Ráðstefna
Okkur tókst loksins að tæma ráðstefnusalinn og koma öllu fyrir hér og þar. Það var mikil vinna að gera þetta og að þrífa svo og koma þessu öllu í gott lag. Við vorum meira og minna öll í þessu í nokkra daga. Ráðstefnugestirnir eru mættir og byrjaðir að funda. Virðast vera mjög ánægð. Ég þarf svo að fara inn í eldhús á eftir að hjálpa Skvísu með eldamennskuna fyrir hádegismatinn. Mikilvægt að allt gangi nú vel upp.
Höfum ekki getað haft fund með starfsfólkinu útaf þjófnuðunum. Getum ekki tekið séns á því að allir verði í fílu meðan að ráðstefnan er í gangi. Tók Frú Fyndnu fyrir í gær vegna þess að hún hafði komið inn í eldhús bölvandi og byrjað sjálf á að gera eftirrétti. Ég hennti henni útúr eldhúsinu og sagði henni að gjöra svo vel að vera út í sal að sinna gestum. Hún væri þjónn en ekki kokkur. Tók hana svo fyrir daginn eftir og sagði henni að hún hefði verið með ljótt orðlag í eldhúsinu og komið kokkunum í uppnám og að hún ætti að halda sig frammi í sal og sinna gestum. Það væri hennar starf. Hún gleymdi í gær svo að skrifa niður það sem við Bói og ég átum og drukkum. Verra var að hún gleymdi líka að skrifa niður það sem Volga White fékk sér. Hún snæddi nefnilega með okkur. Vissi að Volga myndi koma í dag til að gera upp reikninginn sinn og þá myndi enginn vita neitt. Þarf að taka hana á eintal aftur í dag. Spurning hvot það sé ekki komið að skriflegri viðvörun?
Silvía, nýji kokkurinn er að standa sig mjög vel. Óléttan byrjaði í barseignarfríi í dag og Gvöð hvað við erum öll hamingjusöm að vera lausir við hana. Hún hefur verið tikkandi tímasprengja sem hefur klikkað alltof oft.
Jæja, má ekki vera að þessu. Eldhúshlekkirnir kalla!
Höfum ekki getað haft fund með starfsfólkinu útaf þjófnuðunum. Getum ekki tekið séns á því að allir verði í fílu meðan að ráðstefnan er í gangi. Tók Frú Fyndnu fyrir í gær vegna þess að hún hafði komið inn í eldhús bölvandi og byrjað sjálf á að gera eftirrétti. Ég hennti henni útúr eldhúsinu og sagði henni að gjöra svo vel að vera út í sal að sinna gestum. Hún væri þjónn en ekki kokkur. Tók hana svo fyrir daginn eftir og sagði henni að hún hefði verið með ljótt orðlag í eldhúsinu og komið kokkunum í uppnám og að hún ætti að halda sig frammi í sal og sinna gestum. Það væri hennar starf. Hún gleymdi í gær svo að skrifa niður það sem við Bói og ég átum og drukkum. Verra var að hún gleymdi líka að skrifa niður það sem Volga White fékk sér. Hún snæddi nefnilega með okkur. Vissi að Volga myndi koma í dag til að gera upp reikninginn sinn og þá myndi enginn vita neitt. Þarf að taka hana á eintal aftur í dag. Spurning hvot það sé ekki komið að skriflegri viðvörun?
Silvía, nýji kokkurinn er að standa sig mjög vel. Óléttan byrjaði í barseignarfríi í dag og Gvöð hvað við erum öll hamingjusöm að vera lausir við hana. Hún hefur verið tikkandi tímasprengja sem hefur klikkað alltof oft.
Jæja, má ekki vera að þessu. Eldhúshlekkirnir kalla!
2 Comments:
jæja krúttin mín.. það er að verða allt annað að lesa bloggið ykkar..og gaman að sjá myndirnar, ohhhh hvað ég hefði viljað vera með í einu snjóboltapartýi...sakna ykkar all svakalega..það eru auðvitað öngvir eins skemmtilegir og þið í stuði...
Kom heim frá Köben í gærkveldi, árshátíð og vinna, flott ferð, en er grasekkja nú,
Var á bílastæðinu á Grettó í dag, og stóð og glápti upp á svalir...var hálfpartinn að vona að ég sæji einhvern kunnuglegan til að bjóða mér í gott kaffi...
Miss jú darlings...Hafdís
Takk Hafdís okikar
Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur hérna og þú ert ævinlega velkomin.
Post a Comment
<< Home