Tuesday, January 31, 2006

Henríetta Vlugter (ekki Heineken)

Hæ essgunar allar

Gullið mitt er lent heima og endilega passið vel upp á hann. Sakna hans mikið og Það er ekki auðvelt að sinna starfinu hans og Gleði og líka mínu, EN ég er sterkur og mun standa vaktina eins og kafteinn með stóran kjaft. Talandi um kjaft. Henrietta Vlugter kom hérna um daginn og vildi tala við Bóa sem var því miður ekki við þannig að hún þurfti að spjalla við mig. Og Pollýanna var í sjoppunni eða á barnum, ekki alveg viss. Þannig að mín mætti með rúllurnar í hárinu og sagði henni að ég hefði ekkert við hana að ræða og hún gæti bara hipjað sig út. Ég væri að nota minn rétt “rights of admission” og hún væri ekki velkomin hérna. Hefði ekkert við hana að ræða og hurðin er þarna og benti. Hún var í sjokki yfir þessar framkomu minni og sagði að hún vildi bara aðeins ræða við okkur um eitthvað. Ég sagði henni að ég hefði engan áhuga á að ræða við hana eftir allt vesinið sem húmn olli okkur í nóvember 2004 rétt eftir að við tókum við hérna.

Við vorum með stórt brúðkaup hérna í november 2004, 150 manns og dansað í garðinum. DJ sem spilaði full hátt fyrir okkar smekk og við áttum fullt að vandam´lum með, enm löggan kom hérna klukkan 20;30 og kvartaði undan hávaða. Þau voru eiginlega hlægandi, en sögðust því miður þurfa að sinna öllum kvörtunum og við þyrftum að vita að það hefði verið kvartað. Við hömuðumst á DJ´inum og hann lækkaði með þjósti eftir nokkrar uppákomur.

Partýið hélt áfram til rúmlega 2 og þá næstum því hentum við seinustu gestum út. Allt í góðu samt. Morguninn eftir (þetta gerist alltaf á morgnanna) mætti Walter hérna og sagðist hafa kvartað yfir hávaða hérna í gær. Ég spurði hann hvort það væri eitthvað að heima hjá honum. Hann hefði kvartað um 20:30 og það væri brúkaup hérna og allt í góðu. Hvort hann hefði ekki vitað að hann hefði keypt hús nálæt hóteli og endaði á því að segja honum að hótelið hefði verið hérna í 20 ár og hann einungis mjög stutt og hann gæti bar hipjað sig út. Hann var mjög fúll og hótaði að koma með riffilinn sinn. Ég benti honum á dyrnar og bað hann að gjöra svo að hypja sig og aldrei koma aftur og þá opnaðist “helvíti”. Henríetta Vlugter kom daginn eftir og var ekki í góðu skapi. Hún var búin að taka fram allar reglugerðirnar um hávaða, veitingastaði, þorp, vínveitingaleyfi og hávaðamengun. Ég var næstum því búin að henda henni út líka þegar Bói stoppaði mig. Við sátum með henni í 1 og hálfan tíma að ræða um hávaða. Bói endaði á að segja við hana (eftir að hafa stoppað mig ég veit ekki hvað oft frá því að kyrkja hana) að hún gæti bara flutt aftur þangað sem hún kæmi frá eða upp á toppinn á Vatnajökli þar sem, enginn myndi trufla hana.

Vínveitingaleyfið okkar var í mikilli hættu eftir þetta. Löggan kom hérna á hverjum einasta föstudagi til að skoða leyfið og sjá til þess að við værum að framfylgja öllum lögum og reglugerðum. Vorum náttúrlega ekki með fullt leyfi þó svo að vissum náttúrlega ekki af því vegna þess að við héldum að við hefðum keypt staðinn með öllum leyfum, en fyrrverandi eigendur voru einungis með VÍN leyfi og enga sterka drykki og ekkert í garðinum. Við erum komnir með fullt leyfi núna sem betur fer.

Jæja, Henríetta kom um daginn og ég henti henni út án þess að hlusta á hana. Núna er hún að hefna sín. Við vorum með tónleikana ´föstudaginn eins og alltaf. Löggan mætir, 4 í einkennisbúning og tilkynntu að það hefði komið skrifleg kvörtun sem þeir þurftu að sinna. Bói bauð þeim út í garðinn svo að allir 100 gestirnir gætu séð þau, sem þeir svo sannarlega gerðu. David sem var að syngja varð frekar fúll og Hófý var næstum því búin að “kyrkja” þá. Þegar ég kom og sá þetta bað ég þá vinsamlega um að fara inn í móttöku til að ræða hlutina. Sem tókst meðan að ég var að ýta Hófý og David í burtu og sannfæra Bóa um að það væri betra að gera þetta prívat. Við áttum langt spjall við lögguna sem sagði að því miður þyrftu þau að mæta þegar svona kvartanir kæmu, þói svo að þau vissu að þetta væri ekki réttmætt enda engir hátalarar eða neitt. Bara Píanó og David að góla.

Við fórum svo á markaðinn daginn eftir og gáfum í skyn að við gætum þurft að hætta þessum tónleikum vegna þess að við værum að hætta vínveitingarleyfinu okkar við nokkra útvalda þorpsbúa og það fór allt af stað. Val Turner hringdi strax og sagði að þetta væri nú ekki allveg í lagi. Þessi kélling gæti bara komið sér aftur þangað sem hún kom frá. Veit ekki hversu margir þorpsbúar komu hingað að bjóða okkur stuðning og að bija okkur um að halda áfram með tónleikana. Við hefðum gert svo mikið fyrir Greyton og sjálfsagt hefðum við ekki hugmynd um hvað þetta hefði breytt miklu og þetta mætti bara ekki stoppa. Derreck Turner kom svo í gær og sagðist vera búinn að skrifa bréf í lókal blaðið okkar, annað bréf til Henríettu sem hann ætlaði að fá alla þorpsbúa að skrifa undir til að sýna okkur stuðning. Ég hugsa að það sé kjarni upp á ca250 þorpsbúa sem koma reglulega hérna á tónleikana og njóta, og það er meira en helmingur þorpsbúa sem búa hérna fast, plús svo alla helgar íbúanna.. Það er búið að vera yndislegt að finna allan þennan stuðning.

Þetta er ekki búinn að vera auðveldur dagur. Jagúar var hérna og ég þurfti að gera mánaðarlaunin ásamt því að græja allan undirbúning. Allt gekk vel og ég fór til Jennýar um 4 leitið enda átti hún afmæli ídag. Var hjá henni í 2 tíma og það var mjög gott að komast aðeins í burtu og hitta góðan vin. Hef það gott þó svo að ég sakni Gullsins míns. Lekker slap!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hai villi. vildi bara koma thvi a framfari ad tu attir ad selja sjoppuna og versla adra her i karlsbad i tekklandi.her getiru verid ad svamla i badi alla daga vid gistum a hotel VENUS bara spa alla daga. vona ad thu radir vid thetta svona akvedin thegar tu tekur thig til. Happy skvett fra tekkia maggi og birna

7:30 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ kallinn minn,
ég náði í gullið þitt út á flugvöll og keyrði með hann varlega í bæinn, hann var auðvitað barasta flottastur þarna, í fínum jakkafötum og berfættur í sandölum, algjört krútt, þar sem úti var reyndat 7 stiga hiti, en íslenskt rok og rigningi eins og það gerist skemmtilegast á klakanum, keyrðum heim í ógeðisveðri, fylgdi honum alla leið upp til mömmu og pabba eftir að hafa keyrt Hófý heim....
Það verður örugglega passað vel upp á hann hér á landi, og gangi þér barasta allt í haginn þarna hjá þessum henríettum,hmmm ég get nú alveg heyrt fyrir mér tóninn..hjá þér...og get ekki annað en brosað út í annað,þessar frýr halda kannski að þú ætlir einhverntímann að lúffa fyrir þeim hahahah....
ástarkveðjur
8villt

9:00 pm  
Anonymous Anonymous said...

Vá hvað ég sá þetta fyirir mér þegar ég las þetta Villi ég skellti nú bara uppur ;) Þú ert hörku gæi!! Gott að Bói er kominn heilu að höldnu heim langar að skilja hér eftir nr mitt ef hann getur og hefur tíma að hitta mig og kannski bara þrumu líka nrið mitt er 868 8655 ég skal meira að segja baka fyrir þig með kaffinu ;) ástar kveðjur Jóhanna Maggý

12:00 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elsku Villi minn. Gott að heyra frá þér og gott að Guðmundur er kominn heim í bili. Sammála Magga og Birnu, kaupið bara í Karlovy Vary eða frekar í Marienbad í Tékklandi sem er glamourus spa staður og við gætum auðveldlega sent heilu farmana af Íslendingum þangað. Vinir mínir á tékknesku fjölmiðlunum myndu markaðssetja ykkur á mjög auðveldan hátt. Vertu duglegur, bæði að standa þig í að henda út ljótum kerlingum og í að sakna Guðmundar ekki OF mikið. Margir kossar, Anna Kristine.

9:30 am  
Blogger Ása Hildur said...

Og ég sem hélt að dramadrottningin væri komin HEIM !
Allavega gerði mitt besta til að passa hana í dag. Mikið var það nú notalegt. Takk fyrir lánið elsku bróðir

11:49 pm  

Post a Comment

<< Home