Thursday, July 21, 2005

Bóa blogg

Tíminn líður...

Jaahh, ef sumrin á Landinu Bláa væru eitthvað lík vetrunum hér þá myndi landinn nú vera hamingjusamur. Hitinn í garðinum fór í 26 gráður ( í skugga!!! og núna klukkan hálf átta að kvöldi er enn 18 stiga hiti. Sit hér úti með Lovísu og Gabríel (sem eignaðist vin í dag “Mattheuw” sem er 3 árum eldri). (eru búnir að vera að skemmta sér við að slökkva á öllum kertunum á veitingastaðnum) Það hefur ýmislegt ÁDUNIÐ eins og sagt er frá síðasta bloggi. Sylvía kokkur og Smjörlíki eru hættar... án fyrirvara eftir sunnudagsbloggið hans Villa. “Farið hefur fé betra” var viðkvæðið mitt.!!!

Kominn tími á nýja hreinsun hér. Það er góður starfsmórall eftir þessa hreinsun eins einkennilega og það kann að hljóma. Talaði við Amie (viðgerðarmanninn) einslega vegna þess að fjölskylda hans ( 3 fyrrverandi starfsmenn hér eru hættir) hefur orðiði dálítið fyrir barðinu á Víkingakröfunum. Hann var rólegur yfir þessu. Og sagði að fólk sitt ákvæði sjáft hvar það væri. Hann væri ákveðinn í því að vera með okkur Villa í öllum framkvæmdum og áformum um að gera þetta að langflottasta hótelinu á Cape svæðinu.

Fórum til Hermanus í gær öll fjögur. Sáum hvalina, fullt af þeim, kálfa og stóra í hundraða tali, bara alveg við sjávarmálið. Komum til baka í yndilegu veðri og sátum úti langt fram á nótt. Lovísa fór í bar vinnu og halaði inn þjórfénu. Ég lét mig hverfa um ellefuleytið til að passa Gabriel sem var sofnaður. Lovísa kom víst 20 mínutum síðar en að hennar sögn hrutum við Gabriel báðir í kór. Villi var- bar stúlka til rúmlega eitt (man ekki eftir að hann kom heim).

Dagurinn í dag byrjaði snemma hjá mér. Það var mikið fjör í bílnum og mér var sagt að munurinn á mér og Villa á morgnanna væri sá að það væri engin tónlist í bílnum og engir töluðu í bílnum hjá honum. Þarf að tala við hann um þetta. Að lokum, smá gróður lýsing. Vegna hitans í vetur eru öll ávaxtatrén byrjuð að blómgast. Galleríið er núna skreytt með greinum af möndlutrénu okkar. Veitingastaðurinn er skreyttur með “Blossom” greinum. Rosafallegt, aldrei séð það áður.

Brjálast ef engin komment koma á þetta blogg mítt núna – Já Palli, ALLIR sem heimsækja okkur vinna með okkur vegna þess hve gaman það er. Lof end líf jú. Búið bless.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

oh my god, eigi ætla ég að eiga það á samviskunni að þú brjálist, svo hér koma nokkrar línur...
Sat í nautasteik hjá systur þinni og fjölskyldu á Egilsstöðum í blíðskap,á laugardaginn var, alveg frábært, gistum á tjaldstæðinu í bongóblíðu eftir að hafa dröslast Sprengisand með Báruna aftur í (tjaldvagninn), hmmm ekki langa Sprengisand aftur í bráð...kann betur við þegar það er komin grænn litur í landslagið, en ekki bara grjót í mismunandi gráum tónum..
Afríkuferð að byrja að spíra aðeins, reyndar segist nú Siggi ekki ætla að koma, en Abba er volg..kannski verði bara slegið í hópferð og leigt allt hótelið hjá ykkur!!!Erum að fara niðrí bæ núna og fá okkur smá snarl og svo tónleika með Emelíönu í Fríkirkjunni, ljúfur dagur í frábæru veðri...ástarkveðjur til ykkar allra..Hafdís

6:12 pm  
Anonymous Anonymous said...

Segi eins og Hafdís: Best að senda comment svo mér verði ekki kennt um ef þú brjálast! :) Held reyndar að ég sé sjálf að verða algalin. sit bara við tölvuna og tek á móti ástarbréfum frá Bretlandi. Það tók sig upp gömul ást. Mjög gaman að lifa, ætla bara ekki að reyna að lýsa því!!! Er að klára fríið og hef gert nákvæmlega allt sem ég hét sjálfri mér: finna tékkneskar rætur mínar, vera á Höfn í Hornafirði hjá vinkonu frá unglingsárunum, eiga daga með öllum góðu vinunum og sleppa alveg að hringja eða hitta þá sem mér finnst ég ekki eiga samleið með lengur. Fínt að hafa svona sumarhreinsun, allt í góðu og hef ekki móðgað mjög marga, en nokkra samt. Það verður að hafa það. What goes around comes around. Stórsöngvarinn segist vera á leið til L.A. að hitta stórstjörnur. Sjáum hvort sá draumur verður að veruleika. Lízella var að missa góðan vin, féll fyrir eigin hendi og verður jarðaður á föstudaginn. Töff tími hjá unga fólkinu að sjá á eftir einum á þennan hátt. Hér er Spánarveður dag eftir dag og ég sver það, Ísland hefur aldrei verið fallegra en í gærkvöldi (þ.e. þriðjudagskvöld). Vantaði bara ykkur til að skreyta bæinn.
Knús og kossar, Anna Kristine.

2:32 am  

Post a Comment

<< Home