Tuesday, September 20, 2005

Hóp blogg

Hingað komu óvæntir gestir í gæri. Hulda frá Akureyri, Gréta dóttir hennar og Pétur maðurinn hennar. Þau eru búin að vera á 3 vikna feðalagi hér. Gréta hringid fyrir nokkrum vikum. Sagðist þekkja Ásu Hildi (systir mína) og hefði verið ráðlagt að koma við hérna. Og í gær komu þau.

Stebba blogg:

Rosalega happy mitt í Afrika. Vinalegasta fólk sem ég hef kynnst á ævi minni. Allir brosa og eru vinalegir. Búinn að prófa alla matsölustaði í Greyton og búinn að opna reikning á lókal pubbnum. Æðislega góður matur allstaðar. Sjaldan verið eins vel nærður. Bæði líkamlega og andlega. Bara slæmt að þurfa að fara heim aftur. Coming again aftur!!! Búin að sjá Southern tip of Africa, Cape town og “Table Mountain” og legg af stað á morgun aftur heim. Skoða Cape town á morgun “See the town”. Kem til með að sakna stafssins. Stelpnanna, Hilky eins og ég kalla hana...... Gulltannar og Ginu og sérstaklega Gleði sem kann að bjóða manni GÓÐAN DAGINN á góðri íslensku. Ég vann aðeins, en just for the fun of it (Taktu eftir því Páll (Villi) Búið að vera æðislegt. Gaman að hitta þettta fólk, Jenny, Noell, Brian, Volga, o.s.frv. niður við á í dag. Stólarnir eru í góður lagi loksins...... Sé ykkur seinna...........

Kristal blogg:

Við ætlum að byrja á því! Mæli ekki með..... 14 Black Russian, náði ekki að telja White russinainunu. Uhh... Gleði sá í morgun að ég hafði fengið góða afgreiðslu á barnum í gær og sagði “herfa herfa, láttu þig hverfa” á góðri íslenzku. “Farðu núna straxxxxx” Fórum í gær að borða hjá Dora á Jam Tin í blökkuhverfinu
( heima hjá henni) og ég í svörtu rússa hamingjukasti verzzzzzzzlaaaaasðððði eitthvað teppi. Og bauð Dora í Kampavínslunchhh í dag. Djísus. Var dýrt....... Ætlaði að reyna að ljúga mig úr essu, en fékk litinn stuðning frá múttu og stjúpu. Fórum samt og allt fór vel. Kem heim með silki rúmteppi. Og Dora sagðist vera að selja hluta af hvarta sínu, þannig að ég og Lúlú komum til með að sofa hjá Dora í framtíðinni.

Bóa blogg:

Bylgja systir: Til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá Kristján og Stefáni, Villa og öllu staffinu......

Nomal blogg: Fórum niður að á. Mjög næssss. Dora vann hérna í mörg ár í þvottahúsinu og þurfti að hætta (vegna fyrri eiganda) þegar hún varð 60. Núna er hún að hanna og gera textíl. MJÖG FLOTT flest af því. Og rekur veitingastað heim hjá sér sem er Sveitaheimili með góðum SA sveitamat...... Við alla vegna nutum þess í gær og vonandi njóta Hulda, Gréta og Pétur þess í kvöld.

Love and leave you.

2 Comments:

Blogger Ása Hildur said...

Æðislegt að heyra í ykkur öllum. Stebbi er ekki málið að hefja sitt eigið blogg núna.
Ástarkveðjur frá Íslandi
Ása Hildur

1:24 pm  
Anonymous Anonymous said...

jæja elskur, langt síðan ég hefi kastað nokkrum línum inn, líklega vegna leti og svo hefur verið smá flakk á minni, fyrst var það DK og svo voru Vestfirðirnir aðeins skannaðir í söluferð, næstu viku fer ég svo á Norðurlandið, sölumaðurinn síkáti...sleppi bara kærustum í hverri höfn...
Flottustu haustlitir núna, vá...alveg ótrúlega fallegt, og mér finnst líka yndislegt að koma heim að húsinu mínu, með allt fullt af ericum, komin sólpallur hálfan hringinn, skrautkálið enn í blóma og svo haustlitir..veit það jafnast ekki á við ykkar flóru, en þetta er Ísland í dag. Helgin ljúf framundan, leikhús og út að borða með afmælisbarninu mínu, og Guðmundur minn, búin að hugsa til þin alla daga, uppáhaldsmennirnir mínir eiga auðvitað afmæli með stuttu millibili...Hörður sonurinn/Haukur bróðirinn/Guðmundur stjúpbróðir, meyjurnar þrjár, allir yndislegir en svoooo ólíkir..og þó...
Styttist í smá sólarstrandaferð, 5 stjörnu lúxushótel á Lansarote, þar sem hálf þjóðin hefur dvalist, Ætlum að skella okkur 4oursom, Þráinn og Lóa með... verður ljúft, er að sprikla í leikfimi,held ég verði að vera allaveganna 180cm, brjóstastór með ljóst sítt hár til að falla inn í hópinn þarna á þessu fína hóteli..hemmm...
Horfði á myndirnar af ykkur þarna úti, og allt í einu hugsaði ég, hvernig í ósköpunum dettur þeim í hug að vera þarna, afhverju gátu þeir ekki keypt gamlan yndislegan veitingastað t.d. í Brighton, ohhhh,assgotakornið, það væri varla svona mikið puð á ykkur þar,passið ykkur bara elskur við verðum ekki 180 ára, ekki slíta ykkur út langt fyrir aldur fram...
jæja bara smá raus skrifað af hreinni væntumþykju og eigingirni, farið vel með ykkur elskur,ástarkveðja Hafdís

9:43 pm  

Post a Comment

<< Home