Saturday, June 04, 2005

Er Ofboðslega stoltur af veitingastaðnum okkur

Hér er allt á fullu. Stór hópur að halda upp á afmæli. Og svo fullt af utanaðkomandi fólki í dinner. Leit nú ekki vel út í upphafi. Fröken Frekja kom á vakt um tvö leitið og þá fyrst fattaði hún að það var ekki til blómkál, en það átti að vera Blómkálssúpa með Blue cheese, og ekki heldu til nóg lamb. Stundum er bara eins og þau hugsi ekki og skipuleggji ekkert fram í tímann. Bói fór með hana til Genadendal, en þar bý hún. Hún átti einn blómkálshaus heima, Kahleena (Afríkudrottningin) átti engan, og einn haus fanst í einni búðinni þar. Þar með reddaðist það.

Ekker lamb til og slátrarinn búinn að loka. Bói fór á hnén og gat grátið út tvö læri. Allt hráefni til sem sagt og allt leit út vel út. Bói var nú ekki í góðu skapi þegar ég kom úr pásunni minni sem ég hafi mili eitt og fimm. Enda búinn að standa í veseni og bara einn þjónn á vakt sem þurfti að sjá til þess að einhver væri sýnilegur ef gestir kæmu. Oft erfitt að stóla á það.

Allt er samt að ganga vel núna. Þarf að skreppa að syngja amælissönginn með staffinu fyrir afmælisbarnið

Kominn aftur. Þau eru í skýjunum yfir öllu. Ferdi er á píanóinu og lék undir. Smá fyndið, veit ég má ekki segja það, en samt, látum það flakka.......

Áðan var eitthvað uppnám inni á veitingastaðnum. Bói var að taka steppdans inni á veitingastaðnum. Vissi ekki hvað var í gangi. Þegar ég kom inn sagði Gulltönn mér að hann væri að reka mús út. Eitt borðið hafði sagt honum að það hefði verið mús undir borðinu þeirra. Og Bói var á fullu að stappa niður fótum í indíána dans og reyna að reka hana út. Ég byrjaði að taka þátt í þessu og allt í einu var ég kominn upp í herbergið með afmælisboðinu. Þau voru öll hlægjandi og spurðu hvort að ég væri að leita að forréttinum. Nei ég sagði þeim, lítil mús hefði komist inn. Þeim fannst það í góðu lagi og sögðu okkur að slaka á. Hérna væri fólk vant þessu. Það er að koma vetur og auðvitað leita þær inn í hitann. Hér eru þrír arinnar í gangi, Hlýtt og notalegt og kerti á öllum borðum ásamt blómum. Virklega rómatískt og notalegt.

Erum hægt og rólega að hlaða orkuna í okkur aftur. Greinilegt samt að staffið þarf rasskell aftur. Blessuð börnin okkar. Viröist þurfa reglulega. Undirbúningur fyrir þetta kvöld var fyrir neðan allar hellur og fullt annað í ólagi. Tökum á því á morgun.. Gekk samt allt upp á endanum.

Man ekki hvort ég sagði frá því að foreldrar Bóa hringdu. Gott að heyra í þeim. Upp í eldhúsi er núna listi frá Lillian (mömmu Bóa) um hreinlæti. Frekja þekkti sum ráðin, en ekki samt öll. Æji, ég er bara ofboðslega stoltur og ánægður og líka ákaflega mikið ástfanginn af manninum mínum. Endilega hringjið elsku vinirnir okkar eða sendið tölvupóst, comment eða SMS. Finnst alltaf vænt um það! GSM númerið er: +27 83 861 3220.. Árni það hefur ekkert heyrst frá þér síðan þú vakti mig upp um miðja nótt (rúmlega ellefu) Þætti vænt um að heyra frá þér.

Love and leave ú

Ps. Bói bloggar á morgun. Hann lofar því........................

0 Comments:

Post a Comment

<< Home