Thursday, October 20, 2005

hann á afmæli hann Abraham.....

Þetta er nú meira lífið. Loana þarf að vera eina nótt í viðbót á spítalanum í Caledon, og sem betur fer er hann mun ódýrari en spítalinn sem Bói fór á. Hún er með of háan blóðþrýsting og eitthvað fleira. Vonandi finna þeir út úr því og ná að kippa þessu í lag með réttum lyfjum. Hún fær ekki að vinna meira hérna næstu vikur. Verður rekin í frí hvort sem hún vill eða ekki. Þetta er einkennlegt með lífið og heilsuna. Maður tekur þessu alltaf sem sjálfsögðum hlut að maður sé bara í lagi en svo koma svona hlutir upp á og maður er bara eins og allir aðrir. Aðeins heppnari reyndar.

Ég er búinn að ákveða að ég ætla ekki að skrifa meira um hvernig Bóa líður. (ekki ritskoðun í gangi ef þið haldið það) Ef þið hafið áhuga þá getið þið bara hringt í hann. Þýðir ekkert að senda honum e-mail eða SMS. Hann kemur ekki nálægt tölvunni og SMS kemur stundum en oftast ekki, því miður. Síminn hans er +27 83 861 3155 og hótel síminn er +´27 28 254 9800 (eða 9876) Nú ætla ég að skrifa um mig og Greyton Lodge ásamt vinum okkur hérna. Takk fyrir

Ég er búinn að hafa það gott í þrjá daga núna með næstum engu kvíðakasti sem mér finnst frábært. Ekki þar með sagt að mér líði svaka vel en hef það gott samt. Kvöldið í gær var erfitt, en náði að leysa það án þess að Bói færi að keyra Loana til Caledon á spítalann og ég að elda. Frábært og staffið er svo með okkur. Það varð allt í einu svo svakalega mikið að gera sem er óvanalegt á miðvikudegi. Ég sagði Gulltönn einhvern tímann á milli 10 og 11 að ég ætlaði að taka allt staffið heim nema hana. Fínt sagði hún þannig að ég kom þeim öllum í háttinn. Náði að koma Bóa í rúmið miklu fyrr reyndar. Svo sat ég aðeins hérna þangað til Gulltönn sagði mér að hún gæti útvegað sér far með einni löggunni (löggustöðin er hérna við hliðina) og að ég gæti bara farið heim. Hún myndi sjá um að hella í þau víninu og koma gestunum í bólið eftir að þau væru búin að eyða hvítunni úr augunum á barnum (jæja hún orðaði þetta ekki alveg svona, en ég skyldi það þannig).

Bói fór í morgun að ná í staffið og ég svaf aðeins lengur. Ég fór strax að tékka á fyrirspurnum og þess háttar, borga nokkra reikninga og svo dreif ég mig til Caledon, ná í launin fyrir morgundaginn, ná í bús fyrir helgina, fá ný númer á Land Roverinn og endurnýja skráninguna á Bimmanum. Svo að versla grænmeti og fleira. Kom til baka um hálf þrjú og þá voru Ami og Jacko (nýji garðyrkjumaðurinn) að tala um að það væri verið að stela af viðnum sem Jacko hefur verið að saga útí skógi fyrir grindverkið sem þeir hafa verið að smíða hérna. Bói hefur alltaf sagt að þessi Land Rover (LV) væri nýja leikfangið mitt. Ó nei, sagði þeim að þetta væri ekki leikfang og við skyldum bara drífa okkur útí skóg að ná í allan þennan við. Gætum vel hrúgað þessu inn í LV, sem við og gerðum og drusluðum þessu öllu heim.

Ferdi var hérna í dag að æfa með einhverju fólki sem ég þekki ekki. Hljómaði mjög vel og hlakka til að heyra í þeim á morgun á tónleikunum. Ritstjórinn sendi mér uppkast af auglýsingunni sem var næstum fín. Hringdi í hana og tjattaði og náðum að laga þetta. Á nú svosem ekki von á að hún geri þetta eins og um var rætt, en þett er eitthvað í áttina. Marise (sem hefur búin í þessum bæ í 17 ár) sagði mér að það hefði enginn verið dónalegri við hana en hún, en það sem ég hefði sag hefði slegið allt. (Sama þótt þú hafir verið skólastjóri í kvennaskóla, þú notar ekki reglustrikuna á mig.) Vonandi er þetta bara frá. Það er víst nóg af öðrum hlutum að glíma við.

Hann á afmæli hann Abraham, tengdasonur okkur. Til lukku með daginn..

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halló halló.Gott hjá þér Villi minn að segja okkur bara að hringja í Bóa! Ég hringdi reyndar á sunnudaginn, sá að þið höfðuð hringt en stúlkan spurði hvort ég gæti ,,hold on please" eftir að ég bað um Bóa og svo kom enginn í símann. Gafst upp á að bíða. Og það segir sko enginn aftur við þig að jeppinn sé leikfang eftir þessa viðarflutninga! Það er alltaf nice að geta kíkt inn á bloggið ykkar og fylgst með ykkur næstum daglega. Sjálf er ég með lungnabólgu og lít út eins og skrímsli, og er það vægt til orða tekið. Ef það vantar einhverja kerlingu til að leika í bíómynd þarna í SA, einhverja norn eða skessu, þá gefið endilega símanúmerið mitt. Tékknesk frænka mín og hennar maður ætla á ykkar slóðir um jólin og það getur meira en verið að þau kíki á ykkur fyrir mína hönd. Annars allt við það sama, knús og kossar elskurnar til ykkar beggja. Anna Kristine.

5:44 pm  

Post a Comment

<< Home