Saturday, April 08, 2006

Safarí

Merkilegt hvað maður hefur verið eitthvað slappur að blogga. Hér hefur nú svosem ekki mikið verið í gangi. Höfum ekkert heyrt meira frá Gulltönn, en það þýðir nú ekki endilega að hún sé hætt við þetta. Þetta er bara “African time” Það tekur allt tíma hérna.

Vorum með tónleika inni í gær, enda var rigning og frekar kallt. Það var mjög notarlegt með arininn á fullu og óvænt tónlistar atriði. Ferdi kom með nokkra nema með sér sem tróðu upp með klarinett og söng. Gullfallegar raddir. Svo er brúðkaup hérna í dag. Það fjölmennasta sem við höfum haft inni, 83 gestir. Það er velpakkað inni í öllum veitingasölunum okkar og svo verður dansað í galleríinu. Athöfnin fer fram úti í garðinum okkar. Lítur út fyrir að við séum vel undirbúin núna og ekki miklar líkur á neinum óvæntum uppákomum, en sjáum til..........

Við Lovísa og Gabríel fórum í safarí í vikunni. Það er safari park í Worcester sem er rúmlega klukkutíma akstur héðan. Gistum þar yfir nóttina og grilluðum og héngum við sundlaugina. Þetta var æðislegt frí, engir gestir, ekkert staff og svo gat maður bara fylgst með því hvað þjónarnir stóðu sig illa og brosað útí annað yfir því hvað ressinn þeirra virtist vera illa skipulagður. Við sáum Fíla, Gíraffa, Zebra, margar tegundir af antilópum, Buffalóa, Ljón, Nashirninga og ég veit ekki hvað. Þetta var mikið ævintýri fyrir Gabríel sem hafði langað svo til að sjá ljónin.

Svo hefur maður bara verið upptekinn í skrifstofuvinnu og undirbúningi fyrir hinar ýmsu veislur sem eru í farvatninu.

Baldur Birgis átti afmæli 1 April, Lovísa Jóns 4 apríl og Þráinn 27 mars (28?). Til hamingju öll með daginn.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Oh, mikið hefur þetta verið mikil upplifun fyrir Gabríel - og reyndar ykkur öll. Vonandi að Gulltönnin sé bara hætt við málarekstur, það er svo leiðinlegt að standa í þessu. Hér hafa verið fundahöld í dag vegna styrktartónleikanna fyrir Tékkland, skemmtikraftar komnir, vantar bara svar frá rétta húsinu hvort ég geti fengið það lánað og þá verður allt klappað og klárt in time. Sumir segja að ég að verða klikkaðri með árunum að detta þetta í hug, öðrum finnst þetta bara vera ekta ég og mér finnst það sjálfri. Hef svo ótrúlega gaman af að gera eitthvað sem gleður aðra og kemur sér vel. Allir söngvarar velkomnir nema tveir, þ.e. Geir Ólafs og Páll Óskar. Þetta verður öðruvísi prógramm en áður og örugglega flottara:) Love you, kossar og knús,Anna Kristine

12:30 am  
Anonymous Anonymous said...

Og verð að senda ykkur einn brandara. Kona var að vinna við að selja tryggingar fyrir Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB og fékk símtal frá Ameríkana sem spurði hvort það væri ekki eitthvað svona neyðarnúmer sem hægt væri að hringja í ef bíllinn hans bilaði úti á þjóðvegi. Konan svaraði: "Yes of course there is, but to be able to get it you must be a member of the FBI"!!!!!!!!!!!!!!! Er eitthvað skrýtið að maðurinn hefði aldrei heyrt furðulegri reglur? Að þurfa að vera í alríkislögreglu Bandaríkjanna til að fá bílaaðstoð á Íslandi! He he, góður.

12:33 am  

Post a Comment

<< Home