Fílamaðurinn er með okkur
Stundum finnst okkur eins og við séum á frumsýningu fílamannsins (sem ég lék með Halaleikhópnum). Maður hefur ekki hugmynd fyrir sýninguna hvort allir kunni linurnar sínar og þess vegna þarf maður að læra öll hlutverkin. Svo bara bíður maður eftir að einhver gleymi línunum sínum eða standi á vitlausum stað, eða komi inn á vitlausum tíma. Svona er þetta hérna. Maður veit aldrei hvað fer úrskeiðis, en það er öruggt að eitthvað fer alltaf úrskeiðis. Í gær var gamlárskvöld og við vorum með Buffet sem var Fusion af íslenskum (skandinavískum) mat og afrískum. Tóks mjög vel og við gátum meira segja leyft okkur að sitja meirihlutann af kvöldinum með vinum okkar, Volga, Marise og Neil ásamt fleirum. Ég ætlaði að vera í mínu fínasta pússi, en þá kom í ljós að buxurnur voru of stuttar og þröngar. Fannst mér það mjög einkennilegt þar sem allar buxur eru að detta niður um mann. Mundi þá eftir að þessi föt voru notuð í Fílamanninum af Gunsó, og voru þá þrengd og stytt.
Þá allt í einu datt mér í hug að auðvitað ættum við að vera í afrísku búningunum okkar sem við og gerðum og vöktum mikla athygli fyrir. Blanda af Íslandi og Afríku eins og buffe´id var.
Kvöldið var langt í gær. Við fórum ekki heim fyrr en um þrjú eftir að hafa lokað og læst staðnum. Vorum mjög þreyttir og Bói vaknaði svo snemma til að tryggja að allt væri í lagi með morgunmatinn. Það var slatti af fólki sem hafði bókað sig í morgunmat hjá okkur þannig að það var fullt að gera í morgun. ég svaf aðeins lengur, þannig að nú er Bói heima að leggja sig. Við erum með hlaðborð aftur núna í hadeginu, en það virðist ekki ætla að vera mikið að gera. Trúlega eru allir að sofa þynnkuna úr sér og nenna ekki út.
Þá allt í einu datt mér í hug að auðvitað ættum við að vera í afrísku búningunum okkar sem við og gerðum og vöktum mikla athygli fyrir. Blanda af Íslandi og Afríku eins og buffe´id var.
Kvöldið var langt í gær. Við fórum ekki heim fyrr en um þrjú eftir að hafa lokað og læst staðnum. Vorum mjög þreyttir og Bói vaknaði svo snemma til að tryggja að allt væri í lagi með morgunmatinn. Það var slatti af fólki sem hafði bókað sig í morgunmat hjá okkur þannig að það var fullt að gera í morgun. ég svaf aðeins lengur, þannig að nú er Bói heima að leggja sig. Við erum með hlaðborð aftur núna í hadeginu, en það virðist ekki ætla að vera mikið að gera. Trúlega eru allir að sofa þynnkuna úr sér og nenna ekki út.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home