Thursday, March 29, 2007

Rólegt að gera

Charlene, sem hefur verið ein af þeim allra verstu í slúðrinu kom með uppsagnarbréf. Sagðist ekki getað höndlað allt þetta slúður lengur. Við báðum hana um að hugsa sig aðeins um, sem hún og gerði. Hún kom tveim dögum seinna og sagðist vera ákveðin í að hætta. Gott og vel, það er hennar réttur. Það verður ekki ráðið í staðinn fyrir hana.

Við fórum í réttarsalinn í gær útaf NFH (Nágrönnum frá helvíti). Hann mætti ekki og því verður gefin út handtökuskipun á hann. Hann verður sem sagt handtekinn og settur í fangelsi fram að næstu réttarhöldum. Gott á hann!

Það hefur verið undarlega rólegt hérna seinustu viku.. Bói hefur verið með veðmál með staffinu hvað það koma mörg borð í mat. Ég tapa alltaf enda er ég bjartýnismaður og ekki fullur af neikvæðni og því giska ég alltaf á of mörg borð. Þetta hefur nú heldur betur verið mikil skemmtun og mikið hlegið yfir þessu.

Í dag koma Björk (dóttir Sossu) og Greg kærastinn hennar og á morgun koma Sossa, Óli og co. Það verður gaman að fá þau hingað í heimsókn. Þau koma til með að vera hjá okkur í ca 10 daga.

Setti inn nokkrar myndir af herbergjunum sem við erum búin að vera gera upp. Hvernig líst ykkur á?

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þvílík breyting á herb 12, kemur mjög vel út..... Hófý

1:46 pm  
Anonymous Anonymous said...

'Eg og amma dreki vorum í tölvunni að reyna að rekja póstsendingu til ykkar,en fundum ekki slóðina, en það er sem sagt pakki á leiðinni til ykkar frá nóa&síríus, vonandi kemst hann til ykkar í föstu formi í hitanum, má allaveganna ekki standa í sólinni, hér sést í 3 túlípanasprota sem settir voru niður á síðasta ári, og svo eru páskaliljurnar farnar að sýna sig, ég sem hélt að ég væri búin að losa mig við þær allar, mér hugnast þær ekki í mínum garði...lóan er komin,bíbí, við bíðum eftir því að fara í bíkíní út á pall í íslenska sumrinu, það verður víst ekki nein álslykja yfir okkur, þar sem álversstækkun var felld af hafnfirðingum, jibbí, nú erum við bara með öndunargrímur vegna nagladekkjanotkunar...hafið það gott elskurnar, gott að vita af vinum og kunningjum í heimsókn hjá ykkur, í þessum svakalega flottu herbergjum vávávaá...gæti alveg hugsað mér að koma og vera í einu,....bless í bili luv amma dreki og dóttirin bráðum FF

10:51 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ strákar mínir, er síminn bilaður hjá ykkur...... Hófý

4:07 pm  

Post a Comment

<< Home