Sunday, December 11, 2005

Staffa vanda mál

Hér er allt búið að vera í uppnámi hjá staffinu vegna launa mála. Einhver hefur komið þeirri bólu inn hjá staffinu að það eigi að fá “13” mánuðinn borgaðan sem jóla bónus. Þau hafa verið að tuða og tuða um þetta í eldhúsinu og svo verður alveg dauðaþögn þegar maður kemur inn. Bói hringdi í “manpower” til að athuga hvað væri rétt og var sagt að þeir sem væru á samning ættu rétt á að fá þrettánda mánuðinn greiddan ef það væri skilgreint í samning. Annars ekki og þar sem enginn starfsmaður hérna er með samning við okkur þá á enginn rétt á þessum þrettánda mánuði. Bói er búinn að berja þetta inn í hausinn á þeim með mörgum samtölum, en þetta er nú kannski ekki búið ennþá. Ómögulegt að vita hverju þau taka upp á. Það var einn aðfangadag hérna hjá fyrrverandi eigendum sem allt staffið fór í verkfall vegna þess að þau voru ekki ánægð með jólabónusinn.. Eigum nú svosem ekki von á því, en........

Svo er búið að vera að tuða í hverju horni útaf árshátíðinni sem við verðum með á morgun. Einhver (Gulltönn) kom því inn í staffið að árshátíðin væri bara fyrir þá sem væru fastráðnir, og þar af leiðandi væri Diana (búin að vera meira en hálft ár hjá okkur í vinnu), Petro (búinn að vera í rúma 2 mánuði hjá okkur) og Wanie (sem er búinn að vera í rúma 2 mánuði) ekki boðið. Veit ekki hvernig hægt er að koma svona bulli af stað, en staffið er búið að vera í uppnámi útaf þessu. Við erum búnir að leiðrétta þetta og þurftum reyndar að taka Gulltönn fyrir og Anne kom og staðfesti að Gulltönn hefði komið þessu af stað. Árshátiðin verður alla vegna á morgun og við förum á Oewerzicht, sem er hérna rétt fyrir utan þorpið. Þetta er sveita gistiheimili með ráðstefnusal og tjöldum sem maður getur gist í. Við ætlum nú reyndar ekki að gista, heldur bara að nota aðstöðuna. Ætlum að grilla og skemmta okkur með staffinu.

Hér er búið að vera rólegt að gera eftir að ráðstefnunni lauk á föstudaginn. Tónleikarnir voru ekki mjög fjölmennir, ca 40 manns og aðeins eitt borð í dinner og í gær voru bara 2 borð. Finnum mikið fyrir því að Pipar tréð (nýr ressi) opnaði. Er að taka mikið frá okkur. Vonandi bara bóla sem gengur yfir.

Það á ekki af henni Diana að ganga. Missti manninn sinn fyrir 3 vikum og í morgun missti hún yngri son sinn. Hann lést í bílslysi í morgun. Það var nú ekki bætandi á hana meiru. Hún er búin að vera svo hrygg eftir að hafa misst manninn sinn að hún hefur varla getað unnið og svo þetta. Finn mikið til með henni.

Takk Hafdís fyrir hvað þú ert dugleg að skrifa á bloggið. Þetta eru nánast einu fréttirnar sem við fáum að heiman. Maður er nú stoltur yfir Frú heimi, enda ekkert smá falleg og virkar greind. Las viðtal við hana á www.missworld.tv Við fengum orkupakkann frá ykkur, með bókinni hennar Auðar Eir. Bói er að lesa hana og ég get ekki beðið eftir að komast í hana. Alltaf líka gaman að fá handskrifað bréf eins og við fáum frá henni Báru. Bói grenjaði úr hlátri þegar hann las það, húmorinn er svo góður. Bestu kveðjur og þakkir. Takk líka Jóhanna og hlökkum til að sjá þig aftur.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hæ elskur, á að vera farin að sofa auðvitað en hvað gerir ekki mamma fyrir einkasoninn, hann er að koma heim frá Köben, lending kl. tvö!!! og auðvitað ætla ég að sækja hann, ekki það þessi elska á það alveg inni hjá mér eftir mörg skutl til Keflavíkur eftir mér...
Mamma sagði mér eftir Guðmundi að þið fylgdust ekki svo mikið með heima, ég hélt einhvernveginn að þið kíktuð bara alltaf á mbl.is og væruð vel tengdir, svo nú ætla ég að bæta við hjá mér fréttum af hinu og þessu frá bananalýðveldinu Íslandi með í fréttirnar mínar,þeir sem lesa þetta og þekkja mig ekki, ekki veit ég hvað þið haldið um mig, og nokk sama, en þeir hinir sem þekkja mig vita víst alveg hvenær ég er að grínast eða hvenær mér er fúlasta alvara...
Kveðja frá Ragga blóma, hann er búin að vera veikur karlinn, hitti hann um daginn og var þá nýbúin að fá að vita að hann væri komin á rétt ról, ekkert fundist af einhverjum leiðindum í honum, mikið ánægður, en hann er búin að vera í erfiðri meðferð.Um daginn var líka þetta fína viðtal við Gulla í Fréttablaðinu, mjög skemmtilegt og flott mynd af kalli,
Jæja ætla að skella mér afstað til kebblavíkur, skelli Rúnari Rokk bara á fóninn og tralla með svo ég haldi mér vakandi, ástarkveðja Hafdís

12:58 am  
Anonymous Anonymous said...

Ég var að hugsa um að kaupa bókina hennar Auðar Eir og senda ykkur en þar sem þið eruð með hana að þá þýðir það nú ekki ;)En já hún Unnur Birna var sko sannarlega glæsileg átti titilin meir en skilið greynd stúlka með mettnað ;)hrykalegt þetta með Dina fékk kökk í hálsin aumingjas konan.. En vonadi að hópurin nái að skemmta sér vel á morgun er það ekki bara nauðsynlegt??? óska ykkur enn og aftur alls hins besta og hafið það sem allra best kv Jóhanna Maggý

6:11 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ég var að hugsa um að kaupa bókina hennar Auðar Eir og senda ykkur en þar sem þið eruð með hana að þá þýðir það nú ekki ;)En já hún Unnur Birna var sko sannarlega glæsileg átti titilin meir en skilið greynd stúlka með mettnað ;)hrykalegt þetta með Dina fékk kökk í hálsin aumingjas konan.. En vonadi að hópurin nái að skemmta sér vel á morgun er það ekki bara nauðsynlegt??? óska ykkur enn og aftur alls hins besta og hafið það sem allra best kv Jóhanna Maggý

6:11 pm  
Anonymous Anonymous said...

Vona að þið séuð núna að skemmta ykkur með öllu staffinu og allir séu glaðir og ánægðir. Styð Hafdísi fullkomlega í Kebblavíkurskutli, maður á bara að eiga eitt barn og dekra það :)!!! Þau hafa nú bara heppnast vel, Lovísa, Hörður og Lízella, hm hm.
Tölvan mín hrundi á laugardaginn svo ég get ekki skrifað nema héðan úr vinnunni,sem þýðir mjög stutt skrif. Vorveður, 12 stiga hiti á Akureyri. Líður ykkur ekki betur að vita það??!! Jólastressið orðið það gott að ég bjó til tékkneskt hvítkálssalat kl.4 í nótt. Hélt maður yrði afslappaðri með aldrinum, en svo virðist ekki vera.
Knús og kossar frá Önnu Kristine.

12:47 pm  

Post a Comment

<< Home