Börnin heim !
Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar. Heilsan misgóð hjá Bóa, þannig að við tókum ákvörðun um að senda hann heim í óákveðinn tíma. Við náðum að bóka flug með Hófý þannig að hann hefur fylgdarmann með sér. Hann hefði varla treyst sér einn í þetta langa flug. Foreldrar hans eru búnir að bóka tíma fyrir hann hjá hjartalækni þegar hann kemur og vonandi er þetta allt í lagi. Bói fer héðan á mánudaginn og kemur heim á þriðjudags eftirmiðdag. Elskurnar mínar, verið dugleg að passa hann fyrir mig og sjáið til þess að hann fari ekki á fullt í vinnu. Hann þarf að passa sig.
Bói talaði við hjartalækninn sinn í gær og er núna á leiðinni til hans í viðtal og til að fá öll gögnin sín. Læknirinn sagði honum að það væri mjög ósennilegt að eitthvað væri að vegna þess að aðgerðin hefði gengið mjög vel og mjög óalgengt að eitthvað kæmi uppá. Það væri líklegra að þetta væru aukaverkanir af lyfjunum og það getur svosem verið alveg rétt. Hann var svona lélegur líka fyrst eftir fyrri aðgerðina. Það er sérstaklega þetta lyf sem er til að fyrirbyggja höfnun í líkamanum. Hann var á því í mánuð eftir fyrri aðgerðina og lagaðist eftir að hann hætti á því. Núna þarf hann að vera á því í hálft ár, þannig að það getur orðið erfiður tími, nema þeir geti eitthvað stillt lyfjagjöfina. Sjáum til og vonum það besta.
Gleði kom hérna um daginn og afhenti uppsagnarbréf. Hún hafði farið til læknisins aftur og hann sjúkraskrifaði hana aftur vegna stress einkenna. Hún sagði að hún gæti ekki höndlað álagið hérna lengur og treysti sér ekki til að vinna hér áfram. Við sögðum henni að við tækjum við þessu með fyrirvara um að hún gæti dregið hana tilbaka hvenær sem hún vildi. E.t.v. gæti hún unnið minna, hálfan dag eða tvo daga í viku eða eitthvað. Hún skyldi einbeita sér að því að ná bata og svo gæti hún séð til. Við reyndar vitum alveg hvað er í gangi hjá henni. Hún er skítnervös um að við höfum komist að því hvernig hún hefur dregið sér fé héðan. Við vitum um það og nokkurn vegin hvað mikið og höfum ákveðið að gera ekkert í því. Hún hefur séð hvað það er orðið strangt eftirlit með fjármálum og það er eiginlega útilokað að stela lengur og varð hrædd. Við allavegna ætlum ekkert að gera í þessu og komum ekki til með að ýta á hana að koma aftur. Hún er samt velkomin tilbaka ef hún vill.
Við erum búin að eiga fund með öllu starfsfólkinu okkar og segja fá því að Gleði sé búin að segja upp vegna heilsufars vandamála og að Bói sé að fara til Íslands í óákveðinn tíma. Höfðuðum til þeirra um að styðja mig, vegna þess að það verður töff að reka þetta einn. Pené (nýji kokkurinn) kom með mat til mín um tíu leitið í gærmorgun. Ég var upptekinn á skrifstofunni þannig að ég bað hana bara um að setja þetta út á borð og ég myndi borða þetta á eftir. Þetta er farið að gerast oftar og oftar að þau eru að passa upp á að við borðum. Hún var búin að skrifa mjög fallegt bréf til mín á servettuna:
“Being a boss is not easy and we will support you in every way we can. I have made it my mission til feed you every day. Enjoy your food.”
Ég fór næstum því að grenja þegar ég las þetta. Svona geta þau nú verið góð stundum við okkur.
Ég er búinn að vera á fullu að vinna í nýrri heimasíðu og nýjum bæklingi. Bæklingurinn er tilbúinn og á leiðinni í prentun. Því miður verður hann ekki til þannig að Bói geti tekið hann með sér til Íslands, en ég mun prenta nokkra hérna sem hann tekur með sér. Nýja heimasíðan er næstum því tilbúin líka. Slóðin er www.greytonlodge.co.za Við komum til með að halda gömlu heimasíðunni www.greytonlodge.com úti líka á sama tíma. Er reyndar ekkert sérlega ánægður með hana og þarf að fara í það að taka til á henni og skipta út myndum.
Takk öll sem hafa verið dugleg að setja inn komment, Það vermir alltaf hjartað.
Maggi: Tékkland er yndislegt land, njóttu frísins.
Jóhanna: Enginn pakki kominn ennþá, það er mikill hægagangur í póstþjónustunni hérna.
Anna Kristine: Engin hætta á því að ég byrgji neitt inni. Hér hafa allir vinir okkar boðið fram aðstoð og ég mun nýta mér það þegar á þarf að halda.
Hafdís: Vildi að ég gæti komist í kjötsúpu veisluna, hjá ykkur, en það verður víst að bíða betri tíma. Ég er sterkur og hef líka lært að vera heiðarlegur og biðja um aðstoð þegar ég þarf. Lovísa kemur í lok Febrúar til að vinna, þannig að það verður mikill stuðningur í henni.
Inga: Pollýanna hefur verið slöpp að setja í sig slöngulokkana og hefur mætt nokkra daga með rúllurnar í hárinu. Hún myndi aldrei leyfa sér það í París, vildi að ég gæti verið þar líka.
Það er bara eins og allir séu í fríi. Veit varla hvað það orð þýðir lengur. Hér er bara unnið 24 tíma 7 daga vikunnar. Við höfum ákveðið að setja slotið hérna á sölu. Þetta er orðið gott. Töluðum við fasteignasala í gær og það koma einhverjir hótel spesjalista fasteignasalar hingað fljótlega til að meta. Við báðum að þetta yrði allt gert í leyni, Engar auglýsingar með nafninu á slotinu og engin skylti. “Low profile, confidental” assablief! Við erum nú samt ekkert hættir að gera það sem við ætluðum okkur. Við komum til með að byrja að mála aðalbygginguna í næstu viku og komum til með að halda áfram að gera upp herbergin eftir því sem tími vinnst til. Sama gildir um markaðssetninguna, komum til með að halda áfram að koma þessu á kortið almennilega.
Það er mikið að gera framundan. Jagúar fólkið er að koma hérna tvisvar þrisvar í viku og jafnvel tvisvar á dag og það verður áfram næstu 5 vikurnar. Það eru nokkrar ráðstefnur framundan og brúðkaup, þannig að businessin blómstrar og er alltaf að aukast. Vildi nú eiginlega óska þess að það væri minna að gera, en það er náttúrlega ekki hægt að leyfa sér það þegar maður er í business.
Bói talaði við hjartalækninn sinn í gær og er núna á leiðinni til hans í viðtal og til að fá öll gögnin sín. Læknirinn sagði honum að það væri mjög ósennilegt að eitthvað væri að vegna þess að aðgerðin hefði gengið mjög vel og mjög óalgengt að eitthvað kæmi uppá. Það væri líklegra að þetta væru aukaverkanir af lyfjunum og það getur svosem verið alveg rétt. Hann var svona lélegur líka fyrst eftir fyrri aðgerðina. Það er sérstaklega þetta lyf sem er til að fyrirbyggja höfnun í líkamanum. Hann var á því í mánuð eftir fyrri aðgerðina og lagaðist eftir að hann hætti á því. Núna þarf hann að vera á því í hálft ár, þannig að það getur orðið erfiður tími, nema þeir geti eitthvað stillt lyfjagjöfina. Sjáum til og vonum það besta.
Gleði kom hérna um daginn og afhenti uppsagnarbréf. Hún hafði farið til læknisins aftur og hann sjúkraskrifaði hana aftur vegna stress einkenna. Hún sagði að hún gæti ekki höndlað álagið hérna lengur og treysti sér ekki til að vinna hér áfram. Við sögðum henni að við tækjum við þessu með fyrirvara um að hún gæti dregið hana tilbaka hvenær sem hún vildi. E.t.v. gæti hún unnið minna, hálfan dag eða tvo daga í viku eða eitthvað. Hún skyldi einbeita sér að því að ná bata og svo gæti hún séð til. Við reyndar vitum alveg hvað er í gangi hjá henni. Hún er skítnervös um að við höfum komist að því hvernig hún hefur dregið sér fé héðan. Við vitum um það og nokkurn vegin hvað mikið og höfum ákveðið að gera ekkert í því. Hún hefur séð hvað það er orðið strangt eftirlit með fjármálum og það er eiginlega útilokað að stela lengur og varð hrædd. Við allavegna ætlum ekkert að gera í þessu og komum ekki til með að ýta á hana að koma aftur. Hún er samt velkomin tilbaka ef hún vill.
Við erum búin að eiga fund með öllu starfsfólkinu okkar og segja fá því að Gleði sé búin að segja upp vegna heilsufars vandamála og að Bói sé að fara til Íslands í óákveðinn tíma. Höfðuðum til þeirra um að styðja mig, vegna þess að það verður töff að reka þetta einn. Pené (nýji kokkurinn) kom með mat til mín um tíu leitið í gærmorgun. Ég var upptekinn á skrifstofunni þannig að ég bað hana bara um að setja þetta út á borð og ég myndi borða þetta á eftir. Þetta er farið að gerast oftar og oftar að þau eru að passa upp á að við borðum. Hún var búin að skrifa mjög fallegt bréf til mín á servettuna:
“Being a boss is not easy and we will support you in every way we can. I have made it my mission til feed you every day. Enjoy your food.”
Ég fór næstum því að grenja þegar ég las þetta. Svona geta þau nú verið góð stundum við okkur.
Ég er búinn að vera á fullu að vinna í nýrri heimasíðu og nýjum bæklingi. Bæklingurinn er tilbúinn og á leiðinni í prentun. Því miður verður hann ekki til þannig að Bói geti tekið hann með sér til Íslands, en ég mun prenta nokkra hérna sem hann tekur með sér. Nýja heimasíðan er næstum því tilbúin líka. Slóðin er www.greytonlodge.co.za Við komum til með að halda gömlu heimasíðunni www.greytonlodge.com úti líka á sama tíma. Er reyndar ekkert sérlega ánægður með hana og þarf að fara í það að taka til á henni og skipta út myndum.
Takk öll sem hafa verið dugleg að setja inn komment, Það vermir alltaf hjartað.
Maggi: Tékkland er yndislegt land, njóttu frísins.
Jóhanna: Enginn pakki kominn ennþá, það er mikill hægagangur í póstþjónustunni hérna.
Anna Kristine: Engin hætta á því að ég byrgji neitt inni. Hér hafa allir vinir okkar boðið fram aðstoð og ég mun nýta mér það þegar á þarf að halda.
Hafdís: Vildi að ég gæti komist í kjötsúpu veisluna, hjá ykkur, en það verður víst að bíða betri tíma. Ég er sterkur og hef líka lært að vera heiðarlegur og biðja um aðstoð þegar ég þarf. Lovísa kemur í lok Febrúar til að vinna, þannig að það verður mikill stuðningur í henni.
Inga: Pollýanna hefur verið slöpp að setja í sig slöngulokkana og hefur mætt nokkra daga með rúllurnar í hárinu. Hún myndi aldrei leyfa sér það í París, vildi að ég gæti verið þar líka.
Það er bara eins og allir séu í fríi. Veit varla hvað það orð þýðir lengur. Hér er bara unnið 24 tíma 7 daga vikunnar. Við höfum ákveðið að setja slotið hérna á sölu. Þetta er orðið gott. Töluðum við fasteignasala í gær og það koma einhverjir hótel spesjalista fasteignasalar hingað fljótlega til að meta. Við báðum að þetta yrði allt gert í leyni, Engar auglýsingar með nafninu á slotinu og engin skylti. “Low profile, confidental” assablief! Við erum nú samt ekkert hættir að gera það sem við ætluðum okkur. Við komum til með að byrja að mála aðalbygginguna í næstu viku og komum til með að halda áfram að gera upp herbergin eftir því sem tími vinnst til. Sama gildir um markaðssetninguna, komum til með að halda áfram að koma þessu á kortið almennilega.
Það er mikið að gera framundan. Jagúar fólkið er að koma hérna tvisvar þrisvar í viku og jafnvel tvisvar á dag og það verður áfram næstu 5 vikurnar. Það eru nokkrar ráðstefnur framundan og brúðkaup, þannig að businessin blómstrar og er alltaf að aukast. Vildi nú eiginlega óska þess að það væri minna að gera, en það er náttúrlega ekki hægt að leyfa sér það þegar maður er í business.
3 Comments:
Elsku Villi minn. Takk fyrir hvað þú ert duglegur að blogga. Það er svo gott að fylgjast með ykkur. Viltu biðja Guðmund að hringja í mig einhvern tíma þegar hann er kominn heim og búinn að ná áttum.Þið eruð líklea með gamla númerið mitt en nýi GSMinn er: 866 7513. Heimasíminn sá sami,561 7531.Elsku skrifaðu þetta niður.Ég er hvorki með símanúmer né e-mail hjá ykkur, það var allt í tölvunni sem hrundi. Er það Lovísa dóttir þín sem er að koma í 3 mánuði eða Lovísa vinkona þín? Ég heyrði í Helgu Blómálfi í fyrradag, hún hafði ekki hugmynd um þetta seinna áfall og var mjög brugðið.Það er gott trikk hjá ykkur að stilla Gleði ekki upp við vegg, þið fengjuð hvort eð er peningana aldrei endurgreidda og hún þarf að lifa með það á samviskunni að hafa komið illa fram við góða menn. Henni mun líða illa en ykkur vel, what goes around, comes around. Vona að Hafdís sjái þetta blogg svo hún gleymi mér ekki í kjötsúpuveisluna! Hjartans kveðjur og góða ferð heim Guðmundur minn. Og Villi, nú er bara ,,einn dagur í einu" taktíkin. Þetta lagast allt, vertu viss. Knús og margir kossar, Anna Kristine
Ég er búin að kíkja á sýðuna ykkar tvisvar til þrisvar á dag sýðan þú skrifaðir sýðast og takk fyrir að skrifa elsku Villi en ÞÚ ERT HETJA vildi bara segja þér það, vildi óska að ég gæti líka fengið að sjá þig á klakanum en ég hitti þig þá bara þegar ég kem til SA.. En gott að Hófí og Bói fengu sama flug heim þetta er erfitt flug og gott að vita að Bói fer ekki einn ;) Vona að pakkinn fari að láta sjá sig þannig að þið getið haft kósý kvöld saman með innihaldi pakkans aður en Bói fer love and leave you ykkar Jóhanna Maggý og Þrumsa
Hæ hó...ég er mikið feginn að Guðmundur er að koma heim..og ef einhver vandræði eru með gistingu þá er að sjálfsögðu pláss hjá okkur í Glæsibænum..vonandi kemur Lovísa sem fyrst til þín Villi minn,hún er hörkudugleg og munar öllu fyrir þig að fá hana.. svo óskar maður bara eftir að einhverjir falli fyrir frábæru hóteli, og þú steinþegir bara yfir álaginu sem fylgir...og selur þetta á okurverði og þið eigið svo sannarlega skilið 2 ára frí eftir svona hasar.. sé ykkur fyrir mér í stórblómóttri skyrtu og stuttbuxum með fagrulega litaðan drykki með skrautlegri regnhlíf á toppnum, liggjandi á sólbekkjum úr eðalvið á einhverjum frábærum stað út í heim....
Anna Kristine mín, það er engin hætta á ég gleymi að bjóða þér í kjötsúpuna,við finnum einhvern tíma þegar hentar Guðmundi, og eigum góða kveldstund saman....
jæja strákar, farið vel með ykkur, sendum alla engla á lausu til að fylgjast með ykkur....
ástarkveðja
Hafdís
Post a Comment
<< Home