Monday, March 14, 2005

Nýr kokkur

Gleymdi næstum bestu fréttunum.

Erum komnir með núja kokk, hana Silvíu. Hún hefur unnið hér áður, reyndar sem þjónn fyrir áratugum síðan og á mörgum veitingastöðum í Greyton. Bjóðum hana velkomna og ef einhver hefur uppá stungu um nafn á hana, þá er það vel þegið.

Og bókarinn okkar ákvað eftir allt að taka ekki starfið þannig að núna eru bókarahlekkirnir að læsa sig um mig aftur. Djísus kræst. Er með tvö nöfn og símanúmer, þannig að endilega farið nú á hnén fyrir okkur og biðjið fyrir því að þetta reddist einhvern vegin. Fíla nefnilega ekki þessa hlekki. Þá finnst mér eldhúshlekkirnir betri.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home