Saturday, June 11, 2005

Hlýtt og yndislegt

Nú er sumar og sól hérna. Var reyndar mjög kallt í morgun þegar eg for að ná í staffid. Datt niður í núll gráður í nótt, en það er heiðskírt og sólin skín og því orðið þægilega heitt. Það er slatti af gestum hjá okkur um helgina og búið að vera soldið að gera í hádeginu líka. Alltaf gott þegar eitthvað er að gera.

Fengum okkur “Jómfrúar” hádegismat. Þ.e.a.s. síld og rúgbrauð, bakaða lifrakæfu með sveppum og beikon, spægipylsu og fleira. Og svo náttúrulega bjór og snaps. Fannst við næstum vera á Jommunni, bara svo miklu fallegri staður og betri matur. Skemmtum okkur við að spauga um það hvernig næturlífið hefði verið. Hver var með hverjum. Voru nú svosem ekki áhugaverðar umræður, eins og þær voru oft á Jommunni um helgar.

Pantaði steikta ýsu í kvöldmat í gær. Fékk reyndar ekki ýsu, heldur Hake sem er svipaður fiskur. Hann var eldaður til dauðans og ekkert sérlega góður. Svo fengum sykurbrúnaðar kartöflur með, sem manni fannst nú ekki alveg passa. Kokkunum tókst samt að búa til remoladi og steikja lauk þannig að hluta til var þetta nú eins maður fær á Klakanum. Er að hugsa um að reyna aftur í kvöld. Þær eru alltaf að reyna að gera okkur ánægða og fara stundum skrítnar leiðir. Þar hafa svo oft gert sykurbrúnaðar kartöflur fyrir okkur að trúlega halda þær að það sé uppáhaldið okkar með öllum mat. Silvía var nú reyndar með þetta skrifað allt saman hvernig nákvæmlega þetta ætti að vera, en stundum (og reyndar frekar oft) lesa þær ekki og hugsa lítið um hvað þær eru að gera. Þær eru nú samt bestu skinn báðar og eru að reyna að gera sitt besta.

Verð með fund með þeim báðum á eftir til að skipuleggja fæðið fyrir báðar ráðstefnurnar sem eru fram undan. Önnur byrjar 17 júní og að sjálfsögðu verðum við bara með íslenskan mat. Lambalæri með sykurbrúnuðum, Hamborgarhrygg og steikta ýsu, þ.e.a.s. ef mér tekst að kenna þeim að gera hana almennilega. Í forrétt verður sjávarrétta súpa a´la Hófý og hrátt hangikjöt (reykt lamb) og í eftirrétt verður skyr kaka og pönnukökur með rjóma og sultu. Það verður gaman að sjá hvernig þessi matur fer í Suður Afríkubúa. Svo ætla ég að fá þær til að gera fiskibollur og kjötbollur a´la Lillian tengdamamma og setja á hádegismatseðilinn. Nammi, namm. Höfum prófað þetta flest allt á gesti hérna og þeir slefa yfir þessum mat. Finnst hann æðislegur. E.t.v. eru matarvenjur hérna ekkert svo ósvipaðar okkar. Verðum samt ekki með Þorrablót, hef ekki trú á að það gangi vel í fólk hérna.

Takk fyrir commentið Jói (Kokkur). Gaman að heyra frá þér.

Kanarí fuglarnir eru á fullu hérna í garðinum núna. Ofboðslega fallegir og mjög gaman að heyra í þeim. Þeir virðast vera á blindafylliríi af berjaáti og syngja mjög skemmtilega. Það er svakalega mikið fuglalíf hérna í garðinum hjá okkur og gaman að fylgjast með þeim. Jenny gaf mér bók um fugla Suður Afríku og hún hefur verið mikið notuð af okkur til að vita hvað þeir heita allir saman.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ elskurnar! Það er ótrúlegt að segja frá því, en ég gat ekki hugsað mér að fara að sofa í nótt vegna veðurs! Stóð því úti á svölum, sópaði og þreif klukkan þrjú í nótt en vakti alls enga athygli. Var svona hálft í hvoru að vona að það væri einhver að þeysa um borgina á hvítum hesti og myndi sjá mig, en svo var semsagt ekki. Fer til Þýskalands á laugardaginn í boði frænku minnar og verð þar í 10 daga hjá henni. Gott að hlutirnir virðast vera aðeins farnir að skána hjá ykkur, þótt maður hefði vonað að þetta gengi allt 100% upp. Komið þið ekkert heim í frí??? Ég sá ekki þetta Moggaviðtal við ykkur þar sem ég kaupi ekki Moggann og sé hann eiginlega aldrei! Hafið það gott elskurnar mínar og haldið áfram að elska hvorn annan svona mikið. Knús, Anna Kristine.

3:13 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ strakar, hvernig er það er ekki hægt að senda ykkur e-mail? kann ekki nog a tölvuna til að finna þetta ut, enda fæddur uppur miðri siðustu öld, maður orðinn mjög flottur alveg að verða 50ara.
Maðurinn a hvita hestinum var ekki a ferðinni , eg veit það þvi hann byr með mer. En strakar ef það er enhvað hægt að raðleggja ykkur með uppskriftir þa endilega latið vita og eg geri mitt besta.
minar allrabestu kveðjur til ykkar.
xoxoxoxo Joi kokkur.

6:56 pm  

Post a Comment

<< Home