Saturday, December 31, 2005

Gleðilegt nýtt ár

Og megi nýja árið færa okkur öllum mikla hamingu og frið. Ég var nú kannski í of mikilli fílu þegar ég skrifaði seinasta blogg. Auðvitað hata ég ekkert jólin og mér finnst vænt um jólahyskið (Eins og Bára mútta kallar jesúsbarnið í jötunni og co). Ætla að athuga þetta með krulljárn og Pollyönnu. Er alltaf mikill skaphundur til að taka á svona pakki.

Það er búið að vera mjög mikið að gera áfram og ekkert lát á því. Allt gengið mjög vel, maður hefur rétt verið inn í eldhúsi meðan mesta törnin gengur yfir og svo hefur maður bara getað slakað aðeins á, en svo sem enginn friður til þess. Við fengum okkur hangikjet sem eg eldaði í fyrradag, en það var nú ekki einu sinni friður til að borða það. Það eru eilífar truflanir, annað hvort frá gestum eða starfsfólki. Stundum finnst mér eins og ég búi í raunveruleika sjónvarpi og það sé fylgst með hverri einustu hreifingu hjá manni. Maður á sama og ekkert prívat líf.

Haldið að við höfum ekki fengið kaup tilboð í hótelið allt í einu upp úr þurru. Munaði litlu að við segðum bara já strax og byrjuðum að pakka, en þetta var alltof lágt og við hefðum tapað alltof miklu á því. Þau eru nú samt ansi ýtinn þannig að það er aldrei að vita hvað kemur út úr þessu. Við reyndar sögðum að við værum ekki í neinum sölu hugleiðingum og ættum fullt eftir að gera hérna. Eigum von á öðru tilboði frá þeim og þá er aldrei að vita hvað við gerum..........Það væri nú geggjað ef þetta gengi eftir!

Jæja, essgunar, má ekki vera að þessu. Erum með rúmlega 50 manns (það er met hjá okkur) í gala dinner í kvöld hérna og það á eftir að undirbúa fullt. Megi Guð og góðir vættir gefa ykkur gott nýtt ár. Skemmtið ykkur vel í kvöld, við ætlum að reyna það alla vegna með allskonar fíflaskap. Bói er búinn að taka fram sprengjurnar og ætlar að vera á fullu að henda kínverjum inn á ressanum. Love and leave you

Ps. Takk fyrir öll commentin, lá við að ég skammaðist mín fyrir hvað ég var neikvæður. Ætla að vera í Pollíönnu leik restina af árinu og ég er viss um að nýja árið verður mun betra.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þetta likar mer,PollyAnna mæt a svæðið
og reynir að ættleiða Villa með slöngulokkana,ekki slæm byrjun a nyju ari það,,,,,,,,,,bestu kveðjur til Guðmundar.
eg daist að ykkur strakar.
xoxoxoxo Joi

8:10 am  
Anonymous Anonymous said...

Sælir elskurnar mínar og gleðilegt ár, og þúsund takk fyrir að eiga ykkur að vinum,það er ómetanlegt,
Við famelían enduðum árið á hefðbundin hátt,með ofuráti á kalkún af tröllaætt, og skutum svo upp í reykjarmökkinn flugeldum að sjálfsögðu keyptum hjá Hjálparsveit skáta. Ekki sást nú mikið af ljósadýrðinni þar sem það var blankalogn og svo stóð maður bara í eiturgufunum og gólaði hátt þegar Hauki bróðir skaut upp einhverjum virkilega flottum, en lét mér nægja stjörnuljós af stærstu gerð.
Vonandi hefur allt gengið upp hjá ykkur á gamlársdag, og að Guðmundur hafi ekki hrætt einhverja gesti til ólífis með kínverjaíkveikjum sínum...Komin í vinnuna aftur, erfitt að koma sér í gang, þetta voru ansi stutt jól og hefðu örugglega allir þegið eins og 1-2 frídaga í viðbót....
Ástarkveðja
Hafdís

8:46 am  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár elskurnar og megi þetta ár verða margfalt betra en það síðasta (þetta segi ég um hver einustu áramót og aldrei gerist neitt :)!!!) Takk fyrir góðar stundir sem eru horfnar á braut en gleymast aldrei. Það væri nú frábært ef þið fengjuð geggjað tilboð í hótelið, - en hvað þá? Fengjum við að njóta návistar við ykkur aftur eða mynduð þið bara leita að nýjum ævintýrum á nýjum stað? Alla vega saknar Ísland ykkar, það er ekki næstum eins litríkt fólk á sveimi um göturnar eftir að þið skruppuð af sviðinu. Annars leggst þetta ártal 2006 vel í flesta, hvað sem veldur því. Farið vel með ykkur elskurnar
knús og margir kossar frá Önnu Kristine.
PS: Viljiði senda mér símanúmerin ykkar á: annakm@mi.is
Tölvan mín hrundi og ég fann ekki símanr.hjá ykkur þegar ég ætlaði að hringja í gær :(

11:29 am  

Post a Comment

<< Home