Wednesday, December 14, 2005

Annum horibles

Árshátíðin gekk vel. Það var farið í leiki, dansað, grillað, etið og drukkið. Þetta var frábært og mikill liðsandi í gangi. Við náðum að troða okkur öll 16 í báða bílana okkar. Fóru 8 mjónur í BMW og 8 fullvaxnar í Landroverinn. Var nú eiginlega bara mjög fyndið. Ég set inn myndir seinna.

Hér er búið að vera mikið að gera. Alltaf bætast á mann verkefnin, ekki nóg með að maður sé að vinna sitt eigið starf, heldur starfið hennar Gleði líka ásamt fleirum verkefnum sem bara hlaðast á mann. Það hringdi einhver fyrir hana Karen í gær og sagði að hún væri lasin og kæmi líklega ekki í vinnu fyrr en um helgi. Þetta klukkutíma áður en hún ætti að mæta í vinnu. Það þyrmdi yfir okkur og það fyrsta sem manni datt í hu7g var bara hreinlega að loka þessum ressa. Þessum manni var sagt að Karen þyrfti að hringja sjálf persónulega í mig eða Bóa til að tilkynna veikindi. Hún alla vegna hringdi ekkert. Veit ekki alveg hvað við gerum með hana. Allt í einu erum við bara með einn kokk. Loana sem er kletturinn í eldhúsinu og ekki alltaf sú auðveldasta. Hún vinnur núna tvöfaldar vaktir. Í gær kom svo símtal, það var Dora vinkona okkar að spyrja hvort okkur vantaði nokkuð lærðan kokk sem væri með reynslu, í vinnu. Já, að sjálfsögðu. Penny kom svo í viðtal í gær og starfsferilskráin hennar lítur mjög vel út. Við alla vegna ákváðum að taka hana til reynslu í 2-3 vikur. Hún er með talsvert hærri launakröfur en Loana þannig að það getur skapað vandamál, en við getum vonandi unnið úr því ef hún reynist vel.

Hér er ýmislegt að koma upp á yfirborðið og þeim mun dýpra sem við köfum í hérna á skrifstofunni kemur meira óhreint í ljós. Við erum búnir að vera að kafa ofan í launa útreikninga og komist að ýmsu þar. T.d. með lán eða fyrirfram greiðslur sem hafa verið dregin af sumum og öðrum ekki og hvergi skrifað niður. Virðist allt hafa verið í kollinum á Gleði og hún virðist vera með óhreint mjöl í pokanum. Vitum t.d. að það hefur verið dregið of mikið af sumum og eiginlega varla neitt af öðrum og virðist það fara eftir því hversu há greindar vísintölu fólk hefur, þeir sem eru “einfaldastastir” hefur verið dregið allt of mikið af og þeir sem eru “klárastir” of lítið, svona er þetta alla vegna skv. Bókhaldinu. Sumt af þessu var að koma upp á yfirborðið þegar Gleði fékk taugaáfallið sitt. Við alla vegna setjum sama sem merki þar á milli að við vorum að uppgötva ýmislegt og farnir að spyrja erfiðra spurninga. Veit ekki hvernig við höndlum það með Gleði þegar hún kemur tilbaka ef hún kemur þá yfirleitt einhvern tíma aftur.

Svo er það Gulltönn. Það er búið að þrengja netið gagnvart henni. Eftirlitið með peningum er orði svo strangt að hún hefur ekki getað stolið einum eyri héðan. En þá er áfengi byrjað að hverfa og einkennlegar tegundir sem hreifast varla. Dýr lokal vín, sígarettur og dýr innflutt vín eins Contrieau sem enginn SA búi pantar sér. Erum komnir mjög nálægt því að ná henni en ekki alveg. Hilca-Ann (dóttir Loana) ætlaði ekki að koma í árshátíðina og kona sem hún býr hjá kom útí bíl þegar Bói var að sækja liðið og sagði að einhver í bílnum væri að gera hluti sem væru ekki góðir. Bói alla vegna hitti konuna í dag og náði að spjalla við hana. Hilca Ann var þá að tala um Gulltönn og hafði einhverja vitneskju um að hún hefði verið að stela hérna. Við föttum svo sem ekki hvernig fjólskyldan hennar getur lifað eins og þau lifa. Þau hafa byggt við húsið sitt síðan við fluttum hingað og húsið þeirra er eitt það allra flottasta. Þau er með gervi hnatt sjónvarp, pabbinn á bíl. Foreldrar hennar reykja bæði 2-3 pakka á dag og Gulltönn sem á að vera eina fyrirvinnan er með um 20.000 ÍSK á mánuði. Þetta er ekki hægt og svo virðist sem allt staffið sé að benda á hana núna, en því miður er ekki alltaf hægt að stóla á að það sé rétt vegna þess að þau eru ekkert alltof góð hvort við annað.

Er búið að vera mjög mikið álag á okkur með allt þetta vesen. Það er ekki nóg með að maður sé að gera sína eigin vinnu, vinnuna hennar, Gleði og svo allt þetta herta eftirlit. Það hreinlega þyrmir yfir mann stundum, eins vel og okkur fannst hlutirnir vera farnir að ganga hjá okkur. Svona er lífið í SA. Erum með 90 manna brúðkaup um helgina þannig að það er allt búið að vera á fullu í undirbúningi og líklega þurfum við að fara til Somerset West að versla ýmislegt sem vantar á morgun. Sumt höfum við getað leigt hérna en sumt er bara ekki fáanlegt. Svo eru jólin að koma og það er mikið bókað hjá okkur. Það eru sem sagt ekki rólegri tímar fram undan. Get ekki beðið eftir að þessi jól og nýjár séu búin. Við höfum verið að gantast með það að þetta ára hafi verið “Annum horiblas” (Eins og drottning Elísabet orðaði það), eða versta ár í lífi okkar. Hlökkum til þess að byrja nýtt ár sem getur varla orðið verra en þetta.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hæ jólasveinar...
skrítið með þetta fólk ykkar, að það skuli sýna ykkur allt þetta vanþakklæti og óvirðingu miðað við allt það sem þið eruð að gera fyrir það, hefur það aldrei heyrt um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn í jákvæðri merkingu??? Er þetta kannski eins og botnlaust tunna sem þið mokið í öllu því sem þið hafið verið að gefa þessu fólki,og ég þekki ykkur það vel að þið eruð búnir að gera langt framyfir það sem þið þurfið, vitið þið, ég verð barasta reið og leið yfir hvernig þau koma fram við ykkur í staðinn, ég veit að ég get ekki sett mig inn í aðstæður og les bara það sem þið skrifið, en "common", þetta er nú varla eðlilegt...ég bara spyr...hversu stóran toll á þetta að taka af ykkur,heilsuna og lífið líka??
Er einhver önnur leið hjá ykkur..eða eruð þið bara að venjast þessu, nei andsk. varla;
Kannski er þetta of mikill mismunur sem ekki er hægt að brúa, 2 íslendingar frá landinu sem allir er sjálfs sín herra, og öllu góðu vanir og allir litlir kóngar, og vera svo með fólk í vinnu sem þekkir ekki nema fátækt, kúgun,að slást fyrir lífinu alla daga, hvað veit ég.
Jæja þetta var raus dagsin, var að koma frá því að kaupa jólatré og hinn hefðbundna hamborgarahrygg, jólalögin á fóninum, og er að fara að skella mér í jólakortin...ekki seinna vænna, svo fer maður bara í nudd og læta berja úr sér stressvöðvabólguna...
ástarkveðja frá Frostlandinu
Hafdís

10:13 pm  
Anonymous Anonymous said...

Tek undir með Hafdísi. Þetta er ótrúlegt vanþakklæti, en það er líka rétt hjá henni að við hérna á Íslandi getum ekki sett okkur í spor annarra þjóða. Hin þjóðin mín,Tékkar, eru til dæmis síkvartandi yfir þreytu og ekki man ég nú eftir þakklæti frá einum einasta þeirra sem ég hef gert gagn. Jú, skólastjórinn í pínkulitla þorpinu sem keypti tölvur fyrir söfnunarfé Íslendinga. Sá sendir ennþá jólakort og þakklæti á e-mail. Hinir bara tóku við peningunum og ein kerling fór meira að segja að segja okkur hvað Ítalir hefðu nú safnað miklu meira en við! :( En þar voru líka mörkin, þá brjálaðist frændi minn, túlkurinn! Hér er loks farið að frysta og aðeins að verða jólalegra. Hvernig haldið þið jólin? Kertaljós og pakkar hjá ykkur tveimur? Knús og kossar frá Önnu Kristine.

9:03 am  
Anonymous Anonymous said...

alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt villi. en það vildi ég segja að svertingja greiin eru saklaus þar til sekt er sönnuð eins og við hvítu mennirnir og fyrir alla muni vertu góður við minni mátta. ég hef aldrei heirt að það væri hægt að deija úr þreitu en ef þið eruð mjög þreittir er hellings pláss hjá okkur i norge ég á meir að segja eitthvað eftir af róandi paxal og heilan helling af hjartapillum þannig að meðal apotek út á landi væri vel sett að eiga mínar birgðir. er blessunarlega laus við að gleipa þetta núna því að norsku læknarnir náðu að redda hjartanu mínu. heilsan er firir öllu það vitum við öll og í guðs bænum vertu ekki að ofkeira þig. en það er alvanalegt að vaka eina vorverktíð, en það var pabbi vanur að segja. ég hef verið að flitja í annað nítt hús núna firir jólin ennþá stærra og flottara. já ég stefni á hummer firir næstu jól. jæja en allavega svítan bíður ikkar ef þið viljið slappa af i norge. gleðileg jól englarinir mínir. maggi i norge.

10:38 pm  

Post a Comment

<< Home