Monday, October 17, 2005

Kvíði og vefsíðan

Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar. Erum að berjast vid kvíða og hræðslu. Eiginlega ég miklu meira en Bói. Það tekur tíma fyrir áfallið að síga inn almennilega og ég er jú naut, hægur af stað og get verið pollrólegur, en þegar ég kemst af stað er mjög erfitt að stöðva mig. Er að fá svona smá grenjuköst, depurð og kvíða annað slagið. Reyni að fara vel með það og tek róandi töflur þegar mér liður sem verst. Bóa líður nú ekkert of vel heldur. Hann varð mjög hræddur á laugardaginn, fékk verki fyrir brjóstið og út í handleggi, fannst hann vera “high” eða svona utan við sig með taugakerfið. Fórum í smá göngutúr, hann lagði sig smá og svo bað hann um að ég myndi keyra hann til Somerset West á spítalann aftur. Pökkuðum strax snyrtidóti, ákváðum að koma fyrst samt við hjá lækninum hérna sem er mjög góð og er með tæki til að mæla starfsemi hjartans.

Kom í ljós að þetta var allt í góðu og eiginlega var þetta bara slæmt kvíðakast ásamt aukaverkunum af þessum lyfjum sem hann er á. Vöðvaverkir, höfuðverkur og kvíða og hræðslu tilfinning. Fékk róandi töflur sem ég má bryðja líka og svo ítrekaðu hún bara að hann má ekki vinna neina líkamlega vinnu í 6 vikur eftir aðgerðina. Hann er nú samt að rembast eins og hann getur. Loana var í einhverri fílu um daginn vegna þess að það var enginn í uppvaskinu og þær tvær sem voru að kokka þurftu að vaska upp líka. Gulltönn sagði okkur þetta og Bói rauk inn og byrjaði að vaska upp. Ég varð ekki par ánægður, gaf honum samt smá tíma og fór svo inn og barði í borðið og spurði Loana hvort hún ætlaði sér að drepa manninn menn, bara vegna þess að hún væri fúl yfir því að það væri ekki uppvaskari á vakt. Sagði þeim að honum væri bannað að vinna svona vinnu og þær skyldu gjöra svo vel að skutla honum útúr eldhúsinu ef hann gerði þetta aftur. Svo rauk ég heim með þetta og grenjaði bara. Maður er eitthvað svo viðkvæmur og uppstökkur líka þessa dagana. Tengist nú ábyggilega reykbindindinu líka, sem gengur reyndar ágætlega.

Land Roverinn kom í gær og ég fór beint upp á fjall á honum að prófa hvernig þessi bíll væri á erfiðum vegum. Gekk eins og draumur í dós, og eyðir eins og það renni bara beint í gegn. Skítt með það, held þessi bíll hennti okkur mun betur en BMW á þessum slæmu vegum hérna í kring þar sem staffið býr.

Staffið er búið að standa sig mjög vel að sjá um allt og reynir að hlífa okkur eins mikið og það mögulega getur. Gleði hefur séð um allan akstur enda nýkomin með ökuskírteini og keyrir stolt um. Gulltönn hefur líka staðið sig vel og ég hef passað upp á að styðja vel við bakið á henni og minna hana á hitt og þetta í tíma og ótíma í stað þess að standa hana að því að gera ekki hlutina eins og á að gera þá.

Fórum til Jenny í hádegismat í gær. Þar voru Brian og Volga líka. Var mjög huggulegt. Góður matur og fínn félagsskapur. Ég kom eitthvað inn á það að eitt sem maður hefði alla vegna lært á þessu áfalli, væri að fresta hlutum ekki og ekki að láta neina vera eitthvað að rugla í sér, sbr. Ritstjórann, Brian (þegar hann tekur köstin sín) og fleiri og fleiri. Brian tók þessu nú bara vel, en sagði okkur að ritstjórinn hefði kallað í hann í uppnámi og sagt honum hvað við hefðum gert, þ.e. skilað blöðunum og sagt upp áskrift, auglýsinum og öllum viðskiptum við hana. Hún vissi ekki alveg hvernig hún ætti að höndla þetta. Brian ráðlagði henni barasta að hafa samband við okkur og reyna að leysa þetta. Vissi að við værum alveg til viðræðu, enda hafði hann heyrt þetta hjá okkur áður. Enough is enough, en við erum nú samt meira en tilbúnir til þess að spjalla við hana og taka upp þráðinn aftur, en boltinn er hjá henni.

Erum að fara á eftir upp á vesturströndina að heimsækja vefstjórann okkar. Hún er eitthvað klikkuð held ég. Ef ég segji henni að fara til hægri, þá fer hún til vinstri. Ef ég bið hana um að breyta einhverju á ákveðinn hátt, þá breytir hún einhverju öðru. Ef ég segji hvítt þá gerir hún það svart. Ætla mér að sitja yfir henni þangað til þetta er orðið þokkalegt. Setja heimasíðuna í loftið og ætli ég fari svo ekki að leita að nýjum vefstjóra. Einhverjar tillögur? Gistum þar í eina nótt sem verður kannski smá frí í leiðinni fyrir okkur.

Er búinn að vera alltof latur að blogga, enda svosem nóg annað að gera. Bryndís Petra átti afmæli 11 oct, Róbert 14 okt, Kalli þann 16 okt. Til hamingju öll sömul. takk svo öll sem hafið verið dugleg að senda okkur komment og e-mail. Það vermir.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sælir elskur og gaman gaman að fá myndir,alltaf náið þið að vera flottastir og greinilega mikið gaman hjá ykkur...væri ekki slæmt að vera í smá partý hjá ykkur...og hlæja og fíflast út í eitt....
Er að fara í fyrramálið til Lanzarote, eyju nálægt Afríku,bara vitlausu megin svo því miður get ég ekki skroppið til ykkar..það verður að bíða betri tíma...
Ég er ekkert hissa á að heyra um kvíðaköstin hjá ykkur báðum..þetta tekur oft langan tíma að komast yfir svona, sálin getur átt erfitt í duldið langan tíma eftir svona áfall, og einnig er komin sólarhringsofurvakt á öll aukaslög, verki,stingi sem tilheyra "hjartasvæðinu"...en betra að skella einni róandi í munn heldur en að missa sig í kvíðakasti, bara muna, þær eru ávanabindandi og þarf kannski að taka á því seinna eins og reykbindindi og minna búsi..(áfengi hækkar líka kólesterol, rækjur/lifur/humar/smjör/rjómi bannað m.a.) smá fyrirlestur....skrifað af ást og elsku...
Farið vel með ykkur, kemst ekki til að lesa neitt í viku, sakna ykkar á meðan. Ástarkveðja Hafdís og allir hinir sem biðja fyrir kveðju,

6:54 pm  

Post a Comment

<< Home