Wednesday, April 27, 2005

Til hamingju með afmælið, elsku Gabriel Temitayo

Afmælisdagurinn minn var mjög góður. Ekki að ég hefði ætlað að gera neitt úr honum. Ætlaði ekki að halda neitt upp á hann og bara eiga rólegan dag. Bað Bóa um að gefa mér bara ást og frið, vildi engar gjafir. Mætti snemma til vinnu og var svo orðinn þreyttur um tíu leitið og fór heim að lesa og reyna að leggja mig. Ekki séns að ég sofnaði. Er farinn að sofa alltof lítið. Dreif mig svo á fætur um eitt leitið og þá kom Bói með Volgu og marise og Neil sem færðu gjafir. Djókgjafir sem betur fer. Sátum með þeim í klukkutíma og höfðum það notarlegt með göfugum rauðvínum. Fórum síðan á Driefontain í lunch með Gunna og Jóhönnu. Hittum Hermann og Philipus, Lindu og Jenny Debello og Coinie. Þetta var frábært. Drifum okkur svo hingað um 6 leitið til að vera til staðar. Kvöldið var rólegt.

Mánudagurinn var mikil skrifstofuvinna, ekki það skemmtilegasta sem ég geri, en einhver þarf að gera það. Svo var undirbúningur fyrir þriðjudaginn sem varð mjög busy. Við keyptum 7 miða á tónleikana með 3 tons of fun og buðum Gunna og Jóhönnu, Gússý, Joy og Gabriel. Tónleikarnir voru geggjaðir. Þvílílkt stuð og stemming. Vid drifum okkur svo hingað á hótelið áður en tónleikarnir vour búnir vegna þess að við vissum að það yrði allt brjálað hjá okkur að gera. Allir myndu drífa sig hinað eftir tónleikana í mat eða drykki. Vorum á handahlaupum strax þegar við komum. Allt gersamlega brjálað. 43 í mat. Allir vildu náttúrlega koma vegna þess að þessi þrjú tonn gistu hjá okkur og borðuðu eftir tónleikana. Í öllum látunum mundum við svo (allt of seint) að við hefðum gleymt að hringa í litla gullið okkar, hann Gabríel (barnabarnið okkar) og óska honum til hamingju með daginn. Hann varð nefnilega þriggja ára í gær. Til hamingju elsku Gabríel. Við hringjum á eftir og syngjum fyrir þig.

Þetta varð mjög seint kvöld. Við komust ekki í háttinn fyrr en um þrjúleitið. Vöknuðum svo fyrir klukkan sjö í morgun til að undirbúa morgunmatinn fyrir þrjú tonninn sem ætluðu að leggja af stað heim snemma. Allt gekk vel. Var svo þreyttur eftir törnina að ég fór inn í eitt herbergið hérna og ætlaði að leggja mig. Var reyndar að lesa. Frábær bók sem Hrefna vinkona skyldi eftir sig hérna fyrir okkur (Takk Hrefna). Englar og Djöflar sem er beint framhald af DaVinci lyklinum. Varla hægt að leggja hana frá sér, svo spennandi er hún. Jæja ég sofnaði ekkert. Bói náði svo í mig um eitt leitið og þá vour Jenny og Pamela, vinkonur okkar mættar í smá drinkie poo. Alltaf jafn gott að hitta þær. Dagurinn hefur annars verið bara rólegur.

Einn gestur kom inn á bar áðan og spurði hver væri íslendingur þar. Ég, sagði ég og þá rétti hann mér farsímann sínn og sagði að það væri landsmaður á línunni. Þar var þá Jói, sem er flugvirki, en vinnur sem nuddari í Johannesarborg og er nuddari þessa gests. Hann er búinn að búa þar í 9 ár og er giftur Suður Afrískri konu. Við skiptumst á símanúmerum og vonandi verðum við í einhverju sambandi. Alltaf gaman að heyra í landsmönnum.

Takk fyrir allar afmæliskveðjur. Alltaf gaman að fá kveðjur. Annars er ég að hugsa um að gera eins og Gulli vinur. Bara gefa afmælisdaginn minn. Er hvort eð er búin að eiga svo marga.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home