Thursday, November 15, 2007

Nú er ég einn í kotinu

Nú eru systurnar, Abba og Bylgja farnar. Fóru eftir hádegi í gær með Bóa og gistu eina nótt í Cape Town. Bói er á leiðinni heim með þeim og verður í tæpar tvær vikur. Þarf að endurnýja vegabréfið sitt og fara í heilsutékk. Það er búið að vera alveg frábært að hafa þær hérna. Við erum búin að skemmta okkur alveg konunglega. Ég fór með þær til Cape Town einn daginn svo þær gátu nú sjoppað soldið, svo leigðu þær sér hestakerru og fóru í ferð um bæinn. Við leigðum okkur líka hesta og fórum í útreiðatúr, mjög gaman.

Þær ásamt Bóa hafa líka vakið mikla athygli hérna fyrir að vera á línuskautum á aðalstrætinu hérna. Man ekki eftir að hafa séð neinn á línuskautum hérna í þorpinu okkar. Í fyrradag fórum við til Dora í mat. Dora var þvottakona hérna á Greyton Lodge áður fyrr og lífið hennar byrjaði nú eigilega varla fyrr en hún varð sextug og var þá pínd af fyrrverandi eigendum að fara á eftirlaun. Núna er hún með saumastofu og rekur veitingastað heima hjá sér. Aðeins eitt borð, en það er mikil upplifun að koma inn á heimili hennar í fátæktarhverfinu hérna. Svo er hún bara svo skemmtileg líka og full af sögum.

Við vorum lika með party hérna fyrir hana Margréti sem er herbergisþerna hjá okkur. Hún varð fimmtug um daginn og við ákváðum að boða hana á starfsmannafund. Staffið hafði skipurlagt supræs party fyrir hana og grill og diskó. Það var mikið fjör og gaman. Já það er búið að vera fullt að gerast hérna. Bara alltof lítill tími til að blogga.

Þetta er búin að vera ansi mikil törn af gestum hjá okkur. Fyrst Kristján, svo Ása og svo þrjár víkingakonur frá Noregi og loksins Abba og Bylgja. Það hefur nú ýmislegt þurft að vera á hakanum vegna tímaskorts. Maður hefur nú frekar viljað gera eitthvað með gestunum en að kúra inn á skrifstofu allan liðlangan daginn. En nú er kominn tími til þess að bretta upp ermarnar og sinna þeim verkefnum sem hafa þurft að bíða. Ég set inn myndir í vikunni (vonandi ef ég hef tíma)……. Veit nú ekki hvernig það verður, þar sem ég er einn hérna að gera bæði störfin okkar. Held samt að það komi bara til með að ganga mjög vel. Bói átti fund með flestum starfsmönnum áður en hann fór og biðlaði til þeirra að styðja vel við bakið á mér. Svo hefur maður alltaf hana Noelle vinkonu að hlaupa upp á ef þörf krefur...........

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ Villi minn. Það hlýtur að vera skrýtið fyrir þig að vera allt í einu orðinn einn eftir allan þennan gestagang og Guðmundur farinn líka í bili. Þú finnur þér vonandi eitthvað að gera til að dagarnir líði hratt.
Hér er allt við það sama, brjálað að gera og ég enn og aftur orðin veik. Nú með brjósthimnubólgu og má ekkert gera í 2 vikur þar sem þetta hefur verið að malla í mér í margar vikur og lyfin virðast ekki slá á. Fer í frekari rannsóknir í næstu viku. Lízella er byrjuð að vinna í Landsbankanum og líkar mjög vel. Þar kunna þeir að meta mannauð. Hér er orðið alveg ís-jökulkalt svo ég vona að Guðmundur komi með önnur föt en þau sem hann var að tjútta í á grasinu! gott hjá afmælisbarninu að halda upp á 50 ára afmælið en vera bara 49, þetta hefði maður átt að fatta fyrir löngu. Hafðu það gott elsku Villi minn. Knús og kossar frá Önnu Kristine.

2:20 pm  
Anonymous Anonymous said...

hæ kallinn minn, ohh hvað ég hlakka til að hitta Guðmund, hann virðist nú alveg vera við þokkalega heilsu miðað við myndirnar......hehe...Þráinn og Lóa voru hér í mat í kvöld, áttum ljúfa stund með góðan mat og fíflabröndurum...hafðu það gott í rólegheitunum eftir allan þennan gestagang, hlakka til að hitta liðið þitt hér á Fróni. Farðu vel með þig kallinn minn, Blingding Hafdís, ps. Anna Kristine, farðu líka vel með þig, sendi þér niðurlagið á framhaldssögunni okkar í næstu viku...

11:23 pm  

Post a Comment

<< Home