Friday, August 19, 2005

Týsk besservisser

Vorum með starfsfólk ferðamálaráðs (tourist info) í dinner í gær í okkar boði okkar. Þetta var hræðlegt kvöld. Gleði kom og sat með okkur. Fengum okkur dykk fyrst og svo forrétt, fórum svo að skoða herbergin. Ein kéllingin sem er nýbyrjuð á ferðamálaráði (eða byrjar réttara sagt á morgun) var að drepa mig allt kvöldið. Ég var nú reynar búin að undirbúa mig og klæða mig í Össurar Business fötin mín og tilbúin á hvað sem er, meira að segja vera bara flaskur og brosa, en þessi kélling setti út á allt og ráðlagði okkur um hina og þessa hluti í herbergjunum þegar við skoðuðum þau. Lýsinguna utan dyra og til að toppa það byrjaði hún að tala um hvað við þyrftum að fá “HVÍTAN” KOKK. Djísus, hún hafði ekki heyrt neitt af þvi sem við höfðum verið að segja. Við viljum hafa loka kokka sem eru hérna ALLTAF, ekki bara í nokkra mánuði svo maður verði einhver tískubóla sem gufar upp alltof fljótt. Ég var næstum búin að bíta hausinn af henni. Týsk kélling, Besservisser og bara verið í Greyton álíka lengi og við. Sem betur fer stoppaði Bói mig. Gleði var að drepast við borðið þegar hún byrjaði að monta sig með Africans kunnáttunni sinni og sagði við hana, Fyrirgefði, svona segir þú ekki þegar við erum að snæða. Hlev kelling. Jæja nóg um það.

Dagurinn er búinn að vera nokkuð normal annars. Ég í bókhaldinu, og Bói fór til Caledon að kaupa grænmeit og ná í pening fyrir laununum. Svo voru tónleikarnir áðan. Mjög góðir og fjölbreyttir. Get ekki talið hvað það voru margir lókal listamenn sem tróðu upp. Þetta voru alla vegna mjög góðir tónleikar. Sat reyndar fyrir utan með Volga að hlusta. Höfðum það huggulegt og nutum.

Búið að vera mikið að gera. Eldhúsið var á kantinum að klikka, en allt gekk nú vel upp þegar ég og Bói steppuðum inn og aðstoðuðum. Held það sé ekkert að grinnast á bókhaldinum, en þetta bara heldur áfram á sniglahraða. Einhvern tíma tekur þetta enda. Get ekki alveg gert eins og þú, Anna Kristine, sem sást um bókhaldið hjá Eimskip og komst þeim í múlti gróða. Gengur víst ekki herna, þurfum að vera í tapi svo að skattmenn taki ekki allt af okkur.Það er víst nýjasta tíska í dag, að vera í tapi það er að segja. Jæja, essgunnar, heyrumst seinna.

VILLI að fara yfirummm....

Jæja er ekki búinn að lesa bloggið

Bói mátti víst ekki vera að því að blogga meir. Segji því Love and leave you.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hallo strakar,
Gaman að fylgjast með hja ykkur,
stend með ykkur helv....tyskarar,
hver segir að hvitir kokkar seu enhvað betri og hvað hefur huðlitur að gera með matreiðslu eða snyst þetta kanski um lukkið a kokknum ekki matnum sem hann eldar.
Gaman að lesa um kjotbollurnar og að tið eruð med ysu i raspi og eflaust enhvað fleirra ættað ur norrænu eldhusi.tað væri gaman að fa að lesa matseðilinn ykkar.
kveðja Joi

6:41 am  
Anonymous Anonymous said...

hæ hæ

Héðan er allt gott að frétta, við mæðginin erum á leiðinni niður í bæ á menningarnótt, verður ábyggilega voða gaman.

Viljiði skila innilegum hamingjuóskum til Charlene frá mér. Það er pakki á leiðinni til ykkar með fötum til Anne og smá gjöf til Charlene.

Gabríel er ennþá með Oliver á heilanum og heldur því stöðugt fram að hann sé bróðir hans. Hann talar líka mikið um Louhna og hvað hún eldar alltaf mikið.

Ég bið voða vel að heilsa öllum.
Ástar og saknaðarkveðjur
Lovísa

11:13 am  
Anonymous Anonymous said...

Segið þessari þýsku að flytja bara aftur heim til sín þar sem hún getur niðurlægt fólk að vild! Þið látið nú ekki svona skass hrella ykkur.Bókhald er ömurlegt Villi minn, það hefur bara ekki enn komist upp um mínar debetfærslur ennþá.Næst þegar þið fáið einhvern í heimsókn sem sýnir ykkur ekki virðingu, getið þið boðið upp á jólaglögg samkvæmt minni uppskrift frá því ég var mjög ung: rauðvín og HVEITI. Setti þetta virkilega á prent í tímaritið Líf sem heitir núna Nýtt líf. Held ekki að nokkur maður hafi átt líf eftir að hafa blandað mitt glögg!Það er svona á mörkunum að maður nenni í bæinn í kvöld því ekki er veðrið mjög sumarlegt í augnablikinu. Frekar ósmart að vera niðurrigndur í Austurstræti! Það er hins vegar ómissandi að lesa bloggið ykkar.
knús, Anna Kristine.

12:37 pm  

Post a Comment

<< Home