Monday, November 19, 2007

Mikið að gera

Jú, það er skrítið að vera allt í einu einn hérna eftir allan þennan gestagang og hafa ekki einu sinni Bóa minn hjá mér. Ég held mér nú samt við efnið og vinn bara aðeins meira. Farinn að gera blómaskreitingar meira að segja, það er nú svosem nóg úrvalið af blómum hérna í garðinum. Hér er búin að vera frekar róleg helgi en, það er fullbókað upp í topp þessa vikuna. Erum með ráðstefnu og það er allt að ganga mjög vel. Þessi ráðstefna verður út vikuna og mér sýnist helgin ætla að verða fullbókuð líka. Getur þetta fólk ekki verið heima hjá sér???? Nei, nei, segji nú bara svona.

Sem betur fer eru þessir ráðstefnu gestir ekki að hanga uppi á barnum langt fram eftir eins og gerist svo oft. Þetta er fjárfestingarbanki sem hefur haldið ráðstefnur hérna mánaðarlega og eru búin að bóka líka í desember og janúar. Þessi banki er svo nískur, ber enga virðingu fyrir mannauðnum (annað en Landsbankinn, Anna mín). Þeim er skammtaður einn líter af flösku vatni á dag og fá að panta sér einn gosdrykk eða ávaxtarsafa með hádegis- og kvöldmatnum. Það sem kannski verra er að vatnið hér í Greyton er ekki mjög gott að við getum ekki drukkið það, verðum veikir af því. Bæjarbúar sem hafa búið hér lengi drekka það, en við mælum ekki með því og ráðleggjum fólki alltaf að drekka flösku vatn sem við seljum á næstum því kostnaðarverði. Svo sem kannski ekki slæmt fyrirkomulag að það sé ekki splæst áfengi á þau, þau eru jú hérna til að vinna og læra.

Takk fyrir öll kommentin, Anna Kristine, Hafdís og Gússý, gleður alltaf.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku Villi minn. Vildi að ég væri komin til þín að búa til blómaskreytingar. Óttast hins vegar mest að við sjáumst bara ekkert meira, því ég hef aldrei á ævinni orðið jafn veik og ég er núna. Brjósthimnubólgan lætur ekkert undan lyfjum, ég er hálf rænulaus af háum hita og veit ekkert hvað er að gerast. Fer til nýs læknis á morgun og í sameiningu munu læknarnir vonandi finna út hvað er að gerast með mig og hvað er hægt að gera til að ég fái heilsu. Veit ekkert leiðinlegra en vera alein heima, það ættuð þið að muna frá því fyrrverandi ástsælasta o.s.frv. bjó á Grettisgötunni með ykkur og elskaði að vakna á morgnana til að drekka kaffi með Guðmundi, bíða eftir að þú kæmir heim úr vinnunni, klappa Mörtu og svo framvegis og svo framvegis. Svei mér þá ef það var bara ekki allra skemmtilegasta aðventa ever. Þessi verður mun einmanalegri ef ég þarf að liggja eins og skata og get ekki notið þess að ganga Skólavörðustíginn :( Vantar laghentan mann eða konu sem getur lagað ryksuguna og ryksugað fyrir mig, lagað lampa sem leiðir út og komið svo og skreytt smávegis þegar aðventan gengur í garð. Einhver? Einhver? :) Sakna þin ljósið mitt, þú ert alltof langt í burtu. Knús og kossar, Anna Kristine, FV,Á,Ú,Í sem fór yfirum á aðventunni ´99

2:27 pm  

Post a Comment

<< Home