Thursday, February 16, 2006

Helsufarsvandamál - ekki mitt!

Já það eru fleiri en Bói sem eru að berjast við heilsuna. Ekki gott þegar heilsan klikkar. Jenny er búin að vera svo slæm að hún getur varla gengið. Hnén og mjaðmirnar eru að gefa sig enda er hún alltof þung. Noelle er búin að vera að eiga við sömu hluti, og gæti reyndar verið mun verra enda segja læknarnir að þetta geti verið beinþynning og að bakið sé að gefa sig. Hún hefur varla komist úr húsi nema með staf. Svo slæm hefur hún verið og Jenny´hefur þurft næstum kortér til að komast upp úr stólnum. Obsada. Það er ekki auðvelt að eldast svona. Noelle er að pæla því að flytja til að komast nær sjúkrahúsi og heilbrigiðisgæslu. Ég fór rúntinn í dag, vegna þess að ég þurfti að komast héðan aðeins. Jenný var ekki heima, Brian ekki heldur, Noelle var með píparann hjá sér þannig að ég endaði heima hjá Volga. Sem var ekki góð til heilsunnar heldur. Eitthvað kvef eða ofnæmi.

Volga hafði lofað Jenny og Noelle að elda fyrir þær en þar sem hún var svo slæm ákvað ég að GL elhúsið sæi um sína. Og lofað að senda Þetta nýja 3 osta Lasagna til þeirra allra, sem ég og gerði og þvílík lukka. Þær voru allar í skýjum og ég fékk eitthvað sem er ekki á matseðli hérna, elska það. Jaa, eldhúsið á GL sér um sína!

Auður Eir er búin að vera hérna með mér ásamt vinkonu hennar, henni GUÐ. Við fengum tvær bækur frá Ásu og Báru. Er bara búinn að lesa aðra. En þvílík upplifun, Gvöð hvað þessi kona hefur reynt og hvað hún er sterk, djúp og UMHYGGJAN. Hún hefur gefið mér nýjar víddir, sem ég met mikils. Þessi bók er þvílík hvatning, að ég mæli með því að allir lesi hana. Ég er alla vegna um það bil að fara inn í GULA herbergið með henni.

Það eru tónleikar á morgun og mikill óróleiki í loftinu hjá Prímadonnunum sem eru þar venjulega. David er búinn að koma og vara mig við og Paul kom í dag til að tryggja að David myndi ekki syngja of mikið. Ég sagði við báða að ég myndi sitja á sviðinu eins og seinast, með henni Volga minni og tryggja að allir fengu sitt, eða þannig. Eru þessar Prímadonnur e.t.v fyrirmyndin af drottningunum? Hvað veit ér? Ég segji bara eins og pabbi (blessi minnunga hans) maður eða kona, hvað veit ég. Bara að þeir séu hamingjsamir. Og ég held að það segji allt. Ég er alla vegna brynjaður jákvæðni og Pollýanna er með mér.

Hér er brjáluð helgi framundan. Ég er eiginlega búin að yfirbóka. Það er ráðstefna í gnagi alla helgina, Brúðkaup á laugardaginn, Kveðjupartý á sunnudaginn og ég veit ekki hvað, eigum ekkinóg af diskum, stólum en við finnum út úr því einhvern veginn á þennan íslenska hátt

0 Comments:

Post a Comment

<< Home