ekki læt ég Bóa keyra þessa dagana. Við alla vegna mættum þar um sex leitið og var boðið í dinner hjá Geraldine og Hr. Þetta var hræðilegt, sjaldan verið í leiðinlegra boði og ef ég hafði andúð á kellingunni áður en við komum þangað, þá keyrði það alveg um þverbak með kallinn hennar sem er eiginlega fimm sinnum verri en hún. Þau eru svo rík og montin að tekur út fyrir allt að hlusta á þetta kjaftæði allt saman í þeim. Við alla vegna héldum þetta út og sögðumst svo vera orðnir úrvinda áður en það kom að eftirréttinum. Ég hafði hafnað boði hennar um að gista hjá þeim. Sagði að við þyrftum á okkar prívat lífi að halda og gætum engan vegin búið inn á þeim.

Hún hafði bókað okkur inn á lítið gistiheimili sem var nú ekki það sem við þurftum fyrir prívat lífið okkar, einungis tvö herbergi og það inn á heimili hjá fullorðnum hjónum. Baðherbergið okkar var fram á gangi við hliðina á sófanum þar sem hún lá að horfa á sjónvarpið. Oh, okkur fannst þetta ekki þægilegt, þó svo að allt væri huggulegt og hreint. Ég vaknaði um fjögur leitið um nóttina og átti erfitt með svefn vegna gamallar gólfklukku sem hringdi á kortersfresti. Um 6 leitið heyrði ég að kellingin var komin á fætur og ekki langaði manni að fara á klóið, ef ske kynni að hún sæti fyrir manni. Jæja, ég alla vegna fór að fá kaffi hjá henni um átta leitið. Hún var svo super vingjarnleg að ég varð næstum hræddur. Spurði hvort ég hefði sofið vel, sem ég gerði ekki og sagði það. Var reyndar búinn að ákveða að segja að mér findist ég vera allt og mikið inn á þeim hjónunum og að ég þyrftir meira prívat líf. Sagði henni að ég væri nú bara óvanur nýjum hljóðum og dreif mig svo með kaffið inn í herbergi. Við fórum svo í morgunmat stuttu seinna og tékkuðum okkur út.

Svo tók við vinna með heimasíðuna sem tók allan daginn. Þetta lið var ekki auðvelt og ég veit ekki hvað ég þurfti oft að stappa niður fætinum og segja þeim að þetta væri heimasíðan mín og ég vildi hafa hana skv. mínu höfði og að mér væri alveg sama hvað henni fyndist. Hún var ekkert að vinna í tölvunni nema bara að skipa forritaranum fyrir og segja honum að fara til vinstir þegar ég sagði hægri. Hann var farinn að segja henni bara nei, viðskiptavinurinn vill þetta ekki svona heldur hins segin. Jæja þetta gekk bara ágætlega held ég og er þokkalega ánægður með þetta. Það var reyndar aðallega hönnunin og formið sem ég var að fókusera á, Á ennþá eftir að vinna meira í texta vinnu og að setja inn nýjar og betri myndir. Það er alla vegna mun auðveldara núna þegar formið og hönninn er orðin rétt. Síðan á að fara í loftið í kvöld eða nótt, þannig að endilega tékkið á henni www.greytonlodge.com

Svo var keyrt heim um leið og þetta var orðið þokkalegt. Tók fjóra tíma núna og maður er soldið lúinn eftir þennan akstur. Fórum á Land Rovernum sem stóð sig fínt. Er reyndar ekki eins afslappandi að keyra eins og Bimmann, en fínt samt. Heilsan er búin að vera fín, ekkert kvíðakast komið og eiginlega hefur mér bara liðið mun betur seinustu tvo daga en allan tímann síðan ég fór með Bóa á spítalann. Reykingar bindindið gengur vel, er aðeins að tyggja nókótín tyggjó, en finnst það í sjálfu sér ekki gera mikið. Veit ekki hvað hvað ég nenni þessi tyggjói lengi, en sjáum til.

Bóa blogg:
Vegna ítrekaðra sögusagna frá öllum Gróum á Leyti sem segjast hafa staðreyndir sínar á hreinu úr þessari bloggsíðu, verð ég að leiðrétta eftirfarandi:
er í fullu fjöri og ríf kjaft enn.
Erum ekki farnir á hausinn og ekki á leiðinni einu sinni.
Erum ekki að gefast upp.
Erum ekki að “flýja” aftur til Íslands.
Staffið er langt í frá búið að stela öllu frá okkur.
Erum fullir bjartsýni á framtíðina, þó vitað sé að hún verði ekki endilega auðveld.
Að þessu sögðu, vil ég þakka kærlega allar yndislegar og góðar bænir til handa heilsu minni og Villa og þið megið vita að þær hafa virkað og styrkt. Megið alveg lauma inn bænum ennþá, þar sem ég er víst ennþá á “riskí” tíma. Reykingarleysið gengur mjög vel, þrátt fyrir að ég sakni “besta vinar” míns, á morgnanna sérstaklega. Vorum að koma frá vestur ströndinn og mikið er nú gott að koma í eigin paradís aftur. Vonandi hefur Villi tíma til að setja inn blómamyndir sem ég tók í fyrradag á aðeins fimm mínútna göngu hér um garðinn. Sumarið er komið og stuttbuxna og opnu skóa tímabilið hafið (stendur næstu 8-9 mánuði). Endilega kíkjið á nýju heimasíðuna okkar. Mér finnst hún SMARTH. Hlakka til að heyra í ykkur öll og sjá hér í Greyton. Ég ætla að kíkja á comment á morgun, brjálast ef það er ekki fullt af commentum. Love and leave you.

4 Comments:

Blogger Ása Hildur said...

Hæ elsku strákarnir mínir
Þessi heimasíða er orðin miklu betri en ....
Villi ekki eyða meiri peningum í þessa vinnu nema þá kódara (forritara). Get sent þér mail hjá einum frábærum. Þið eruð frábærir hönnuðir sjálfir með gott auga og þú kannt þetta allt sjálfur. Bara smá ráðlegging frá stóru systir.

Bói minn ekki ætlarðu að fara að kveða allar kjaftasögur í kútinn. Þú sem fullyrtir við mig að þetta hefði allt verið sett á svið til að fá meiri athygli. Uff og puff hvað er þetta þoldirðu svo ekki athyglina.

Um fátt annað er rætt á Íslandi þó fjölmiðlar hafi nú ekki haft nef fyrir þessu enn.

Bíð spennt eftir næsta kafla í sápuóperunni miklu.

En annars burt frá öllu gríni farið vel með ykkur og munið öll góðu ráðin sem hafa reynst vel en hendið hinum.

Ástarkveðja Ása Hildur

10:29 pm  
Anonymous Anonymous said...

Sammála Ásu. Nýja síðan er mikið betri en þessi frumútgáfa sem ég sá um daginn og greinilegt að þið eruð með fínt efni en forritarinn kann bara EKKERT Formin eru glötuð - líklega ekki hægt að nota þau nema outlook sé uppsett á tölvunni. Og stærsti glugginn hægramegin er of stór og þarf að skrolla til að sjá allt sem er í honum. Held að þú getir þetta alveg sjálfur og hefðir gaman af því ef þú hefðir nægan tíma. 5 tíma akstur til að hitta vefara? Er ekki fullt af góðu fólki í Cape Town?
Kveðja
Palli

8:05 pm  
Anonymous Anonymous said...

Halló halló elskurnar mínar ég er komin með sár á hnén eins og hún Jenny góða segir af bænum til ykkar og mömmu gunna bið alltaf fyrir ykkur í einu (nota tíman) eins oft á dag og ég get ! er búin að vera að reyna að ná á ykkur og það kemur alltaf að nr sé ekki í notkun er búin að fara á fínu nýju sýðuna ykkar og prufa nr þar en einhverja hluta vegna næ ég ekki í gegn prufa aftur á morgun. Elskurnar mínar ég sakna ykkar MIKIÐ og við gunni erum að stefna að afríku ferð í byrjun janúar aðalega vegna búðarinnar og svo auðvita til að koma til FALLEGU afríku og á FALLEGA lodge.. love you a lot kv johanna og gunni

9:11 pm  
Anonymous Anonymous said...

prufa

8:28 am  

Post a Comment

<< Home