Sunday, April 09, 2006

Soldið lúnir

Brúðkaupið gekk mjög vel. Borgar sig alltaf að vera vel skipulagðir. Maturinn góður´og mikið drukkið, eiginlega bara met í drykkju á barnum. Veit ekki hvað´það fóru margar flöskur af Jagermeister og Tekila ásamt öllu hinu. Gott fyrir budduna, en gvöð hvað þetta varð seint kvöld. DJ var erfiður og það var mjög erfitt að fá hann til að tóna niður bassann og stilla hávaðanum í hóf. Höfum séð þetta áður og erum farnir að verða sjóaðari í að takast á við þetta. Partíð endist til klukkan 3 og seinustu gestir fóru ekki fyrr en við vorum búnir að slökkva öll ljós.

Þetta var hávær "Africaaner" hópur, en þau skemmtu sér líka mjög vel. Höfum aldrei séð svona mikið af brotnum glösum og sígarettu stubbar útum allt. Ég var mættur hérna rúmlega 7 í morgun til að þrífa glerbrotin og sígarettu stubbana til að tryggja að hótelið liti normal út þegar gestirnir mæta í morgunmat.

Núna eru flestir búnir að tékka út og ég er búin að hóa í alla vinina að mæta hérna í leyfar úr brúðkaupinu og G&T. Svo verður bara hrunið í rúmið á eftir, enda ekki mikil orka eftir, eftir svona törn.

Anna Kristine: Mér finnst þetta frábært sem þú ert að gera með styrktartónleikana. Af hverju viltu hvorki GÓ eða PÓ? Gangi þér vel með þetta verkefni. Love and leave you!

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Frábært hvað helgin gekk vel og eldhúsið¨mitt¨¨ sé að standa sig vel, er mjög stolt af því....Vildi bara vera með ykkur í þessum hamagangi, sakna ykkar og íslenska umráðasvæðisins í S-Afríku !!!!
Ég sé að það hefur líka verið mjög gaman hjá ykkur í safari ferðinni, það hafa allir haft gott af því að brjóta aðeins upp munstrið, ekki satt.
Annars allt gott að frétta héðan, er í þvílíkri vinnutörn, skil ekki hvað allit þurfa endilega að vera að þvælast eitthvert um páskana...
Ástarkv. til allra. Ykkar Hófý

11:16 am  
Anonymous Anonymous said...

Halló aftur, gleymdi að senda veðurpistil fyrir töfluna ykkar; Reykjavík 5° og skýjað, Stykkishólmur 5° og rigning..... svo mörg voru þau orð.

Luv Hofy

1:29 pm  
Anonymous Anonymous said...

Sælir elskur....
alskýjað, rigningarúði og 5 stiga hiti, en...í síðustu viku var ég veðurteppt á Ísafirði,brjálað veður, m.a. segja það veðurteppt að ég komst ekki út í Hnífsdal til að gista hjá Stjúpsyni mínum...fyrir þá sem eru ekki alveg með Vestfirðina á hreinu þá eru rétt um 4 km til Hnífsdals....svo maður mátti bara tékka sig inn á Hótel Ísafjörð eina nótt...og flaug svo heim daginn eftir...
Hélt eitt stykki fermingarveislu um helgina, fyrir dóttir Róberts Jóasonar, af fyrra hjónabandi,þetta var ákaflega fróðleg blanda, ekkert nema fyrrverandi eitthvað, ömmur, konur og karlar,skábörn stjúpbörn,fyrrverandi kærastar, ætli þetta sé ekki bara ísland í dag,en húsið hjá okkur Jóa var svona fínn staður sem hlutlaus staður og það sem mestu máli skiptir að fermingarbarnið var alsælt.
Sem betur fer var ekki svona mikið at hjá mér eins og ykkur strákar mínir, enda væri ég þá búin að fá raðhjartaáföll, mætti ég þá heldur biðja um raðf....,hahahah
Muna, ekki vinna á föstudaginn langa, annars verður alltof mikið rót upp í kirkjugarði þegar gamla fólkið snýr sér við í gröfunum,háheilagur dagur...við ætlum í Hvassahraunið og grilla í rigningunni, þið eruð auðvitað velkomnir
Ástarkveðjur, hringi í ykkur einhverntímann um páskana.
Hafdís

8:29 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskurnar. Sko GÓ and PÓ are OFF in the SJÓ because I´m in such a RÓ, that no one may rock my boat... Skilduð þið þetta? Anyways, agitera fyrir öllum sem þið skrifið að mæta í AUSTURBÆ laugardaginn 6. maí fyrir kl.14, showið hefst á MÍNÚTUNNI 14 og stendur yfir í 2 tíma. Glamour show með flottum skemmtikröftum.
Hafdís, þú mætir með allt þitt slegt og líka vinur ykkar sem var í Karlovy Vary. Björgum Tékkum! Mér er greinilega ætlað það hlutverk að hjálpa öðrum en sjálfri mér og ég er bara alsæl með það hlutskipti skal´ég segja ykkur. Þið eruð frábærir og maður saknar ykkar á hverjum degi. Love you, knús og kossar, Anna Kristine.

10:34 pm  
Anonymous Anonymous said...

Smá leiðrétting áður en þið farið að auglýsa fyrir mig tónleikana! :) Þeir verða ekki í Austurbæ, líklega verða þeir í LOFTKASTALANUM sem vill gefa mér allt ókeypis nema tæknimann á borð en ég redda honum sjálf gegnum Andreu the Rock Queen. Allt á fullu í undirbúningi, knús og kossar
Anna Kristine.

3:55 pm  
Anonymous Anonymous said...

Halló elskurnar mínar mikið er nú samt alltaf gott að heyra að það sé nú samt mikið að gera varðandi budduna ;) og frábært að allirskemtu sér svona vel í brúðkaupinu ykkar..það er nu sól hér á klakanum og pínu hlýtt ég, gunnni og þruma ættlum að skjótast aðeins austur í dag fara úr vinnunni í halfandag og vera saman og auðvita frú þruma..en annars gengur allt vel varðandi staðinn hann verður rosalega öðruvísi en allt annað í 101.. ég og sigurjón eigum nú bara allt í breytingunum allt lita val og hönnunn og ég verð nú bara að segja að ég er bara frekar mikið stollt af okkur gönnzó..hlakka til þegar þið komið næst í heimsókn á klakan og þá get ég boðið ykkur frábæran brunch og bjór og jager eins og við gerðum sunnudagana góðu undir visteríunni á GL..
LOVE AND LEAVE YOU ást í poka sem ekki má loka
jóhanna maggý ehf. ;)

12:09 pm  

Post a Comment

<< Home