Ég hata jólin !
Og hana nú
Það er búið að vera alltof mikið að gera og við erum þreyttir, bæði andlega og líkamlega. Það er búið að vera klikkað að gera á ressanum, en því miður ekki eins mikið í gistingu eins og við vonuðum.
Höfum haft erfiða gesti og svo vegna þess að Gleði er í veikindafríi þá er maður bara læstur í skrifstofuvinnu allan daginn og fer svo inn í eldhús að kvöldin að redda, Búinn að fá nóg og veit ekki alveg hvernig við komum til með að vinna úr þessu. Ætlum að reyna að sigla í gegnum þessa vertíð og sjá svo til.
Í gær mætti ég hérna með rúllurnar í hárinu. Var ekki í góðu skapi og reyndar eiginlega búinn að ákveða það fyrirfram. Ami (viðgerðarmaðurinn) hafði skilið lestina fyrir utan ráðstefnusalinn og aðra borðplötuna og það rigndi og allt hefði getað skemmst ef við hefðum ekki sjálfir (eins og alltaf) tekið þetta inn. Byrjaði á að ræða við hann. Hvað er eiginlega að þér? Er ekki hægt að treysta neinu. Lestin sem þú eyddir 2 dögum í að gera skilin eftir úti í rigningunni og borðplata. Erum að finna verkfæri eftir þig útum allt. Er þér alveg sama eða hvað. Þegar klukan slær 5 ertu bara farinn og hvað með allt? Það var fullt af öðrum hlutum sem ég tók upp, og þetta var ekki þægilegt. Bað hann bara að hugsa um hvað hann væri að gera hérna og að klára það sem hann byrjaði á.
Svo var það Gilitrutt og Margret. Herbergi 10 færði Ami og Jaco skáp og lokuðu hurðinni innan úr húsinu og opnuðu sér inngang inn í herbergið. Því miður gleymdist að þrífa þykkt ryklag fyrir aftan þar sem skápurinn var. Hvað er eiginlega að ykkur. Það eru þrjár manneskur sem bera ábyrgði á þessu og hvað ég er fegin að herbergið var afpantað. Það hefði verið neyðarlegt að fá gesti í það svoan. Finnið útúr því sjálf hver ber ábyrgð á því en það er alla vegna ekki ég.
Hárið var farið að þorna og rúllurnar farnar að taka í þegar gestir komu sem höfðu verið í dinner kvöldið áður. Ekki mjög ánægðir og höfðu alvarlegar kvartanir. Þegar þau voru að gera upp reikninginn hafði þjóninn komið á borðið þeirra og beðið um PIN númerið á gullkortinu og þeim brá svo að sú gamla lét þjóninn fá númerið og núna hafði hún áhyggjur af því að við myndum misnota þessar upplýsingar. Sonur hennar hótaði mér hernum í SA ef eitthvað kæmi upp á. Mér leið ekki vel með þetta en sagði þeim að þetta væru mjög alvarleg mistök frá þjóninum okkar og ég myndi eiga alvarlegt samtal við þá alla um þetta. Bað afsökunar aftur og aftur. Þegar þau loksins fóru kom næsta holskefla!
Hollensk kona sem var búin að gista hjá okkur í 4 nætur. Verið í skýjunum yfir öllu. Staffið hafði verið svo yndislegt, maturinn svo góður og allt æðislegt. (Hún var reyndar búin að vera erfið með fullt af sérþörfum, en við erum vanir því). Hún var æst og og virkilega reið. Sagðist vera í uppnámi vegna þess að við værum að svindla á henni. Herbergið væri skítugt og ógeðslegt og hún ehefði fengið versta herbergið hérna og hún ætlaði sko ekki að borga fullt verð. Ég sagði henni að hún væri búin að gista hérna í 4 nætur og að hún skyldi vera að kvarta núna þegar hún væri að tékka út segði mér að hún væri bara að reyna að fá afslátt, sem hún fengi ekki. Ef hún borgaði ekki reikninginn þá myndi ég ná í lögregluna. Hún var svo hávær að ég endaði á að fara með hana í herbergið og biðja hana um að sýna mér hversu skítugt þetta var. Þetta var orðið mjög vandræðalegt enda allir aðrir hótelgestir í morgunmat. Hún var svo æst og hávær að ég endaði á að sleppa mér og hækkaði röddina. Ég öskraði á hana að ég myndi ná í lögguna og hún gæti bara hipjað sig vegna þess að við þyrftum ekki á svona gestum að halda.
Þetta voru erfið orðaskipti og hún var brjáluð. Ég endaði á að fara heim að gráta og biðja Bóa um að koma á fætur og taka á þessu. Ég bara gæti ekki meir (hugsa að ég hætti að nota rúllur í hárið). Þegar hann kom þá var hún farinn. Hún fór upp á Tourist info og kvartaði. Nicky (formaður) endaði með því að fara með hana til læknis vegna þess að blóðþrýstingurinn var kominn upp úr öllu valdi og hún var í uppnámi. Nicky kom svo seinna hingað og bað okkur um að taka þetta ekki útaf kortin hennar vegna þess að það gætu orðið málaferli útaf þessu. Djísus kræst... Sjáum til hvernig þetta fer.
Pipartréð (nýr samkeppnisaðili) er búið að vera lokað síðan fyrir jól. Eigandinn og kokkurinn (ein og sú sama) lést í bílslysi á þorláksmessu) Við höfum því fengið alla gesti þaðan að auki við allt annað. Ég hata jólin og get ekki beðið eftir því að þeim ljúki og þessu ári sem hefur verið Annum Horribles fyrir okkur.
Við erum þreyttir og þreyttir og þreyttir og erum bara að reyna að sigla í gegnum þessa vertíð án þess að drepa okkur...... En ég hata jólin og get ekki beðið eftir að þeim ljúki ásamt þessu ári. Er viss um að nýja árið verður betra við okkur......
Það er búið að vera alltof mikið að gera og við erum þreyttir, bæði andlega og líkamlega. Það er búið að vera klikkað að gera á ressanum, en því miður ekki eins mikið í gistingu eins og við vonuðum.
Höfum haft erfiða gesti og svo vegna þess að Gleði er í veikindafríi þá er maður bara læstur í skrifstofuvinnu allan daginn og fer svo inn í eldhús að kvöldin að redda, Búinn að fá nóg og veit ekki alveg hvernig við komum til með að vinna úr þessu. Ætlum að reyna að sigla í gegnum þessa vertíð og sjá svo til.
Í gær mætti ég hérna með rúllurnar í hárinu. Var ekki í góðu skapi og reyndar eiginlega búinn að ákveða það fyrirfram. Ami (viðgerðarmaðurinn) hafði skilið lestina fyrir utan ráðstefnusalinn og aðra borðplötuna og það rigndi og allt hefði getað skemmst ef við hefðum ekki sjálfir (eins og alltaf) tekið þetta inn. Byrjaði á að ræða við hann. Hvað er eiginlega að þér? Er ekki hægt að treysta neinu. Lestin sem þú eyddir 2 dögum í að gera skilin eftir úti í rigningunni og borðplata. Erum að finna verkfæri eftir þig útum allt. Er þér alveg sama eða hvað. Þegar klukan slær 5 ertu bara farinn og hvað með allt? Það var fullt af öðrum hlutum sem ég tók upp, og þetta var ekki þægilegt. Bað hann bara að hugsa um hvað hann væri að gera hérna og að klára það sem hann byrjaði á.
Svo var það Gilitrutt og Margret. Herbergi 10 færði Ami og Jaco skáp og lokuðu hurðinni innan úr húsinu og opnuðu sér inngang inn í herbergið. Því miður gleymdist að þrífa þykkt ryklag fyrir aftan þar sem skápurinn var. Hvað er eiginlega að ykkur. Það eru þrjár manneskur sem bera ábyrgði á þessu og hvað ég er fegin að herbergið var afpantað. Það hefði verið neyðarlegt að fá gesti í það svoan. Finnið útúr því sjálf hver ber ábyrgð á því en það er alla vegna ekki ég.
Hárið var farið að þorna og rúllurnar farnar að taka í þegar gestir komu sem höfðu verið í dinner kvöldið áður. Ekki mjög ánægðir og höfðu alvarlegar kvartanir. Þegar þau voru að gera upp reikninginn hafði þjóninn komið á borðið þeirra og beðið um PIN númerið á gullkortinu og þeim brá svo að sú gamla lét þjóninn fá númerið og núna hafði hún áhyggjur af því að við myndum misnota þessar upplýsingar. Sonur hennar hótaði mér hernum í SA ef eitthvað kæmi upp á. Mér leið ekki vel með þetta en sagði þeim að þetta væru mjög alvarleg mistök frá þjóninum okkar og ég myndi eiga alvarlegt samtal við þá alla um þetta. Bað afsökunar aftur og aftur. Þegar þau loksins fóru kom næsta holskefla!
Hollensk kona sem var búin að gista hjá okkur í 4 nætur. Verið í skýjunum yfir öllu. Staffið hafði verið svo yndislegt, maturinn svo góður og allt æðislegt. (Hún var reyndar búin að vera erfið með fullt af sérþörfum, en við erum vanir því). Hún var æst og og virkilega reið. Sagðist vera í uppnámi vegna þess að við værum að svindla á henni. Herbergið væri skítugt og ógeðslegt og hún ehefði fengið versta herbergið hérna og hún ætlaði sko ekki að borga fullt verð. Ég sagði henni að hún væri búin að gista hérna í 4 nætur og að hún skyldi vera að kvarta núna þegar hún væri að tékka út segði mér að hún væri bara að reyna að fá afslátt, sem hún fengi ekki. Ef hún borgaði ekki reikninginn þá myndi ég ná í lögregluna. Hún var svo hávær að ég endaði á að fara með hana í herbergið og biðja hana um að sýna mér hversu skítugt þetta var. Þetta var orðið mjög vandræðalegt enda allir aðrir hótelgestir í morgunmat. Hún var svo æst og hávær að ég endaði á að sleppa mér og hækkaði röddina. Ég öskraði á hana að ég myndi ná í lögguna og hún gæti bara hipjað sig vegna þess að við þyrftum ekki á svona gestum að halda.
Þetta voru erfið orðaskipti og hún var brjáluð. Ég endaði á að fara heim að gráta og biðja Bóa um að koma á fætur og taka á þessu. Ég bara gæti ekki meir (hugsa að ég hætti að nota rúllur í hárið). Þegar hann kom þá var hún farinn. Hún fór upp á Tourist info og kvartaði. Nicky (formaður) endaði með því að fara með hana til læknis vegna þess að blóðþrýstingurinn var kominn upp úr öllu valdi og hún var í uppnámi. Nicky kom svo seinna hingað og bað okkur um að taka þetta ekki útaf kortin hennar vegna þess að það gætu orðið málaferli útaf þessu. Djísus kræst... Sjáum til hvernig þetta fer.
Pipartréð (nýr samkeppnisaðili) er búið að vera lokað síðan fyrir jól. Eigandinn og kokkurinn (ein og sú sama) lést í bílslysi á þorláksmessu) Við höfum því fengið alla gesti þaðan að auki við allt annað. Ég hata jólin og get ekki beðið eftir því að þeim ljúki og þessu ári sem hefur verið Annum Horribles fyrir okkur.
Við erum þreyttir og þreyttir og þreyttir og erum bara að reyna að sigla í gegnum þessa vertíð án þess að drepa okkur...... En ég hata jólin og get ekki beðið eftir að þeim ljúki ásamt þessu ári. Er viss um að nýja árið verður betra við okkur......
6 Comments:
Elsku kallarnir mínir, oj hvað þetta var ömurlegt að lesa,þvílík dramatík í gangi á öllum vígstöðum, þetta er barasta never ending story, en það er eins gott að næsta ár verði betra, það bara verður...vonandi verður gamlárskveld eitthvða huggulegra hjá ykkur, síðustu daga hefi ég verið að hugsa um öll þau yndislegu gámlárskveld á Grettó sem ég átti, (nema það síðasta sem haldið var) hugsið ykkur barasta ef mestu áhyggjurnar sem þið hefðuð núna í dag væri hvaða thema ætti að vera í pakkaleiknum,þá væri lífið yndislegt, en svona einfalt er þetta því miður ekki elskurnar...Fyrir ykkur að flytja í þessa heimsálfu ætlar greinilega að vera þyngra og stærra dæmi en nokkurn gat gert sér í hugarlund,maður er búin að bíða og bíða eftir að fara að létta til, en það kemur barasta alltaf eitthvað nýtt og svo sömu gömlu sögurnar aftur og aftur, ekki veit ég hversu lengi þið haldið þetta út, voruð þið ekki að athuga með að hætta veitingahúsrekstrinum?? er ekki nóg að vera með hótelið bara, eða gengur það ekki upp fjárhagslega? oh.. ég vona svo sannarlega að hlutirnir fari að snúast við hjá ykkur, áður en þið krullist fyrir fullt og allt,
Þið vitið að í staðinn fyrir hárlagningarvökva getið þið notað pilsner eða bjór, setjið í ykkur nokkrar rúllur, vætið með pilsner,látið þorna,takið svo rúllurnar varlega úr, þá eruð þið með þessu fínu rúlluför en engar rúllur, aldeilis príma : ))
Ástarkveðja til ykkar elskurnar, hugsa til ykkar alla daga, farið vel með ykkur, og reynið að komast í hornið ykkar í garðinum, held að það sé alvega að koma stórum ákvarðanatökum, það heldur engin svona út....kveðja frá Kaldalandi með rándýrum flugeldasýningum allan sólarhringinn. Hafdís
Alltaf sama fjörið hjá ykkur. Það voru bara góð jól hjá okkur með fullt af góðum mat, ég sendi ykkur link á nokkrar myndir héðan að heiman, vonandi á rétta addressu, svo þið gleymið okkur ekki alveg. Það eina sem vantaði var fríið þessi jólin.
Við vorum með átakahúsfund með nýja nágrannanum okkar sem ákvað það hjá sjálfum sér að leggja bara í grasinu fyrir framan húsið ef hann fengi ekki stæði beint fyrir framan. Garðurinn er orðið að forarsvaði eftir að hann festi bílinn þar og spólaði sig út, en hann neitar að skilja að þetta er ekkert gott bílastæði. Þetta verður neverendig story hér því við ákváðum að fara í 5Mkr viðgerðir á húsinu og ég er einn hér með honum og hinir nágrannarnir í útlöndum næstu mánuði.
Annars erum við bara að plana stórveislu um áramótin, a la Grettisgata og förum í innkaupaleiðangur á morgun. Það verður stærsti kalkúnn bæjarins hér og mikið af meðlæti. Ég er meira að segja búinn að draga fram fjölskylduuppskriftina hans Guðmundar af rauðkáli!
Jólakveðjur
Palli og Frosti
Gvöð minn almáttugur hvað þetta ætlar að verða ykkur erfitt. Nú gerið þið eins og Hafdís segir að setjast niður og hugsa upp á nýtt, hvað má missa sig og hvað ekki. Héðan getur maður ekkert gert nema senda ykkur hlýjar hugsanir og bænir um að næsta ár verði MIKLU,MIKLU betra en þetta.
knús og kossar frá Önnu Kr.
Ekki hata jólin, elsku Villi minn, þetta er ekki þeim að kenna...... Það er öruggt samt að nú fer þetta að batna, ekki getur það orðið verra. Og það koma ekki tvö Annus Horribilis í einu, ekki einu sinni hjá Betu drottningu. En þessi dagur hefur sko verið algerlega extra ömurlegur, grefilins hollenska kerlingin að geta ekki fundið sér neitt annað til skemmtunar en að gera allt vitlaust hjá ykkur. Vona að áramótin verði ykkur miklu, miklu bærilegri og skemmtilegri, og þið getið haldið með bros á vör inn í nýtt og stórum betra ár.
Ég ætla í Tezé messu í kvöld, og þar ætla ég að hugsa sérstaklega fallega til ykkar, reyni að senda ykkur huggandi strauma....
Kveðja
Inga V.
Ó elsku Villi minn
ég hágræt yfir þessu bloggi. Segi bara hingað og ekki lengra. Hættið lokið og gangið frá. Lífið er yndislegt og jólin hápunktur ársins og þér finnst það líka þó svona hafi farið þetta árið. Hentu rúllunum taktu upp kærleikann og friðinn og njóttu lífsins. Losaðu þið úr þessum hlekkjum sem eru smá saman að eyðileggja líf ykkar. Það er ekki þess virði. Ég hef líka átt ár þar sem ég hataði jólin en ég stokkaði upp í heila mínum og nú elska ég jólin eins og allir sannkristnir íslendingar. Svona nú taka af skarið strákar.
Hugsa mikið til ykkar og sendi englaskara til að létta undir með ykkur.
Ástarkveðja frá stóru systir
Elsku drengirnir minir,,,,,,,,,
hvernig væri að færast nær nutimanum og kaupa ser krullujarn, tekur enga stund að vera kominn með slöngulokka og svo bara fullt af harlakki,raða
PollyÖnnu i vinnu og lata hana taka a
öllu röflinu og vera svo bara sætur og
elska jolin og allt ,,,,,lika jesubarnið sem a afmæli,,,,,,,man svo vel eftir jesufamiljuni sem Guðmundur var að selja i Raðhusblom, það var nu meira,,,,,,,,,,annars er ykkur bara nær að fara til Afriku,þetta vildu þið ,,,,,,,,,her er bara gaman eg segi nu ekki meir,tom gleði dag eftir dag,,,,og nuna eru að koma aramot með öllu tilheyrandi og seni eg ykkur elskurnar minar bestu kveðjur og vona að nytt ar komi með frið og frama til ykkar. xoxoxoxoxo Joi
Post a Comment
<< Home