Friday, March 23, 2007

Já bara verið að kvarta........

Heimalingurinn er farinn (Hófý). Það var mjög gott að hafa hana hérna. Tókum nokkur herbergi í gegn meðan hún var hérna. Set myndir inn fljótlega svo þið getið dáðst af þessum afrekum okkar. Sossa er að koma með fjölskylduna sína um mánaðarmótin, þannig að það er “never a dull moment”.

Það hefur ýmislegt verið í gangi í staffamálum. Karen er hætt og það er kominn nýr kokkur, Ruwyda. Ung stelpa sem hefur ekki mikla reynslu, en er áköf að læra. Hún þarf mikinn stuðning, þannig að ég er eins mikið og ég get með henni í eldhúsinu og svo er restin af eldhús staffinu að styðja hana Held hún eigi eftir að koma til.

Charlene kom út um daginn með áhyggjur af Loana. Loana hafði fengið sendibréf frá Hilca-Ann, dóttur sinni sem hefur verið í námi í Cape Town, þar sem hún sagði mömmu sinni að hún hefði ekki verið í námi. Charlene vildi að Bói ræddi þetta við Loana vegna þess að hún væri og feimin til að ræða þetta við Bóa. Bói talaði við Loana og það kom í ljós að Hilca-Ann hafði nú bara fallið á einu prófi og þyrfti að taka allt árið upp aftur. Það var nú allt of sumt. Höfum við ekki flest fallið á einhverju prófi? Alla vegna ég...... Hilca-Ann kom og vann hjá okkur í nokkrar vikur og hætti svo um leið og Karen til að halda áfram með námið sitt. Við héldum smá veislu til að kveðja þær báðar.

Við höfum átt soldið i erfiðleikum með suma þjónana okkar sem hanga alltof mikið inn í eldhúsi. Það var sama hversu oft við rákum þær út eldhúsinu og ræddum um þetta. Alltaf skyldu þær finnast inn í eldhúsi og við enduðum í því að taka á móti gestum og leita svo að þeim og finna þær inn í eldhúsi. Við enduðum á að setja upp stigagjöf á töflu inn í eldhúsi og bjóða verðlaun fyrir þá sem fengi fæst stig. Það virðist hafa leist þetta vandamál í bili alla vegna. Er á meðan er....

Hér höfum við líka verið að fást við slúður. Hefur verið ansi slæmt og hefur haft slæm áhrif á liðsheildina. Bói hefur átt alvarleg samtöl við þá sem hafa verið verstir í þessu slúðri og skrifaði svo upp á töflu staðreyndir um það sem verið var að slúðra um og hótaði alverlegum afleiðingum ef þessu færi ekki að linna. Það féll allt í ljúfa löð strax. Staffið okkar er stundum eins og börn sem þarf að rasskella annað slagið til þess að fá þau til þess að haga sér.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ strákar
Það var mikið að það komu fréttir. Hitti Gulla og Kristján í mínum daglega "hádegis-rúnti"
( Ekki kring um Tjörnina ) Þeir höfðu engar fréttir af ykkur - svo að okkur kom saman um að engar fréttir væru góðar fréttir og nú eru sem sagt komnar góðar fréttir
Hafið það alltaf sem best.
Kveðja
Systir Sigurjón

3:01 pm  

Post a Comment

<< Home