Saturday, September 03, 2005

Einn fer og annar kemur

Hæ esgunnara

Hér er lífið allt við það sama. Merkilega fáar krísur undanfarið. Kennum Sossu umm, held hún hafi haft góð áhrif á staffið. Erum búnir að hafa það ótrúelga gott með Sossu þennan tíma sem hún hefur verið hérna. Óli kom í gær aftur, án Lárusar. Gott að fá hann líka. Eigum eftir að sakna þeirra mikið, en þau koma aftur. Sossa er nú ekki búin að sitja auðum höndum. Hannaði og byggði nýja tjörn fyrir gullfiskana með Bóa. Var boðið í dinner með Volga, sem því miður “dumpaði” henni á seinustu stundu. Ekki mjög gaman að fara á “date” og vera dumpað. Henni var líka boðið í dinner heima hjá Ferdi sem var víst frábært. Æji þetta eru búnir að vera góðir dagar. En nú er Sossa og Óli farin tilbaka til Köben. Smá tómlegt en, þau koma aftur vonandi fljótt.

Volga kom í dag til að kveðja Sossu og Óla. Sátum soldið lengi (á hvítvínskúrnum) og höfðum það mjög gott. Þegar S&Ó fóru fór ég í smá leggju. Kom tilbaka og Bói sagði mér strax að við þyrftum að fara til Volga, Heimilið var víst alveg orðið þurrrt og hana vantaði Vodka, sem við náttúralega drifum okkur með til hennar, sem kallaði á einn drykk hjá henni. Hún er alltaf jafn yndisleg þó hún eigi við mikil heilsufarsvandamál að stríða. Alli sem koma hingað (já, drífið ykkur, öll þau sem ahafa ekki komið) verða ástfangin af henni, enda er hún besti8 vinur okkur hérna.

Eldhúsið klikkaði aðeins í dag. Diana var á vakt og leið ekki vel. Maðurinn hennar lasinn aftur (hann er 73 og ég heldu hún sé yngri en við) og neitar að fara til læknis. Ekki auðvelt, hann vill víst bara deyja heima, Maturinn var alla vegna ömugurlegur hjá henni og Bói er núna inni í eldhúsi að tala við Loana um þetta. Hann er búinn að fá 5 hamborgara í dag sem voru (3 ógeð) hinir 2 OK. Svo pantaði hann líka ýsuna sem var elduð til dauðans. Held hún ætti bara að halda sig heima ef henni líður ekki vel. Jæja, never mind. Höfum það bara gott annars, þrátt fyrir allt bókhaldið sem er reyndar að drepa mig. Kominn inn í Mars með debitið. Takk Inga mín fyrir góð ráð, en þetta er víst ekki svona einfalf. Það skiptir víst máli hvernig þetta er fært til bókar með tiliti til skattmanns. Stundum þarf nefnilega tap til að fá gróða (skv. taxman).

Jæja essgunar. Þurr dagur á morgun, enda engir landar hjá okkur. Svo kemur Kristalettan á mánudaginn og veit ekki hvað það verða margir þurrir dagar......... og Svo Stebbi bróðir........... Margt að hlakka til....

Love and leave you!!!!!!!!!!!!!!!!!

ps. tónleikarnir seinasta föstudag voru frábærir. Fyrstu i garðinum enda mjög hlýtt. Sumardagurinn fyrsti var einmitt þá og það var góður dagur, ekki norðangarri, bara sól og hlýtt.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ji hvað hann er sætur litlinn hennar Charlenar:) eg bið fyrir knúsi:) Ekki nógu gott samt með alla ónýtu hamborgara:/ Vonandi fer hun nu að standa sig í eldhusinu konan! Eg fór á fyrsta lögfræði fyrirlesturinn minn í dag...og ó my GAD eg er með sætatsa kennara i heimi...úff eg vona að geti eitthvað lært:/ en þetta hljómar allt mjög spennandi samt. Jæja eg vona að pakkinn hafi komist til skila með Kristjáni...er rosa spennt að heyra hvort ykkur líkaði innihald hans, jæja love and leave you for now, ykkar Gússý megaskutla:)

2:25 pm  

Post a Comment

<< Home