Sunday, April 24, 2005

ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag!

Þetta var mjög sérstakt að hitta Lauren Flanigan í Cape Town og að fara í óperuna. Maður hefur verið eitthvað svo “einangraður” hérna og að koma í stóru borgina og upplifa smá list var frábært. Og Nabucco var sko engin smá list. Rosalega flott uppfærsla og Lauren var alveg frábær. Fórum með henni í dinner á eftir. Klukkan var reyndar að verða miðnætti svo að kvöldið var óvenju seint hjá okkur. Komum ekki upp á gistiheimilið fyrr en klukkan var farin að ganga 3. Nýtt met hjá okkur. Hérna er maður yfirleitt kominn í rúmið löngu fyrir miðnætti.

Fórum svo daginn eftir að rölta um Waterfront og miðbæ Cape Town með Hófý og Lauren. Vorum með smá móra yfir að hafa varla komist spönn frá rassi með Hófý. Búið að vera of mikið í gangi hérna, til að maður hafi komist frá. Kvöddum Hófý á flugvellinum og drifum okkur heim. Mikið rosalega var annars gott að hafa Hófý hérna. Hún gaf mér alveg nýjar víddir í eldhúsinu og við enduðum náttúrulega á því að gefa henni eldhúsið. Takk fyrir vináttuna Hófý og komdu fljótt áftur. Eldhúsið bíður eftir þér og við líka.

Hrefna og Gerður fóru svo daginn eftir. Claes keyrði þær á flugvöllinn. Hann er Svisslendingur sem býr hérna heitustu mánuðina og stelpurnar kynntust honum hérna. Hann var mjög duglegur að fara með þær útum allt að sýna þeim landið. Við vorum mjög fegnir vegna þess að við hefðum varla haft tækifæri til þess að komast neitt með þeim og þær keyra ekki sjálfar. Voru reyndar mjög duglegar í göngutúrum og þess háttar, enda er mikið hægt að ganga hérna um fjöllin og þjóðgarðinn. Mikið af fuglalífi, fallegum gróðri og fallegu landslagi.

Þegar einn fer, kemur annar í staðin. Gunni kom í gær. Jóhanna fór að ná í hann og þau gistu eina nótt í Hout Bay (rétt hjá Cape Town) til að rækta ástina. Þetta hefur verið erfiður aðskilnaður hjá þeim, enda bæði ung og ástin ung líka. Dáist nú samt að því hvernig þau hafa þolað aðskilnaðinn. Gott að fá Gunna aftur. Þau verða nú eitthvað takmarkað að vinna með okkur, en vonandi gista þau sem lengst hjá okkur. Þau ætla að skoða tækifæri hérna fyrir framtíðina í viðskiptum.

Ég á afmæli í dag. Ekki að það sé nú eitthvað merkilegt, búin að eiga svo mörg! Bað Bóa um að gefa mér fullt af ást og friði í afmælisgjöf. Ætlum að fara á Drie Fontain í hádegismat (hjá Hermann og Philipus). Búnir að reyna að fara þangað í 3 vikur, en alltaf verið fullbókað. Tókst alla vegna að bóka borð núna og förum öll 5. Ættum kannski að fara að kalla okkur hina fimm fræknu? Eða fimm frænkur? Nei, ég segji nú bara svona.

Staffið hefur verið alveg til friðs síðan við áttum seinasta fund með þeim. Ég hef varla þurft að fara inn í eldhús. Verið góð stemming þar (mínus Skvísuna reyndar) og þær hafa meira að segja sýnt meira frumkvæði en maður hefur séð áður. Koma út með bækur til að spjalla um uppskriftir og koma með uppástungur um breytingar og nýja rétti. Frábært. Er á meðan er. Erum samt farnir að sjá minstrið. Eftir svona átök er yfirleitt allt í friði og gleði í nokkrar vikur. Svo kemur eitthvað annað uppá og við tökum bara á því þegar það kemur. Erum orðnir ansi sjóaðir í því.

Reiknum með annasamri viku. “3 tons of fun” eru að koma til að halda tónleika hérna á þriðjudaginn. Við fórum á tónleika með þeim hérna í fyrra. Það var afmælisgjöfin mín, enda voru þær með tónleikana 24 apríl í fyrra. Þetta eru 3 mjög ýturvaxnar blökkusöngkonur og eru alveg geggjaðar. Þær munu gista hjá okkur og borða svo eftir tónleikana. Ef þetta verður eitthvað eins og í fyrra, þá verður allt fullt og þær koma til með að troða upp á milli rétta. Þær gerðu það í fyrra og það er sjaldan sem maður hefur skemmt sér eins vel. Svo kemur Lauren með konsertmeistara Cape town óperunnar og treður upp á föstudaginn. Hlökkum mikið til.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til lukku með afmælið. Þu varðst að sjálfsögðu 25+ eitthvað lítið er það ekki :)

Kv.
Hrund

6:46 pm  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elsku Villi minn! Þið eruð greinilega umfafðir meiriháttar fólki undanfarnar vikur. Sýnist þið vera á flottu róli. Til hamingju með að vera búnir að fá Gunna aftur. Skilaðu kveðju til allra afmælisbarn.
þín Ragna

7:12 pm  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Villi minn,og líka að vera búnir að koma svona góðu skikki á þjónustuliðið.
Gangi ykkur áfram vel
kveðja Esther

12:20 pm  
Anonymous Anonymous said...

til hamingju til hamingju, pínulítið seint en....
vonandi áttir þú góðan ammmmælisdag, æðislegt að fá myndir, ohhhh hvað það væri gaman að hitta ykkur...
luv og blíðar heilsur frá öllum sérstaklega ömmu dreka, Ykkar Hafdís

7:23 pm  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Villi. Happy skvett.

5:46 am  

Post a Comment

<< Home