Monday, April 16, 2007

Sossa og co.

Hér er búið að vera brjálað að gera. Páskahelgin var fullbókuð og svo höfðum við brúðkaup í ofan álag. Allt gekk nú samt mjög vel. Ég varð reyndar lasinn í nokkra daga með Gullfoss og Geysi.. Ég gat ekki unnið mikið, Bói var mjög góður við mig og leyfði mér að vera heima eins mikið og hægt var. Bói fékk svo sömu magakveisuna, en varð sem betur fer ekki eins slæmur og ég. Okkur er báðum batnað núna.

Sossa, Óli, Bjössi, Björk og Greg voru hjá okkur í 10 daga og á sama tíma kom Volga líka. Það var mjög gaman að hafa þau hérna. Voru nokkur sein kvöld þar sem við skemmtum okkur við píanóið. Sum kvöld endaði ég nú bara á því að afhenda þeim lyklana af hótelinu og bað þau um að loka þegar þau færu að sofa. Þau héldu hópefli fyrir allt staffið, elduðu góðan mat fyrir þau of svo var farið í leiki. Þetta var mjög skemmtilegt og staffinu fannst frábært að þau skyldu gera þetta fyrir þau.

Hér var síma sambandslaust í 2 daga rétt fyrir helgina. Telkom (Síminn) sagði að einhver hefði stolið kabalnum og þau væru að bíða eftir nýjum. Djísus, ég var brjálaður of hringdi í þau lon og don þangað til loksins þeir gerðu við þetta. Ömurlegt að vera án síma og það rétt fyrir helgi þegar bókanir hrinja inn. Vorum með einungis eitt herbergi alla helgina út af þessu.

Charlene skipti um skoðun og ákvað að hætta við að hætta. Louna varð brjáluð, vegna þess að hún vildi að dóttir hennar fengi starfið hennar og Bói var hálfpartinn búinn að lofa henni því. Dóttirin var aðeins of ör og sagði upp starfinu sem hún var í og er því atvinnulaus núna. Þetta hefur nú jafnað sig núna og allt fallið í ljúfa löð. Don var stoppaður af lögreglunni núna í morgun og þá kom í ljós að hann hafði ekki endurnýjað ökuskírteinið sitt og því má hann ekki keyra fyrr en hann er búinn að endurnýja það. Þannið að nú hefst aksturinn aftur hjá okkur. Hlakka ekki til, enda hefur það létt þvílíkt á okkur að hafa bílstjóra.

Nú eru komnir góðir gestir til okkar aftur, Wibecke frá Noregi með mömmu sína (75 ára) og vinkonu hennar (78 ára). Þær verða hjá okkur í viku. Ekkert smá hressar kellur þrátt fyrir aldurinn. Wibecke er gömul vinkona Bóa og rak hárgreiðslustofuna sína við hliðina á blómabúðinni hans Bóa í Oslo. (Stebbi, hún segir mér að hún klippi þig reglulega!) Lítill heimur, ha.....

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ hó og gamana að heyra frá ykkur darlings, gaman þegar allt er fullt af gestum af heiman, Við hittumst kellurnar á Jómfrúnni, mikið gaman og hlegið mikið, Abba alltaf jafn yndisleg, er með sömu eiginleika og bróðir sinn, að þegar þið mætið á svæðið, byrja hlátrasköllin að glymja, og brandarar að fjúka. Mesta skemmtunin var nú hjá okkur að dást að litarhætti þeirra systra Bylgju og Öbbu, eftir vel útilátna heilsprautun, þar sem appelsínuguli liturinn varð aðeins of mikill. Við spurðum auðvitað Hófí spjörunum úr um ykkur, þar sem við höfum ekki enn tímt að kaupa okkur farmiða til ykkar sjálf, til að sjá hvernig þið hafið það innan um afríkubúana. Ætlið þið að koma heim í FF afmælið mitt, 070707?, Við gætum tjúttað saman í íslensku sumarnóttinni....Jæja elskur farið vel með ykkur og verið ykkar eigin herra, Ásssstarkveðjur Hafdís

9:24 am  
Anonymous Anonymous said...

Tilkynning frá strandgæslunni. Undirrituð er enn á lífi. Enn í Þingholtunum. Enn í sambúð. Enn á DV. Náði í manninn sem þið senduð númerið á, en svo svaraði hann ekki í töku 2. Sumarið kom í gær og flýtti sér í burt aftur. Sá meira að segja eitt snjókorn áðan. Í gær var það fluga á stærð við fugl.Hélt það væri óskráð náttúrulögmál að svona risaflugur lifðu ekki í frosti. Það er rangt. Það er lífsnauðsynlegt að kíkja á netsíðuna ykkar til að vita að þið séuð á lífi! knús og kossar, Anna Kristine

10:59 am  
Anonymous Anonymous said...

Fékk mér kaffi og köku í tilefni dagsins. maggi

5:44 pm  
Anonymous Anonymous said...

til hamingju með daginn í gær

4:46 pm  

Post a Comment

<< Home